Hefur aldrei fundið fyrir fordómum Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 22. febrúar 2023 21:00 Aðspurð segir Claudia að hún hafi aldrei orðið vör við fordóma, enda horfi fólk fyrst og fremst á það sem hún afkastar í starfinu. Vísir/Stína „Ég myndi segja að það sem Íslendingar og Jamaíkumenn eiga sameiginlegt er gríðarlegt þjóðarstolt,“ segir Claudia Ashanie Wilson. Claudia kemur frá Jamaíku og er fyrsti innflytjandinn frá landi utan Evrópu til að öðlast lögmannsréttindi á Íslandi. Í viðtali við jamaíska fréttaþáttinn Diaspora Check-in nú á dögunum ræddi Claudia meðal annars um muninn á Íslendingum og Jamaíkumönnum, jafnréttismál og reynslu sína af því að vera svartur, kvenkyns lögfræðingur á Íslandi. Claudia, sem kemur frá litlu héraði á Jamaíku, flutti til Íslands í desember árið 2001 og var að eigin sögn í leit að ást og ævintýrum. Hún bendir á Ísland að sé tífalt stærra en Jamaíka, en íbúafjöldinn er hins vegar tífalt minni. „Þar af leiðandi höfum við mikið pláss hérna.“ Sjónvarpsþættirnir The Practice átti stóran þátt í því að hún ákvað að leggja lögfræðina fyrir sig, og hún brennur fyrir mannréttindamálum. Brennur fyrir mannréttindum „Reynsla mín af því að vera innflytjandi á Íslandi hefur tvímælalaust ýtt undir að ég vil kanna þessi mál og hjálpa öðrum eins mikið og ég get, og ég er svo áköf í að veita vernd gegn óréttlæti. Þá segir Claudia að þegar kom að því að læra íslensku hafi hún farið fremur óhefðbunda leið. „Íslenska er erfitt tungumál og ég get svo sannarlega vottað það að ég er ennþá að læra það,“ segir hún og bætir við að það sé einnig stór munur á íslensku lagamáli og íslensku sem fólk talar í daglegu lífi. Þá segir Claudia að hún taki sínu hlutverki mjög alvarlega. „Það er ástæða fyrir öllu, og mér var ætlað að koma hingað. Og ég lít ekki léttvægum augum á þetta tækifæri, að vera fyrsti svarti lögfræðingurinn á Íslandi, fyrsta konan af erlendum uppruna sem öðlast lögmannsréttindi á Íslandi. Þar af leiðandi hefur þetta ýtt mér út í að bæta lífsgæði annarra í þessu landi.“ Aðspurð segir Claudia að hún hafi aldrei orðið vör við fordóma, enda horfi fólk fyrst og fremst á það sem hún afkastar í starfinu. „Og ég held að fólk sé meðvitað um það sem ég geri.“ Nafnið á lögfræðistofu hennar, Claudia and partners, er tilkomið af ástæðu. „Af því að fólk þekkir mig kannski ekki úti á götu en það þekkir vissulega nafnið mitt.“ Lögmennska Innflytjendamál Jamaíka Mest lesið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tíska og hönnun Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Lífið „Pabbi minn gaf okkur saman“ Lífið Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Lífið Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Menning Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Fleiri fréttir Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Sjá meira
Í viðtali við jamaíska fréttaþáttinn Diaspora Check-in nú á dögunum ræddi Claudia meðal annars um muninn á Íslendingum og Jamaíkumönnum, jafnréttismál og reynslu sína af því að vera svartur, kvenkyns lögfræðingur á Íslandi. Claudia, sem kemur frá litlu héraði á Jamaíku, flutti til Íslands í desember árið 2001 og var að eigin sögn í leit að ást og ævintýrum. Hún bendir á Ísland að sé tífalt stærra en Jamaíka, en íbúafjöldinn er hins vegar tífalt minni. „Þar af leiðandi höfum við mikið pláss hérna.“ Sjónvarpsþættirnir The Practice átti stóran þátt í því að hún ákvað að leggja lögfræðina fyrir sig, og hún brennur fyrir mannréttindamálum. Brennur fyrir mannréttindum „Reynsla mín af því að vera innflytjandi á Íslandi hefur tvímælalaust ýtt undir að ég vil kanna þessi mál og hjálpa öðrum eins mikið og ég get, og ég er svo áköf í að veita vernd gegn óréttlæti. Þá segir Claudia að þegar kom að því að læra íslensku hafi hún farið fremur óhefðbunda leið. „Íslenska er erfitt tungumál og ég get svo sannarlega vottað það að ég er ennþá að læra það,“ segir hún og bætir við að það sé einnig stór munur á íslensku lagamáli og íslensku sem fólk talar í daglegu lífi. Þá segir Claudia að hún taki sínu hlutverki mjög alvarlega. „Það er ástæða fyrir öllu, og mér var ætlað að koma hingað. Og ég lít ekki léttvægum augum á þetta tækifæri, að vera fyrsti svarti lögfræðingurinn á Íslandi, fyrsta konan af erlendum uppruna sem öðlast lögmannsréttindi á Íslandi. Þar af leiðandi hefur þetta ýtt mér út í að bæta lífsgæði annarra í þessu landi.“ Aðspurð segir Claudia að hún hafi aldrei orðið vör við fordóma, enda horfi fólk fyrst og fremst á það sem hún afkastar í starfinu. „Og ég held að fólk sé meðvitað um það sem ég geri.“ Nafnið á lögfræðistofu hennar, Claudia and partners, er tilkomið af ástæðu. „Af því að fólk þekkir mig kannski ekki úti á götu en það þekkir vissulega nafnið mitt.“
Lögmennska Innflytjendamál Jamaíka Mest lesið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tíska og hönnun Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Lífið „Pabbi minn gaf okkur saman“ Lífið Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Lífið Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Menning Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Fleiri fréttir Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Sjá meira