Mun ekki kæra úrskurð Landsréttar Ólafur Björn Sverrisson skrifar 22. febrúar 2023 16:52 Ástráður Haraldsson er settur ríkissáttasemjari. Vísir/Vilhelm Settur ríkissáttasemjari í kjaradeilu SA og Eflingar, Ástráður Haraldsson, mun ekki óska eftir kæruleyfi Hæstaréttar til að fá úrskurði Landsréttar í aðfararmáli gegn Eflingu hnekkt. „Ég met það svo að það væri ekki hjálplegt að drepa málum á dreif með frekari lagaþrætum og að skilja einhvern anga málsins eftir í einhverri óuppgerðri þrætu sé bara til þess að vefjast fyrir okkur við að ná niðurstöðu,“ segir Ástráður í samtali við fréttastofu. Viðtal við hann í heild sinni má sjá hér að neðan. Aðalsteinn Leifsson, þá ríkissáttasemjari í deilunni, krafðist þess fyrir héraðsdómi að Efling afhenti honum félagatal sitt svo hægt væri að greiða atkvæði um miðlunartillögu hans, sem lögð var fram 26. janúar síðastliðinn . Féllst héraðsdómur á þá kröfu en Landsréttur sneri þeirri niðurstöðu við eftir að Efling hafnaði að afhenda félagatalið og kærði úrskurð héraðsdóms. Áður en úrskurður Landsréttar var kveðinn upp afsöluðu lögmenn ríkissáttasemjara og Eflingar sér rétti til að kæra úrskurðinn til Hæstaréttar. Slíkt telst óheimilt samkvæmt lögum um meðferð einkamála en í 2. málsgrein 176. greinar laganna segir að afsal á rétti til málskots til Hæstaréttar verði ekki gefið fyrr en dómur er genginn í máli. Aðalsteinn Leifsson sagði sig frá deilunni eftir að úrskurður Landsréttar féll. „Varasamt fordæmi“ Í ljósi fyrrgreindrar stöðu vaknaði spurning um hvort nýr sáttasemjari, Ástráður Haraldsson, hygðist freista þess að fá Hæstarétt til að fjalla um úrskurð Landsréttar. Í tilkynningu frá ríkissáttasemjara kemur fram að lögmaður embættisins, Andri Árnason hafi tekið málið til skoðunar og skilað minnisblaði til sáttasemjara. „Að vandlega íhuguðu máli og í ljósi þess sem kemur fram í nefndu minnisblaði er það niðurstaða setts ríkissáttasemjara að hann mun ekki óska eftir kæruleyfi Hæstaréttar til að fá að kæra nefndan úrskurð til réttarins.“ segir í tilkynningunni. Í minnisblaði lögmanns ríkissáttasemjara er sérstaklega litið til þess að fyrrnefnt ákvæði laga um meðferð einkamála sé fyrst og fremst ætlað til verndar borgurunum en ekki stjórnvöldum og opinberum aðilum, „nema alveg sérstaklega standi á, niðurstaða ríkissáttasemjara hér að lútandi var ekki í formi einhliða yfirlýsingar, heldur sérstakt, gagnkvæmt, upplýst samkomulag og talið til hagsbóta fyrir málefnið.“ Þá segir að borgarar eigi almennt að geta treyst því, á grundvelli sjónarmiða um réttmætar væntingar, að stjórnvöld víki ekki frá fyrri ráðstöfunum nema sérstaklega standi á. „Myndi það mögulega vera varasamt fordæmi af hálfu opinberra aðila,“ segir í lok minnisblaðsins. Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Mest lesið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Fleiri fréttir Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Sjá meira
„Ég met það svo að það væri ekki hjálplegt að drepa málum á dreif með frekari lagaþrætum og að skilja einhvern anga málsins eftir í einhverri óuppgerðri þrætu sé bara til þess að vefjast fyrir okkur við að ná niðurstöðu,“ segir Ástráður í samtali við fréttastofu. Viðtal við hann í heild sinni má sjá hér að neðan. Aðalsteinn Leifsson, þá ríkissáttasemjari í deilunni, krafðist þess fyrir héraðsdómi að Efling afhenti honum félagatal sitt svo hægt væri að greiða atkvæði um miðlunartillögu hans, sem lögð var fram 26. janúar síðastliðinn . Féllst héraðsdómur á þá kröfu en Landsréttur sneri þeirri niðurstöðu við eftir að Efling hafnaði að afhenda félagatalið og kærði úrskurð héraðsdóms. Áður en úrskurður Landsréttar var kveðinn upp afsöluðu lögmenn ríkissáttasemjara og Eflingar sér rétti til að kæra úrskurðinn til Hæstaréttar. Slíkt telst óheimilt samkvæmt lögum um meðferð einkamála en í 2. málsgrein 176. greinar laganna segir að afsal á rétti til málskots til Hæstaréttar verði ekki gefið fyrr en dómur er genginn í máli. Aðalsteinn Leifsson sagði sig frá deilunni eftir að úrskurður Landsréttar féll. „Varasamt fordæmi“ Í ljósi fyrrgreindrar stöðu vaknaði spurning um hvort nýr sáttasemjari, Ástráður Haraldsson, hygðist freista þess að fá Hæstarétt til að fjalla um úrskurð Landsréttar. Í tilkynningu frá ríkissáttasemjara kemur fram að lögmaður embættisins, Andri Árnason hafi tekið málið til skoðunar og skilað minnisblaði til sáttasemjara. „Að vandlega íhuguðu máli og í ljósi þess sem kemur fram í nefndu minnisblaði er það niðurstaða setts ríkissáttasemjara að hann mun ekki óska eftir kæruleyfi Hæstaréttar til að fá að kæra nefndan úrskurð til réttarins.“ segir í tilkynningunni. Í minnisblaði lögmanns ríkissáttasemjara er sérstaklega litið til þess að fyrrnefnt ákvæði laga um meðferð einkamála sé fyrst og fremst ætlað til verndar borgurunum en ekki stjórnvöldum og opinberum aðilum, „nema alveg sérstaklega standi á, niðurstaða ríkissáttasemjara hér að lútandi var ekki í formi einhliða yfirlýsingar, heldur sérstakt, gagnkvæmt, upplýst samkomulag og talið til hagsbóta fyrir málefnið.“ Þá segir að borgarar eigi almennt að geta treyst því, á grundvelli sjónarmiða um réttmætar væntingar, að stjórnvöld víki ekki frá fyrri ráðstöfunum nema sérstaklega standi á. „Myndi það mögulega vera varasamt fordæmi af hálfu opinberra aðila,“ segir í lok minnisblaðsins.
Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Mest lesið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Fleiri fréttir Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Sjá meira