Breytingar í farvatninu á Englandi: Stuðningsmenn fá meiri völd og óháður aðili mun meta hæfi eigenda Smári Jökull Jónsson skrifar 23. febrúar 2023 07:00 Manchester United gæti fengið nýja eigendur á næstu vikum en stuðningsmenn hafa viljað losna við Glazer-fjölskylduna sem eigendur í fjölda ára. Vísir/Getty Breska ríkisstjórnin mun síðar í dag kynna tillögur að nýrri lagasetningu sem er ætlað að stuðla að bættum starfsháttum í enskri knattspyrnu. Ef lögin öðlast gildi er ljóst að um umfangsmiklar breytingar er að ræða. Skysports greinir frá málinu en í frétt miðilsins kemur fram að lagatillögurnar fela meðal annars í sér að skipaður verði sérstakur óháður eftirlitsaðili knattspyrnunnar en sú tillaga byggir á tillögu stuðningsmanna knattspyrnufélaga á Englandi frá árinu 2021. Rishi Sunak, forsætisráðherra Breta, segir að lagatillögurnar færi stuðningsmönnum félaganna meiri völd. „Þessar djörfu nýju hugmyndir munu færa stuðningsmennina aftur að hjarta knattspyrnunnar, verja arfleið og hefðir félaganna okkar og vernda þessa fallegu íþrótt fyrir framtíðarkynslóðir.“ Megintilgangur laganna verður að koma á fót leyfiskerfi sem tryggir að félög séu rekin á sjálfbæran hátt í kjölfar vandræða félaga eins og Macclesfield Town sem varð gjaldþrota árið 2020 og Bury sem hefur átt í gríðarlegum vandræðum á síðustu misserum. Óháður eftirlitsaðili mun sömuleiðis meta hæfi eigenda félaganna sem og stjórnenda þeirra með áherslu á áreiðanleika og velsæmi. Ekki er komið í ljós hvort þetta feli í sér að eigendur þurfi að standast ákveðin viðmið vegna mannréttinda en Amnesty International hefur kallað eftir slíkum reglum, meðal annars vegna yfirtöku aðila með tengingu við stjórnvöld í Sádi Arabíu á Newcastle United og nú á nýjan leik vegna möglegrar yfirtöku aðila frá Katar á Manchester United. Eftirlitsaðilinn mun einnig geta stigið inn í og stofna gerðardóm geti enska úrvalsdeildin, samtök knattspyrnufélaga og enska knattspyrnusambandið ekki komið sér saman um hvernig tekjuhæstu félögin styðji við félög í neðri deildum. Þá verður tryggt að stuðningsmenn muni hafa meira að segja um rekstur félaganna, að þeir fái tækifæri til að tjá sig um mögulegar breytingar á arfleið félagsins líkt og nafni þess, merki eða lit á búningum. Félög þyrftu einnig að sækja um samþykki hjá áðurnefndum eftirlitsaðila ætli það sér að selja eða flytja leikvang félagsins. Hugmynd nokkurra stórliða í Evrópu, þar á meðal á Englandi, um stofnun Ofurdeildar árið 2021 er líka eitt af því sem komið er inn á í lagatillögunum. Stofnun deildarinnar var ein af ástæðunum fyrir því að breska ríkisstjórnin flýtti eigin áætlunum um að óska eftir tillögum frá stuðningsmönnum félaga á Englandi vegna ýmissa álitamála. Í nýju lagatillögunum er tekið fram að eftirlitsaðilinn sem áður hefur verið nefndur muni hafa völd til að banna félögum þátttöku í keppnum sem ekki mæta fyrirfram ákveðnum kröfum sem ákveðnar verða í samráði enska knattspyrnusambandsins og stuðningsmanna félaganna. Eins og áður segir er aðeins um tillögur ríkisstjórnarinnar að ræða og á eftir að ræða þær á breska þinginu. Ljóst er þó að stjórnvöld vilja gera ýmsar breytingar á ensku knattspyrnuumhverfi og eru tillögurnar eitt skref í þá átt. Enski boltinn Mest lesið Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Íslenski boltinn Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Körfubolti Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Handbolti Breiðablik og Valur vonast eftir Disney-ævintýri Fótbolti Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Enski boltinn Starf Amorims öruggt Enski boltinn Fleiri fréttir Var ekki nógu ánægður með Trent Toney í enska hópnum en enginn úr Man. Utd Starf Amorims öruggt Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Guardiola hótar að hætta „Manchester er heima“ Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Beckham varar Manchester United við Hinselwood hetja Brighton gegn meisturunum Cunha að ganga í raðir Man United Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Átti Henderson að fá rautt spjald? „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa“ Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Villa ekki í vandræðum með Spurs og stefnir aftur í Meistaradeildina Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Sjá meira
Skysports greinir frá málinu en í frétt miðilsins kemur fram að lagatillögurnar fela meðal annars í sér að skipaður verði sérstakur óháður eftirlitsaðili knattspyrnunnar en sú tillaga byggir á tillögu stuðningsmanna knattspyrnufélaga á Englandi frá árinu 2021. Rishi Sunak, forsætisráðherra Breta, segir að lagatillögurnar færi stuðningsmönnum félaganna meiri völd. „Þessar djörfu nýju hugmyndir munu færa stuðningsmennina aftur að hjarta knattspyrnunnar, verja arfleið og hefðir félaganna okkar og vernda þessa fallegu íþrótt fyrir framtíðarkynslóðir.“ Megintilgangur laganna verður að koma á fót leyfiskerfi sem tryggir að félög séu rekin á sjálfbæran hátt í kjölfar vandræða félaga eins og Macclesfield Town sem varð gjaldþrota árið 2020 og Bury sem hefur átt í gríðarlegum vandræðum á síðustu misserum. Óháður eftirlitsaðili mun sömuleiðis meta hæfi eigenda félaganna sem og stjórnenda þeirra með áherslu á áreiðanleika og velsæmi. Ekki er komið í ljós hvort þetta feli í sér að eigendur þurfi að standast ákveðin viðmið vegna mannréttinda en Amnesty International hefur kallað eftir slíkum reglum, meðal annars vegna yfirtöku aðila með tengingu við stjórnvöld í Sádi Arabíu á Newcastle United og nú á nýjan leik vegna möglegrar yfirtöku aðila frá Katar á Manchester United. Eftirlitsaðilinn mun einnig geta stigið inn í og stofna gerðardóm geti enska úrvalsdeildin, samtök knattspyrnufélaga og enska knattspyrnusambandið ekki komið sér saman um hvernig tekjuhæstu félögin styðji við félög í neðri deildum. Þá verður tryggt að stuðningsmenn muni hafa meira að segja um rekstur félaganna, að þeir fái tækifæri til að tjá sig um mögulegar breytingar á arfleið félagsins líkt og nafni þess, merki eða lit á búningum. Félög þyrftu einnig að sækja um samþykki hjá áðurnefndum eftirlitsaðila ætli það sér að selja eða flytja leikvang félagsins. Hugmynd nokkurra stórliða í Evrópu, þar á meðal á Englandi, um stofnun Ofurdeildar árið 2021 er líka eitt af því sem komið er inn á í lagatillögunum. Stofnun deildarinnar var ein af ástæðunum fyrir því að breska ríkisstjórnin flýtti eigin áætlunum um að óska eftir tillögum frá stuðningsmönnum félaga á Englandi vegna ýmissa álitamála. Í nýju lagatillögunum er tekið fram að eftirlitsaðilinn sem áður hefur verið nefndur muni hafa völd til að banna félögum þátttöku í keppnum sem ekki mæta fyrirfram ákveðnum kröfum sem ákveðnar verða í samráði enska knattspyrnusambandsins og stuðningsmanna félaganna. Eins og áður segir er aðeins um tillögur ríkisstjórnarinnar að ræða og á eftir að ræða þær á breska þinginu. Ljóst er þó að stjórnvöld vilja gera ýmsar breytingar á ensku knattspyrnuumhverfi og eru tillögurnar eitt skref í þá átt.
Enski boltinn Mest lesið Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Íslenski boltinn Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Körfubolti Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Handbolti Breiðablik og Valur vonast eftir Disney-ævintýri Fótbolti Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Enski boltinn Starf Amorims öruggt Enski boltinn Fleiri fréttir Var ekki nógu ánægður með Trent Toney í enska hópnum en enginn úr Man. Utd Starf Amorims öruggt Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Guardiola hótar að hætta „Manchester er heima“ Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Beckham varar Manchester United við Hinselwood hetja Brighton gegn meisturunum Cunha að ganga í raðir Man United Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Átti Henderson að fá rautt spjald? „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa“ Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Villa ekki í vandræðum með Spurs og stefnir aftur í Meistaradeildina Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Sjá meira