Breytingar í farvatninu á Englandi: Stuðningsmenn fá meiri völd og óháður aðili mun meta hæfi eigenda Smári Jökull Jónsson skrifar 23. febrúar 2023 07:00 Manchester United gæti fengið nýja eigendur á næstu vikum en stuðningsmenn hafa viljað losna við Glazer-fjölskylduna sem eigendur í fjölda ára. Vísir/Getty Breska ríkisstjórnin mun síðar í dag kynna tillögur að nýrri lagasetningu sem er ætlað að stuðla að bættum starfsháttum í enskri knattspyrnu. Ef lögin öðlast gildi er ljóst að um umfangsmiklar breytingar er að ræða. Skysports greinir frá málinu en í frétt miðilsins kemur fram að lagatillögurnar fela meðal annars í sér að skipaður verði sérstakur óháður eftirlitsaðili knattspyrnunnar en sú tillaga byggir á tillögu stuðningsmanna knattspyrnufélaga á Englandi frá árinu 2021. Rishi Sunak, forsætisráðherra Breta, segir að lagatillögurnar færi stuðningsmönnum félaganna meiri völd. „Þessar djörfu nýju hugmyndir munu færa stuðningsmennina aftur að hjarta knattspyrnunnar, verja arfleið og hefðir félaganna okkar og vernda þessa fallegu íþrótt fyrir framtíðarkynslóðir.“ Megintilgangur laganna verður að koma á fót leyfiskerfi sem tryggir að félög séu rekin á sjálfbæran hátt í kjölfar vandræða félaga eins og Macclesfield Town sem varð gjaldþrota árið 2020 og Bury sem hefur átt í gríðarlegum vandræðum á síðustu misserum. Óháður eftirlitsaðili mun sömuleiðis meta hæfi eigenda félaganna sem og stjórnenda þeirra með áherslu á áreiðanleika og velsæmi. Ekki er komið í ljós hvort þetta feli í sér að eigendur þurfi að standast ákveðin viðmið vegna mannréttinda en Amnesty International hefur kallað eftir slíkum reglum, meðal annars vegna yfirtöku aðila með tengingu við stjórnvöld í Sádi Arabíu á Newcastle United og nú á nýjan leik vegna möglegrar yfirtöku aðila frá Katar á Manchester United. Eftirlitsaðilinn mun einnig geta stigið inn í og stofna gerðardóm geti enska úrvalsdeildin, samtök knattspyrnufélaga og enska knattspyrnusambandið ekki komið sér saman um hvernig tekjuhæstu félögin styðji við félög í neðri deildum. Þá verður tryggt að stuðningsmenn muni hafa meira að segja um rekstur félaganna, að þeir fái tækifæri til að tjá sig um mögulegar breytingar á arfleið félagsins líkt og nafni þess, merki eða lit á búningum. Félög þyrftu einnig að sækja um samþykki hjá áðurnefndum eftirlitsaðila ætli það sér að selja eða flytja leikvang félagsins. Hugmynd nokkurra stórliða í Evrópu, þar á meðal á Englandi, um stofnun Ofurdeildar árið 2021 er líka eitt af því sem komið er inn á í lagatillögunum. Stofnun deildarinnar var ein af ástæðunum fyrir því að breska ríkisstjórnin flýtti eigin áætlunum um að óska eftir tillögum frá stuðningsmönnum félaga á Englandi vegna ýmissa álitamála. Í nýju lagatillögunum er tekið fram að eftirlitsaðilinn sem áður hefur verið nefndur muni hafa völd til að banna félögum þátttöku í keppnum sem ekki mæta fyrirfram ákveðnum kröfum sem ákveðnar verða í samráði enska knattspyrnusambandsins og stuðningsmanna félaganna. Eins og áður segir er aðeins um tillögur ríkisstjórnarinnar að ræða og á eftir að ræða þær á breska þinginu. Ljóst er þó að stjórnvöld vilja gera ýmsar breytingar á ensku knattspyrnuumhverfi og eru tillögurnar eitt skref í þá átt. Enski boltinn Mest lesið Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Enski boltinn Lyon krækir í leikmann Liverpool Enski boltinn Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Fótbolti Ómar Björn: Misreiknaði boltann Fótbolti Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Íslenski boltinn Snéri til baka úr krabbameinsmeðferð og lokaði leiknum Sport Eir og Ísold mæta á EM Sport Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Fleiri fréttir Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sjá meira
Skysports greinir frá málinu en í frétt miðilsins kemur fram að lagatillögurnar fela meðal annars í sér að skipaður verði sérstakur óháður eftirlitsaðili knattspyrnunnar en sú tillaga byggir á tillögu stuðningsmanna knattspyrnufélaga á Englandi frá árinu 2021. Rishi Sunak, forsætisráðherra Breta, segir að lagatillögurnar færi stuðningsmönnum félaganna meiri völd. „Þessar djörfu nýju hugmyndir munu færa stuðningsmennina aftur að hjarta knattspyrnunnar, verja arfleið og hefðir félaganna okkar og vernda þessa fallegu íþrótt fyrir framtíðarkynslóðir.“ Megintilgangur laganna verður að koma á fót leyfiskerfi sem tryggir að félög séu rekin á sjálfbæran hátt í kjölfar vandræða félaga eins og Macclesfield Town sem varð gjaldþrota árið 2020 og Bury sem hefur átt í gríðarlegum vandræðum á síðustu misserum. Óháður eftirlitsaðili mun sömuleiðis meta hæfi eigenda félaganna sem og stjórnenda þeirra með áherslu á áreiðanleika og velsæmi. Ekki er komið í ljós hvort þetta feli í sér að eigendur þurfi að standast ákveðin viðmið vegna mannréttinda en Amnesty International hefur kallað eftir slíkum reglum, meðal annars vegna yfirtöku aðila með tengingu við stjórnvöld í Sádi Arabíu á Newcastle United og nú á nýjan leik vegna möglegrar yfirtöku aðila frá Katar á Manchester United. Eftirlitsaðilinn mun einnig geta stigið inn í og stofna gerðardóm geti enska úrvalsdeildin, samtök knattspyrnufélaga og enska knattspyrnusambandið ekki komið sér saman um hvernig tekjuhæstu félögin styðji við félög í neðri deildum. Þá verður tryggt að stuðningsmenn muni hafa meira að segja um rekstur félaganna, að þeir fái tækifæri til að tjá sig um mögulegar breytingar á arfleið félagsins líkt og nafni þess, merki eða lit á búningum. Félög þyrftu einnig að sækja um samþykki hjá áðurnefndum eftirlitsaðila ætli það sér að selja eða flytja leikvang félagsins. Hugmynd nokkurra stórliða í Evrópu, þar á meðal á Englandi, um stofnun Ofurdeildar árið 2021 er líka eitt af því sem komið er inn á í lagatillögunum. Stofnun deildarinnar var ein af ástæðunum fyrir því að breska ríkisstjórnin flýtti eigin áætlunum um að óska eftir tillögum frá stuðningsmönnum félaga á Englandi vegna ýmissa álitamála. Í nýju lagatillögunum er tekið fram að eftirlitsaðilinn sem áður hefur verið nefndur muni hafa völd til að banna félögum þátttöku í keppnum sem ekki mæta fyrirfram ákveðnum kröfum sem ákveðnar verða í samráði enska knattspyrnusambandsins og stuðningsmanna félaganna. Eins og áður segir er aðeins um tillögur ríkisstjórnarinnar að ræða og á eftir að ræða þær á breska þinginu. Ljóst er þó að stjórnvöld vilja gera ýmsar breytingar á ensku knattspyrnuumhverfi og eru tillögurnar eitt skref í þá átt.
Enski boltinn Mest lesið Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Enski boltinn Lyon krækir í leikmann Liverpool Enski boltinn Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Fótbolti Ómar Björn: Misreiknaði boltann Fótbolti Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Íslenski boltinn Snéri til baka úr krabbameinsmeðferð og lokaði leiknum Sport Eir og Ísold mæta á EM Sport Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Fleiri fréttir Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sjá meira