Alls eru fjórtán verk tilnefnd til verðlaunanna. Tilkynnt verður um verðlaunahafann þann 31. október í Osló, höfuðborg Noregs.
„Öll verkin sem tilnefnd eru í ár má lesa sem nokkurs konar óð til lífsins – þessa harmræna, kynngimagnaða og undursamlega lífs sem vindur fram á milli einstaklinga, samfélags og náttúru. Mörg þeirra fást við hinar mörgu birtingarmyndir ofbeldis, ýmist með sögulegum, bókmenntalegum eða raunveruleikatengdum vísunum í áföll og niðurbrot,“ segir í tilkynningu frá Norðurlandaráði.
Hér fyrir neðan má sjá verkin sem tilnefnd eru til bókmenntaverðlaunanna í ár.
Danmörk:
Fanden tage dig: Beretning om et kvindedrap eftir Niels Frank
Georg-komplekset eftir Kirsten Hammann
Finnland:
Musta peili eftir Emma Puikkonen
Den stora blondinens sista sommar eftir Peter Sandström
Færeyjar:
Karmageitin og Gentukamarið eftir Marjun Syderbø Kjelnæs
Grænland:
Qivittuissuit akornanniinnikuuvunga eftir Katrine Rasmussen Kielsen
Ísland:
Ljósgildran eftir Guðna Elísson
Laus blöð eftir Ragnar Helga Ólafsson
Noregur:
Kniven i ilden eftir Ingeborg Arvola
Forbryter og straff eftir Kathrine Nedrejord
Samíska málsvæðið:
Jaememe mijjen luvnie jeala eftir Anne-Grethe Leine Bientie og Bierna Leina Biente
Svíþjóð:
Ihågkom oss till liv eftir Joanna Rubin Dranger
En bok för ingen eftir Isabella Nilsson
Álandseyjar:
Konsten att inte hitta sig själv på Bali eftir Zandra Lundberg