„Við erum fullir sjálfstrausts“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 23. febrúar 2023 22:51 Ægir Þór Steinarsson í leik kvöldsins. Vísir/Hulda Margrét „Tifinningin í leiknum er bara að við duttum á þeirra plan. Þeir eru skipulagðir, vilja spila hægt og lemja á veikleikunum endalaust. Sagði Ægir Þór Steinarsson, fyrirliði íslenska landsliðsins í körfubolta, eftir 19 stiga tap gegn Spánverjum í kvöld. „Við náðum ekki að hleypa þessu upp í þessa geðveiki sem við viljum og stemningsskotin duttu ekki okkar megin og við náðum ekki að fylgja því með varnarfráköstum. Þess vegna skorum við bara 60 stig. Við þurfum að skora meira og það er bara galdurinn að við megum ekki detta niður á þeirra plan. Við þurfum bara að spila okkar bolta og það var munurinn í dag,“ sagði Ægir. Sóknaraðgerðir íslenska liðsins voru stærstan hluta leiksins mjög erfiðar og liðið þurfti að hafa gríðarlega fyrir hverju stigi. Ægir segir að það sé einfaldlega afleiðing af því að liðið dettur niður á spænskt plan í leiknum. „Þetta þurfa að vera snöggar og snaggaralegar sóknir. Ekki það að maður verður auðvitað að hrósa þeim fyrir góðan varnarleik. Þeir eru með B- eða C-liðið sitt, en þeir eru heims- og Evrópumeistarar í körfubolta og hefðin er þeirra megin. En við hefðum þurft að spila hraðari bolta og hafa sneggri og ákveðnari aðgerðir sóknarlega.“ Þrátt fyrir erfiðan sóknarleik gekk varnarleikur Íslands vel upp stærstan hluta leiksins. „Við ætluðum bara að vera „physical“ og aggressívir. En það var oft á tíðum sem fráköstin fylgdu kannski ekki og mér fannst við vera seinir upp völlinn líka. Mér fannst við ekki vera nógu snöggir að taka fráköstin og hlaupa völlinn til að refsa. En við spiluðum ekkert slæman varnarleik en þetta skildi bara að.“ Þrátt fyrir tapið segist Ægir enn vera ótrúlega spenntur fyrir leik Íslands gegn Georgíu næstkomandi sunnudag, enda verður það hreinn úrslitaleikur um sæti á HM. „Við erum ekkert smá peppaðir að fara í fulla höll í Georgíu. Við erum bara að spila körfubolta, en að mæta í svona og spila á móti þeim bestu í Evrópu og gefa okkur tækifæri til þess að sigra. Við erum fullir sjálfstrausts og augun hafa verið á þessum leik í langan tíma. Við ætlum að stilla spennustigið, taka mínútu fyrir mínútu, og vinna þennan leik,“ sagði Ægir að lokum. Landslið karla í körfubolta HM 2023 í körfubolta Tengdar fréttir „Þurfum að hitta meira en þremur af 26 til að hanga í Spánverjum“ Craig Pedersen, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í körfubolta, gat verið nokkuð stoltur af sínu liði þrátt fyrir 19 stiga tap gegn heims- og Evrópumeisturum Spánar í kvöld. 23. febrúar 2023 22:22 Umfjöllun: Ísland - Spánn 61-80 | Fínt veganesti í leikinn mikilvæga Íslenska karlalandsliðið í körfubolta mátti þola 19 stiga tap er liðið tók á móti heims- og Evrópumeisturum Spánar í undankeppni HM í Laugardalshöllinni í kvöld. Lokatölur 61-80, en íslenska liðið mætir Georgíu ytra í mun mikilvægari leik næstkomandi sunnudag. 23. febrúar 2023 21:32 Mest lesið Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet Sport Fleiri fréttir Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Tindastóll vann Val í spennutrylli Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Elvar eitraður í endurkomu Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Sjá meira
„Við náðum ekki að hleypa þessu upp í þessa geðveiki sem við viljum og stemningsskotin duttu ekki okkar megin og við náðum ekki að fylgja því með varnarfráköstum. Þess vegna skorum við bara 60 stig. Við þurfum að skora meira og það er bara galdurinn að við megum ekki detta niður á þeirra plan. Við þurfum bara að spila okkar bolta og það var munurinn í dag,“ sagði Ægir. Sóknaraðgerðir íslenska liðsins voru stærstan hluta leiksins mjög erfiðar og liðið þurfti að hafa gríðarlega fyrir hverju stigi. Ægir segir að það sé einfaldlega afleiðing af því að liðið dettur niður á spænskt plan í leiknum. „Þetta þurfa að vera snöggar og snaggaralegar sóknir. Ekki það að maður verður auðvitað að hrósa þeim fyrir góðan varnarleik. Þeir eru með B- eða C-liðið sitt, en þeir eru heims- og Evrópumeistarar í körfubolta og hefðin er þeirra megin. En við hefðum þurft að spila hraðari bolta og hafa sneggri og ákveðnari aðgerðir sóknarlega.“ Þrátt fyrir erfiðan sóknarleik gekk varnarleikur Íslands vel upp stærstan hluta leiksins. „Við ætluðum bara að vera „physical“ og aggressívir. En það var oft á tíðum sem fráköstin fylgdu kannski ekki og mér fannst við vera seinir upp völlinn líka. Mér fannst við ekki vera nógu snöggir að taka fráköstin og hlaupa völlinn til að refsa. En við spiluðum ekkert slæman varnarleik en þetta skildi bara að.“ Þrátt fyrir tapið segist Ægir enn vera ótrúlega spenntur fyrir leik Íslands gegn Georgíu næstkomandi sunnudag, enda verður það hreinn úrslitaleikur um sæti á HM. „Við erum ekkert smá peppaðir að fara í fulla höll í Georgíu. Við erum bara að spila körfubolta, en að mæta í svona og spila á móti þeim bestu í Evrópu og gefa okkur tækifæri til þess að sigra. Við erum fullir sjálfstrausts og augun hafa verið á þessum leik í langan tíma. Við ætlum að stilla spennustigið, taka mínútu fyrir mínútu, og vinna þennan leik,“ sagði Ægir að lokum.
Landslið karla í körfubolta HM 2023 í körfubolta Tengdar fréttir „Þurfum að hitta meira en þremur af 26 til að hanga í Spánverjum“ Craig Pedersen, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í körfubolta, gat verið nokkuð stoltur af sínu liði þrátt fyrir 19 stiga tap gegn heims- og Evrópumeisturum Spánar í kvöld. 23. febrúar 2023 22:22 Umfjöllun: Ísland - Spánn 61-80 | Fínt veganesti í leikinn mikilvæga Íslenska karlalandsliðið í körfubolta mátti þola 19 stiga tap er liðið tók á móti heims- og Evrópumeisturum Spánar í undankeppni HM í Laugardalshöllinni í kvöld. Lokatölur 61-80, en íslenska liðið mætir Georgíu ytra í mun mikilvægari leik næstkomandi sunnudag. 23. febrúar 2023 21:32 Mest lesið Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet Sport Fleiri fréttir Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Tindastóll vann Val í spennutrylli Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Elvar eitraður í endurkomu Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Sjá meira
„Þurfum að hitta meira en þremur af 26 til að hanga í Spánverjum“ Craig Pedersen, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í körfubolta, gat verið nokkuð stoltur af sínu liði þrátt fyrir 19 stiga tap gegn heims- og Evrópumeisturum Spánar í kvöld. 23. febrúar 2023 22:22
Umfjöllun: Ísland - Spánn 61-80 | Fínt veganesti í leikinn mikilvæga Íslenska karlalandsliðið í körfubolta mátti þola 19 stiga tap er liðið tók á móti heims- og Evrópumeisturum Spánar í undankeppni HM í Laugardalshöllinni í kvöld. Lokatölur 61-80, en íslenska liðið mætir Georgíu ytra í mun mikilvægari leik næstkomandi sunnudag. 23. febrúar 2023 21:32
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum