Hamrén undrandi á óánægðum leikmönnum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 24. febrúar 2023 10:31 Erik Hamrén er með vindinn í fangið hjá Álaborg. getty/Lars Ronbog Erik Hamrén, fyrrverandi landsliðsþjálfari Íslands, kveðst undrandi á óánægju leikmanna Álaborgar, danska úrvalsdeildarliðsins sem hann hefur þjálfað frá því síðasta haust. Ekstra Bladet greindi frá því að leikmenn Álaborgar væru ósáttir við Hamrén og hefðu deilt þeirri skoðun sinni með stjórnarformanni félagsins, Thomas Bælum. Gagnrýnin snerist um slakar æfingar, að liðið spili rangt leikkerfi og að Hamrén hafi ekki nýtt vetrarfríið nægilega vel. Einnig vilja leikmennirnir meina að taktík Hamrén sé gamaldags og henti ekki í þeirri stöðu sem liðið er í. Álaborg er í þrettánda og næstneðsta sæti dönsku úrvalsdeildarinnar með fjórtán stig, átta stigum frá 12. sætinu. Í samtali við bold.dk kvaðst Hamrén hissa á ósáttum leikmönnum Álaborgar. Hann sé þó ýmsu vanur eftir langan feril. „Ég verð að segja að ég er hissa og líka áhyggjufullur. En ekki vegna þess að ég þekki þetta ekki. Ég hef verið svo lengi í þessu. Það eru ósáttir leikmenn í öllum liðum, jafnvel þeim sem gengur vel. Þú verður að lifa með því,“ sagði Hamrén. „Við verðum að takast á við það í okkar röðum. Við verðum að geta hafst ólíkar skoðanir ef þær gera okkur betri. En það er ekki jákvætt að þær brjótist út með öðrum hætti og vegna þess hef ég áhyggjur.“ Hamrén þjálfaði Álaborg á árunum 2004-08 og gerði liðið meðal annars að dönskum meisturum 2008. Hann tók aftur við því í september síðastliðnum. Gengið síðan þá hefur ekki verið upp á marga fiska og Álaborg aðeins unnið þrjá leiki af tólf undir stjórn Svíans. Hamrén var landsliðsþjálfari Íslands 2018-20 og var hársbreidd frá því að koma íslenska liðinu á EM 2021. Danski boltinn Mest lesið Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark Sport Uppgjörið: Serbía - Ísland 27-26 | Hársbreidd frá stigi eftir frábæra endurkomu Handbolti Dáður en umdeildur kylfingur látinn Golf Skoraði á móti Arsenal og semur nú við Vestra Fótbolti Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Enski boltinn Dæmdu forsetann og alla leikmenn í bann Fótbolti Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Handbolti Rautt spjald gegn Íslandi rifjað upp eftir tal um „sérmeðferð“ Ronaldos Fótbolti Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Enski boltinn Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Körfubolti Fleiri fréttir Man United vill að nýr Old Trafford verði klár fyrir HM kvenna Elísabet stýrði Belgum til sigurs KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Íranar fengu enga hjálp frá Infantino og sniðganga HM-dráttinn Damir Muminovic til Grindavíkur Real hafi misst áhugann á slökum Konaté Sjáðu bestu mörkin: Klókur Kanu og eitraður Essien Rautt spjald gegn Íslandi rifjað upp eftir tal um „sérmeðferð“ Ronaldos Skoraði á móti Arsenal og semur nú við Vestra Segja þetta ekki sanngjarnt og að þetta yrði bara farsi Dæmdu forsetann og alla leikmenn í bann Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Blikar fyrstir til að ná stigi á móti Loga og félögum Lykilmaður Bayern ekki hrifinn af Arsenal þrátt fyrir tapið í gær Hákon lagði upp tvö í sigri Lille en Íslendingaliðið á toppnum tapaði Vestramenn sækja son sinn suður Knattspyrnukona í Íslendingaliðinu hreinsuð af öllum ásökunum Van Dijk forðaðist fréttamenn eftir leik Liðsfélagi Viktors fékk hótanir og hatursfull skilaboð Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Sjáðu Barry vinna fjórtán skallaeinvígi gegn Man. Utd og setja met Verðið á Rice sjaldan rætt: „Þá veistu að þú ert að gera eitthvað rétt“ Skipulagt lið sem hefur ekki fengið á sig mark „Ég er mikill unnandi Loga“ Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Sjá meira
Ekstra Bladet greindi frá því að leikmenn Álaborgar væru ósáttir við Hamrén og hefðu deilt þeirri skoðun sinni með stjórnarformanni félagsins, Thomas Bælum. Gagnrýnin snerist um slakar æfingar, að liðið spili rangt leikkerfi og að Hamrén hafi ekki nýtt vetrarfríið nægilega vel. Einnig vilja leikmennirnir meina að taktík Hamrén sé gamaldags og henti ekki í þeirri stöðu sem liðið er í. Álaborg er í þrettánda og næstneðsta sæti dönsku úrvalsdeildarinnar með fjórtán stig, átta stigum frá 12. sætinu. Í samtali við bold.dk kvaðst Hamrén hissa á ósáttum leikmönnum Álaborgar. Hann sé þó ýmsu vanur eftir langan feril. „Ég verð að segja að ég er hissa og líka áhyggjufullur. En ekki vegna þess að ég þekki þetta ekki. Ég hef verið svo lengi í þessu. Það eru ósáttir leikmenn í öllum liðum, jafnvel þeim sem gengur vel. Þú verður að lifa með því,“ sagði Hamrén. „Við verðum að takast á við það í okkar röðum. Við verðum að geta hafst ólíkar skoðanir ef þær gera okkur betri. En það er ekki jákvætt að þær brjótist út með öðrum hætti og vegna þess hef ég áhyggjur.“ Hamrén þjálfaði Álaborg á árunum 2004-08 og gerði liðið meðal annars að dönskum meisturum 2008. Hann tók aftur við því í september síðastliðnum. Gengið síðan þá hefur ekki verið upp á marga fiska og Álaborg aðeins unnið þrjá leiki af tólf undir stjórn Svíans. Hamrén var landsliðsþjálfari Íslands 2018-20 og var hársbreidd frá því að koma íslenska liðinu á EM 2021.
Danski boltinn Mest lesið Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark Sport Uppgjörið: Serbía - Ísland 27-26 | Hársbreidd frá stigi eftir frábæra endurkomu Handbolti Dáður en umdeildur kylfingur látinn Golf Skoraði á móti Arsenal og semur nú við Vestra Fótbolti Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Enski boltinn Dæmdu forsetann og alla leikmenn í bann Fótbolti Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Handbolti Rautt spjald gegn Íslandi rifjað upp eftir tal um „sérmeðferð“ Ronaldos Fótbolti Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Enski boltinn Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Körfubolti Fleiri fréttir Man United vill að nýr Old Trafford verði klár fyrir HM kvenna Elísabet stýrði Belgum til sigurs KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Íranar fengu enga hjálp frá Infantino og sniðganga HM-dráttinn Damir Muminovic til Grindavíkur Real hafi misst áhugann á slökum Konaté Sjáðu bestu mörkin: Klókur Kanu og eitraður Essien Rautt spjald gegn Íslandi rifjað upp eftir tal um „sérmeðferð“ Ronaldos Skoraði á móti Arsenal og semur nú við Vestra Segja þetta ekki sanngjarnt og að þetta yrði bara farsi Dæmdu forsetann og alla leikmenn í bann Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Blikar fyrstir til að ná stigi á móti Loga og félögum Lykilmaður Bayern ekki hrifinn af Arsenal þrátt fyrir tapið í gær Hákon lagði upp tvö í sigri Lille en Íslendingaliðið á toppnum tapaði Vestramenn sækja son sinn suður Knattspyrnukona í Íslendingaliðinu hreinsuð af öllum ásökunum Van Dijk forðaðist fréttamenn eftir leik Liðsfélagi Viktors fékk hótanir og hatursfull skilaboð Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Sjáðu Barry vinna fjórtán skallaeinvígi gegn Man. Utd og setja met Verðið á Rice sjaldan rætt: „Þá veistu að þú ert að gera eitthvað rétt“ Skipulagt lið sem hefur ekki fengið á sig mark „Ég er mikill unnandi Loga“ Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Sjá meira