Fyrirliðinn ekki með á HM í sumar vegna óánægju með forráðamenn landsliðsins Smári Jökull Jónsson skrifar 24. febrúar 2023 18:31 Wendie Renard hefur verið fyrirliði franska landsliðsins síðustu árin. Vísir/Getty Fyrirliði franska kvennalandsliðsins í knattspyrnu Wendie Renard tilkynnti í dag að hún myndi ekki gefa kost á sér fyrir heimsmeistaramótið í sumar vegna óánægju með forráðamenn landsliðsins. Wendie Renard hefur verið lykilmaður í hinu geysisterka franska liði síðustu árin en hún leikur sem miðvörður og hefur íslenska landsliðið þurft að berjast við hana í nokkur skipti. Renard tilkynnti á Instagram-síðu sinni í dag að hún myndi ekki gefa kost á sér í franska landsliðið fyrir heimsmeistaramótið í sumar þar sem hún getur ekki lengur stutt það kerfi sem viðgengst í kringum franska liðið. „Ég hef barist fyrir bláa, hvíta og rauða búninginn í 142 skipti af ástríðu, virðingu og fagmennsku. Ég elska Frakkland meira en nokkuð annað, ég er ekki fullkomin langt í frá, en ég get ekki lengur stutt það kerfi sem er langt frá þeim kröfum sem eru settar á hæsta getustigi. Þetta er sorgardagur en nauðsynlegur til að standa vörð um mína eigin andlegu heilsu,“ skrifaði Renard á Instagram í dag. View this post on Instagram A post shared by Wendie Renard (@wendie_renard) Fréttir hafa borist af óánægju leikmanna með forráðamenn landsliðsins, meðal annars þjálfarann Corinne Diacre. Gagnrýnin snýr að því hvernig valið er í landsliðshópinn. „Það eru þung skref að tilkynna um ákvörðun mína að draga mig úr franska liðinu. Ég mun ekki spila á heimsmeistaramótinu í þessum aðstæðum. Sársaukinn sést ekki í andliti mínu en mér líður illa í hjartanu og mig langar ekki að líða illa áfram,“ skrifaði Renard sömuleiðis. Sara Björk Gunnarsdóttir er meðal þeirra sem hefur tjáð sig við færslu Renard og skrifar að ákvörðun Renard sé virðingarverð. Renard lék síðast með Frakklandi í nýliðinni landsleikjatörn og kom við sögu bæði gegn Dönum og Úrugvæ. Fyrir Evrópumótið síðasta sumar bárust fregnir af stirðu sambandi þjálfarans Diacre við nokkrar af stjörnum liðsins, meðal annars Sara Bouhaddi, Amandine Henry og Eugenie Le Sommer. Þær voru á endanum ekki valdar í franska liðið sem féll úr leik í undanúrslitum gegn Þýskalandi. HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Fótbolti Æxli í nýra Ólympíumeistarans Sport Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Enski boltinn Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Fótbolti Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Fótbolti Chelsea búið að kaupa Garnacho Enski boltinn Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Körfubolti Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Fótbolti Fleiri fréttir Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Chelsea búið að kaupa Garnacho Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti Sverrir fagnaði á móti Loga Daníel Tristan hélt upp á landsliðssætið með stæl Crystal Palace rétt slapp inn í Sambandsdeildina Elías Rafn hélt aftur hreinu og liðið flaug inn í Evrópudeildina Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Hálfur milljarður og Evrópuleikir fram að jólum í húfi fyrir Blika Messi skaut Inter Miami í úrslitaleikinn Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Annað sætið raunhæft markmið í undankeppni HM Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi „Við vorum algjörlega týndir“ „Ég er ekki Hitler“ United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Uppgjörið: Valur - Braga 1-3 | Valskonur töpuðu og mæta Ceciliu Rán og Karólínu Leu Amanda og félagar mæta Blikum Freyr stýrði Brann inn í riðlakeppni Evrópudeildarinnar með stæl Davíð Snær lagði upp mark í bikarsigri Sjá meira
Wendie Renard hefur verið lykilmaður í hinu geysisterka franska liði síðustu árin en hún leikur sem miðvörður og hefur íslenska landsliðið þurft að berjast við hana í nokkur skipti. Renard tilkynnti á Instagram-síðu sinni í dag að hún myndi ekki gefa kost á sér í franska landsliðið fyrir heimsmeistaramótið í sumar þar sem hún getur ekki lengur stutt það kerfi sem viðgengst í kringum franska liðið. „Ég hef barist fyrir bláa, hvíta og rauða búninginn í 142 skipti af ástríðu, virðingu og fagmennsku. Ég elska Frakkland meira en nokkuð annað, ég er ekki fullkomin langt í frá, en ég get ekki lengur stutt það kerfi sem er langt frá þeim kröfum sem eru settar á hæsta getustigi. Þetta er sorgardagur en nauðsynlegur til að standa vörð um mína eigin andlegu heilsu,“ skrifaði Renard á Instagram í dag. View this post on Instagram A post shared by Wendie Renard (@wendie_renard) Fréttir hafa borist af óánægju leikmanna með forráðamenn landsliðsins, meðal annars þjálfarann Corinne Diacre. Gagnrýnin snýr að því hvernig valið er í landsliðshópinn. „Það eru þung skref að tilkynna um ákvörðun mína að draga mig úr franska liðinu. Ég mun ekki spila á heimsmeistaramótinu í þessum aðstæðum. Sársaukinn sést ekki í andliti mínu en mér líður illa í hjartanu og mig langar ekki að líða illa áfram,“ skrifaði Renard sömuleiðis. Sara Björk Gunnarsdóttir er meðal þeirra sem hefur tjáð sig við færslu Renard og skrifar að ákvörðun Renard sé virðingarverð. Renard lék síðast með Frakklandi í nýliðinni landsleikjatörn og kom við sögu bæði gegn Dönum og Úrugvæ. Fyrir Evrópumótið síðasta sumar bárust fregnir af stirðu sambandi þjálfarans Diacre við nokkrar af stjörnum liðsins, meðal annars Sara Bouhaddi, Amandine Henry og Eugenie Le Sommer. Þær voru á endanum ekki valdar í franska liðið sem féll úr leik í undanúrslitum gegn Þýskalandi.
HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Fótbolti Æxli í nýra Ólympíumeistarans Sport Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Enski boltinn Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Fótbolti Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Fótbolti Chelsea búið að kaupa Garnacho Enski boltinn Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Körfubolti Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Fótbolti Fleiri fréttir Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Chelsea búið að kaupa Garnacho Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti Sverrir fagnaði á móti Loga Daníel Tristan hélt upp á landsliðssætið með stæl Crystal Palace rétt slapp inn í Sambandsdeildina Elías Rafn hélt aftur hreinu og liðið flaug inn í Evrópudeildina Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Hálfur milljarður og Evrópuleikir fram að jólum í húfi fyrir Blika Messi skaut Inter Miami í úrslitaleikinn Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Annað sætið raunhæft markmið í undankeppni HM Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi „Við vorum algjörlega týndir“ „Ég er ekki Hitler“ United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Uppgjörið: Valur - Braga 1-3 | Valskonur töpuðu og mæta Ceciliu Rán og Karólínu Leu Amanda og félagar mæta Blikum Freyr stýrði Brann inn í riðlakeppni Evrópudeildarinnar með stæl Davíð Snær lagði upp mark í bikarsigri Sjá meira