Vilja ekki að KSÍ bíði eftir að UEFA taki löngu tímabær skref Smári Jökull Jónsson skrifar 24. febrúar 2023 22:30 Valur varð Íslandsmeistari á síðustu leiktíð. Vísir/Getty Ársþing KSÍ fer fram á Ísafirði á morgun og eru áhugaverðar tillögur sem verða ræddar á þinginu. Tillaga sem snýr að karla- og kvennaliðum er meðal þeirra sem vakið hafa athygli en bæði stjórn KSÍ sem og Hagsmunasamtaka knattspyrnukvenna leggjast gegn tillögunni. Ársþing KSÍ á Ísafirði á morgun er 77. ársþing sambandsins og ein tillagan sem þar verður kosið um snýr að breytingu á leyfiskerfi sambandsins sem hljóðar þannig að lið í Bestu deild karla verða að vera með meistaraflokkslið sem keppir á Íslandsmóti kvenna. Breytingin var samþykkt af stjórn KSÍ í nóvember á síðasta ári og mun taka gildi að fullu árið 2024. Breytingarnar gera það að verkum að félögum í efstu deild karla í fótbolta er skylt að starfrækja einnig lið í meistaraflokki kvenna, sem og að taka þátt í opinberum mótum yngri flokka kvenna. Íslenskur toppfótbolti (ÍTF), hagsmunasamtök félaga sem reka lið í tveimur efstu deildum karla og kvenna, hafa hins vegar lagt fram tillögu til samþykktar á ársþinginu þar sem segir að leyfisreglugerð KSÍ skuli aldrei ganga lengra en leyfisreglugerð Knattspyrnusambands Evrópu (UEFA) gerir hverju sinni. Hægt er að lesa tillöguna í heild sinni á heimasíðu KSÍ. Stjórn KSÍ hefur sent frá sér athugasemdir vegna tillögunnar þar sem fram kemur að hún leggist gegn henni. Þar segir að leyfiskerfið sé verkfæri til að bæta umhverfi íslenskrar knattspyrnu og að áður hafi verið settar þar inn kröfur sem gangi lengra en UEFA geri. Meðal þess séu kröfur um menntun þjálfara í yngri flokkum sem og í efstu deild kvenna. Nú hefur stjórn Hagsmunasamtaka knattspyrnukvenna einnig lagst gegn tillögunni. Á Facebooksíðu samtakanna er sagt að stjórn HKK taki í sama streng og KSÍ og teji að með tillögunni sé alltof langt gengið í að hindra framþróun íslenskrar knattspyrnuhreyfingar. „Við teljum ekki rétt að reglugerðir UEFA, sem stendur aftar KSÍ í jafnrétti, eigi að stýra vegferð íslenskrar knattspyrnuhreyfingar í átt að auknu jafnrétti. Við teljum að með því að samþykkja þessa ályktun þá séum við ekki einungis að minnka sjálfstæði íslenskrar knattspyrnu heldur einnig setja óþarfa hindrun fyrir framþróun og eflingu knattspyrnu kvenna á Íslandi,“ segir í yfirlýsingu á Facebooksíðu samtakanna. „KSÍ og knattspyrnuhreyfingin á að vera leiðandi í breytingum í átt að auknu jafnrétti og eflingu knattspyrnu kvenna en ekki bíða eftir að UEFA taki löngu tímabær skref í átt að auknu jafnrétti.“ KSÍ Besta deild karla Besta deild kvenna Mest lesið 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf „Eins og Ísland en bara enn betra“ Fótbolti Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Fótbolti Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Enski boltinn Viktor sá þriðji yngsti í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Íslandmeistari í bráðabirgðabann hjá Lyfjaeftirlitinu Sport Sjáðu sögulegt mark Viktors Bjarka og öll hin í Meistaradeild Evrópu Fótbolti Arsenal fór illa Atletico í seinni hálfleik Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu sögulegt mark Viktors Bjarka og öll hin í Meistaradeild Evrópu „Eins og Ísland en bara enn betra“ Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Viktor sá þriðji yngsti í sögu Meistaradeildarinnar Newcastle burstaði Mourinho, Napoli steinlá og meistararnir skoruðu sjö Viktor Bjarki skoraði í Meistaradeildinni í kvöld Arsenal fór illa Atletico í seinni hálfleik Haaland skorar og skorar og Man City heldur áfram að vinna Barcelona fagnaði stórsigri á móti ósáttum Grikkjum Svava Rós kveður fótboltann fyrir þrítugsafmælið Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Dyche snýr aftur í enska boltann Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Kraftaverk smábæjarliðsins fullkomnað í kvöld Sjá meira
Ársþing KSÍ á Ísafirði á morgun er 77. ársþing sambandsins og ein tillagan sem þar verður kosið um snýr að breytingu á leyfiskerfi sambandsins sem hljóðar þannig að lið í Bestu deild karla verða að vera með meistaraflokkslið sem keppir á Íslandsmóti kvenna. Breytingin var samþykkt af stjórn KSÍ í nóvember á síðasta ári og mun taka gildi að fullu árið 2024. Breytingarnar gera það að verkum að félögum í efstu deild karla í fótbolta er skylt að starfrækja einnig lið í meistaraflokki kvenna, sem og að taka þátt í opinberum mótum yngri flokka kvenna. Íslenskur toppfótbolti (ÍTF), hagsmunasamtök félaga sem reka lið í tveimur efstu deildum karla og kvenna, hafa hins vegar lagt fram tillögu til samþykktar á ársþinginu þar sem segir að leyfisreglugerð KSÍ skuli aldrei ganga lengra en leyfisreglugerð Knattspyrnusambands Evrópu (UEFA) gerir hverju sinni. Hægt er að lesa tillöguna í heild sinni á heimasíðu KSÍ. Stjórn KSÍ hefur sent frá sér athugasemdir vegna tillögunnar þar sem fram kemur að hún leggist gegn henni. Þar segir að leyfiskerfið sé verkfæri til að bæta umhverfi íslenskrar knattspyrnu og að áður hafi verið settar þar inn kröfur sem gangi lengra en UEFA geri. Meðal þess séu kröfur um menntun þjálfara í yngri flokkum sem og í efstu deild kvenna. Nú hefur stjórn Hagsmunasamtaka knattspyrnukvenna einnig lagst gegn tillögunni. Á Facebooksíðu samtakanna er sagt að stjórn HKK taki í sama streng og KSÍ og teji að með tillögunni sé alltof langt gengið í að hindra framþróun íslenskrar knattspyrnuhreyfingar. „Við teljum ekki rétt að reglugerðir UEFA, sem stendur aftar KSÍ í jafnrétti, eigi að stýra vegferð íslenskrar knattspyrnuhreyfingar í átt að auknu jafnrétti. Við teljum að með því að samþykkja þessa ályktun þá séum við ekki einungis að minnka sjálfstæði íslenskrar knattspyrnu heldur einnig setja óþarfa hindrun fyrir framþróun og eflingu knattspyrnu kvenna á Íslandi,“ segir í yfirlýsingu á Facebooksíðu samtakanna. „KSÍ og knattspyrnuhreyfingin á að vera leiðandi í breytingum í átt að auknu jafnrétti og eflingu knattspyrnu kvenna en ekki bíða eftir að UEFA taki löngu tímabær skref í átt að auknu jafnrétti.“
KSÍ Besta deild karla Besta deild kvenna Mest lesið 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf „Eins og Ísland en bara enn betra“ Fótbolti Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Fótbolti Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Enski boltinn Viktor sá þriðji yngsti í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Íslandmeistari í bráðabirgðabann hjá Lyfjaeftirlitinu Sport Sjáðu sögulegt mark Viktors Bjarka og öll hin í Meistaradeild Evrópu Fótbolti Arsenal fór illa Atletico í seinni hálfleik Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu sögulegt mark Viktors Bjarka og öll hin í Meistaradeild Evrópu „Eins og Ísland en bara enn betra“ Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Viktor sá þriðji yngsti í sögu Meistaradeildarinnar Newcastle burstaði Mourinho, Napoli steinlá og meistararnir skoruðu sjö Viktor Bjarki skoraði í Meistaradeildinni í kvöld Arsenal fór illa Atletico í seinni hálfleik Haaland skorar og skorar og Man City heldur áfram að vinna Barcelona fagnaði stórsigri á móti ósáttum Grikkjum Svava Rós kveður fótboltann fyrir þrítugsafmælið Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Dyche snýr aftur í enska boltann Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Kraftaverk smábæjarliðsins fullkomnað í kvöld Sjá meira