„Ég myndi alltaf þiggja þetta“ Sindri Sverrisson skrifar 26. febrúar 2023 19:08 Craig Pedersen hefur farið með Ísland í lokakeppni EM í tvígang og var grátlega nálægt því að skila liðinu inn á sjálft heimsmeistaramótið. FIBA Craig Pedersen, landsliðsþjálfari Íslands í körfubolta, sagðist ekki geta annað en verið stoltur af liðinu eftir sigurinn gegn Georgíu í Tbilisi í dag sem þó dugði ekki til að komast á HM. Ísland vann þriggja stiga sigur en þurfti að lágmarki fjögurra stiga sigur til að komast á mótið. Ísland fékk lokasókn leiksins og boltinn barst til Elvars Más Friðrikssonar en skot hans geigaði og Georgíumenn fögnuðu því að komast á HM í fyrsta sinn, á kostnað Íslendinga. „Þetta fór í síðasta leikinn, síðasta skotið og frá okkar besta skotmanni. Við enduðum bara einu stigi frá þessu,“ sagði Craig í viðtali á RÚV eftir leik. „Strákarnir gerðu ótrúlega vel í að vinna hérna gegn mjög góðu liði. Ég er ótrúlega stoltur. Ef það hefði boðist fyrir leik að Elvar fengi skot í lokin til að tryggja okkur áfram þá hefði ég þegið það. Ég myndi alltaf þiggja þetta,“ sagði Craig og kvaðst ekki geta farið fram á meira frá sínu liði. Aðspurður um framtíðina sagði Craig að þrátt fyrir að HM væri úr sögunni stæði mikið til hjá íslenska liðinu. „Vonandi höfum við Martin í framtíðinni. Hann gefur okkur breidd og reynslu, og við verðum að vinna áfram í breiddinni. En strákarnir börðust allir svo vel frá byrjun, fóru vel eftir planinu og við vorum bara millímetrum frá þessu Við erum enn með okkar markmið um að komast á næsta EM og förum í ólympíuundankeppni í sumar. Við vorum að vinna Georgíu á útivelli svo að þetta lítur vel út,“ sagði Craig. Landslið karla í körfubolta HM 2023 í körfubolta Tengdar fréttir „Mesta svekkelsi sem ég hef upplifað“ „Ég er í smásjokki. Fá draumaskot til að komast á HM og það klikkaði. Ég get ekki mikið meira sagt en það,“ sagði Elvar Már Friðriksson algjörlega miður sín eftir að HM-draumurinn fjaraði út með grátlegasta hætti sem hugsast getur í Tbilisi í dag. 26. febrúar 2023 18:22 Mest lesið Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Íslenski boltinn Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Körfubolti Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni Íslenski boltinn Valur í kjörstöðu gegn ÍR Handbolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur Handbolti Fleiri fréttir „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Sjá meira
Ísland fékk lokasókn leiksins og boltinn barst til Elvars Más Friðrikssonar en skot hans geigaði og Georgíumenn fögnuðu því að komast á HM í fyrsta sinn, á kostnað Íslendinga. „Þetta fór í síðasta leikinn, síðasta skotið og frá okkar besta skotmanni. Við enduðum bara einu stigi frá þessu,“ sagði Craig í viðtali á RÚV eftir leik. „Strákarnir gerðu ótrúlega vel í að vinna hérna gegn mjög góðu liði. Ég er ótrúlega stoltur. Ef það hefði boðist fyrir leik að Elvar fengi skot í lokin til að tryggja okkur áfram þá hefði ég þegið það. Ég myndi alltaf þiggja þetta,“ sagði Craig og kvaðst ekki geta farið fram á meira frá sínu liði. Aðspurður um framtíðina sagði Craig að þrátt fyrir að HM væri úr sögunni stæði mikið til hjá íslenska liðinu. „Vonandi höfum við Martin í framtíðinni. Hann gefur okkur breidd og reynslu, og við verðum að vinna áfram í breiddinni. En strákarnir börðust allir svo vel frá byrjun, fóru vel eftir planinu og við vorum bara millímetrum frá þessu Við erum enn með okkar markmið um að komast á næsta EM og förum í ólympíuundankeppni í sumar. Við vorum að vinna Georgíu á útivelli svo að þetta lítur vel út,“ sagði Craig.
Landslið karla í körfubolta HM 2023 í körfubolta Tengdar fréttir „Mesta svekkelsi sem ég hef upplifað“ „Ég er í smásjokki. Fá draumaskot til að komast á HM og það klikkaði. Ég get ekki mikið meira sagt en það,“ sagði Elvar Már Friðriksson algjörlega miður sín eftir að HM-draumurinn fjaraði út með grátlegasta hætti sem hugsast getur í Tbilisi í dag. 26. febrúar 2023 18:22 Mest lesið Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Íslenski boltinn Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Körfubolti Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni Íslenski boltinn Valur í kjörstöðu gegn ÍR Handbolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur Handbolti Fleiri fréttir „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Sjá meira
„Mesta svekkelsi sem ég hef upplifað“ „Ég er í smásjokki. Fá draumaskot til að komast á HM og það klikkaði. Ég get ekki mikið meira sagt en það,“ sagði Elvar Már Friðriksson algjörlega miður sín eftir að HM-draumurinn fjaraði út með grátlegasta hætti sem hugsast getur í Tbilisi í dag. 26. febrúar 2023 18:22
Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins