„Erum að hefja endurreisn Manchester United“ Arnar Geir Halldórsson skrifar 26. febrúar 2023 20:19 Sáttur. vísir/Getty Erik ten Hag, stjóri Manchester United, var í skýjunum með leik dagsins á Wembley þar sem lið hans tryggði sér enska deildabikarinn með 2-0 sigri á Newcastle. „Enn og aftur vorum við með rétt hugarfar. Við erum tilbúnir að berjast og gefa allt í leikina. Þetta var ekki alltaf besti fótboltinn en við vorum skilvirkir,“ sagði ten Hag í leikslok. Man Utd hefur verið á mikilli siglingu að undanförnu og á enn möguleika á að vinna allar keppnir sem þeir eru með í. „Þú verður að byrja á að vinna þann fyrsta og við gerðum það í dag. Það á að gefa okkur aukinn kraft og meira sjálfstraust til að vinna hinar keppnirnar. Við erum að hefja endurreisn Manchester United og koma félaginu þangað sem það á heima og það snýst um að vinna titla, þetta er sá fyrsti,“ sagði ten Hag. Erik ten Hag delivers Manchester United s first trophy since 2017 pic.twitter.com/1sBE8o9Hbf— B/R Football (@brfootball) February 26, 2023 Hollenski knattspyrnustjórinn tók við stjórnartaumunum á Old Trafford síðasta sumar en titillinn í dag er sá fyrsti síðan að liðið hampaði Evrópudeildarbikarnum vorið 2017. „Ég vil bara vinna. Við höfum haft það að leiðarljósi frá því að við tókum við. Þjálfaraliðið vann frábæra vinnu með leikmennina. Starfsliðið og leikmennirnir eru saman í þessu. Það er mikið hungur og við þráum að vinna titla því Man Utd stendur fyrir titla,“ segir Hollendingurinn áður en hann tók nokkra reynslubolta út fyrir sviga. „Raphael Varane, Casemiro og David de Gea vita hvernig á að vinna titla og þú þarft að hafa svoleiðis leikmenn inn á vellinum til að leiða liðið. Þeir hafa þetta sigurhugarfar og þurfa að smita það til allra í búningsklefanum, í krefjandi aðstæðum og það hafa þeir gert,“ sagði Ten Hag, sigurreifur. Erik ten Hag dancing with Antony & Martinez pic.twitter.com/D1pAaHBP9G— Football Daily (@footballdaily) February 26, 2023 Enski boltinn Tengdar fréttir Fyrsti titill Man Utd í sex ár í höfn Manchester United er enskur deildabikarmeistari eftir sannfærandi 2-0 sigur á Newcastle United í úrslitaleik keppninnar á Wembley í dag. 26. febrúar 2023 18:30 Mest lesið Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn „Nú er nóg komið“ Fótbolti Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Fótbolti „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ Körfubolti Hetja Englands á EM sleit krossband Enski boltinn NBA-leikmaður með krabbamein Körfubolti Eldgos og brjósklos skapa óvissu: „Vonum bara að móðir náttúra leyfi þetta“ Sport Lofar frekari fjárfestingum Enski boltinn Fleiri fréttir Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Slot: Engin auka pressa við þetta tap Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool Arteta fyrstur stjóranna á fætur Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Sjá meira
„Enn og aftur vorum við með rétt hugarfar. Við erum tilbúnir að berjast og gefa allt í leikina. Þetta var ekki alltaf besti fótboltinn en við vorum skilvirkir,“ sagði ten Hag í leikslok. Man Utd hefur verið á mikilli siglingu að undanförnu og á enn möguleika á að vinna allar keppnir sem þeir eru með í. „Þú verður að byrja á að vinna þann fyrsta og við gerðum það í dag. Það á að gefa okkur aukinn kraft og meira sjálfstraust til að vinna hinar keppnirnar. Við erum að hefja endurreisn Manchester United og koma félaginu þangað sem það á heima og það snýst um að vinna titla, þetta er sá fyrsti,“ sagði ten Hag. Erik ten Hag delivers Manchester United s first trophy since 2017 pic.twitter.com/1sBE8o9Hbf— B/R Football (@brfootball) February 26, 2023 Hollenski knattspyrnustjórinn tók við stjórnartaumunum á Old Trafford síðasta sumar en titillinn í dag er sá fyrsti síðan að liðið hampaði Evrópudeildarbikarnum vorið 2017. „Ég vil bara vinna. Við höfum haft það að leiðarljósi frá því að við tókum við. Þjálfaraliðið vann frábæra vinnu með leikmennina. Starfsliðið og leikmennirnir eru saman í þessu. Það er mikið hungur og við þráum að vinna titla því Man Utd stendur fyrir titla,“ segir Hollendingurinn áður en hann tók nokkra reynslubolta út fyrir sviga. „Raphael Varane, Casemiro og David de Gea vita hvernig á að vinna titla og þú þarft að hafa svoleiðis leikmenn inn á vellinum til að leiða liðið. Þeir hafa þetta sigurhugarfar og þurfa að smita það til allra í búningsklefanum, í krefjandi aðstæðum og það hafa þeir gert,“ sagði Ten Hag, sigurreifur. Erik ten Hag dancing with Antony & Martinez pic.twitter.com/D1pAaHBP9G— Football Daily (@footballdaily) February 26, 2023
Enski boltinn Tengdar fréttir Fyrsti titill Man Utd í sex ár í höfn Manchester United er enskur deildabikarmeistari eftir sannfærandi 2-0 sigur á Newcastle United í úrslitaleik keppninnar á Wembley í dag. 26. febrúar 2023 18:30 Mest lesið Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn „Nú er nóg komið“ Fótbolti Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Fótbolti „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ Körfubolti Hetja Englands á EM sleit krossband Enski boltinn NBA-leikmaður með krabbamein Körfubolti Eldgos og brjósklos skapa óvissu: „Vonum bara að móðir náttúra leyfi þetta“ Sport Lofar frekari fjárfestingum Enski boltinn Fleiri fréttir Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Slot: Engin auka pressa við þetta tap Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool Arteta fyrstur stjóranna á fætur Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Sjá meira
Fyrsti titill Man Utd í sex ár í höfn Manchester United er enskur deildabikarmeistari eftir sannfærandi 2-0 sigur á Newcastle United í úrslitaleik keppninnar á Wembley í dag. 26. febrúar 2023 18:30