Hetja helgarinnar: Gaf litlu stelpunum líklega eitthvað til að öskra yfir Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. febrúar 2023 12:31 Caitlin Clark fagnar sigurkörfu sinni um helgina og eins og sjá má varð allt vitlaust í stúkunni í höllinni í Iowa City. AP/Charlie Neibergall Körfuboltakonan Caitlin Clark er stórstjarna í bandaríska háskólakörfuboltanum og hún stóð heldur betur undir nafni um helgina. Clark skoraði þá ótrúlega þriggja stiga körfu á síðustu sekúndu leiksins sem tryggði liði hennar frá Iowa háskólanum sigur á Indiana Hoosiers. View this post on Instagram A post shared by ESPN (@espn) Indiana Hoosiers er í öðru sæti á styrkleikalistanum í háskólaboltanum og þetta var því risastór sigur fyrir Iowa liðið fyrir framan troðfulla fimmtán þúsund manna höll. Caitlin Clark er svakalega skytta sem hún hefur margoft sýnt en í þessum leik var hún með 34 stig, 9 fráköst og 9 stoðsendingar. Það eru samt allir að tala um sigurkörfuna. Iowa hafði aðeins nokkrar sekúndur til að búa eitthvað til og það vissu allir í húsinu að Clark væri að fara að fá boltann. Henni tókst engu að síður að losa sig og ná upp skotinu úr erfiðri stöðu. Það var ekki að spyrja að niðurstöðunni því eins og hjá alvöru hetjum þá fór skotið í körfuna. Clark fagnaði skiljanlega gríðarlega og þakið sprakk af húsinu. „Ég hef skorað nokkrar flautukörfur á ferlinum en enga eins og þessa og í þessum kringumstæðum. Þessi er pottþétt númer eitt,“ sagði Caitlin Clark eftir leikinn. „Þú veist að ég vil gera allt til að kvennakarfan vaxi og dafni og ég er ánægð með það að gefa litlu stelpunum líklega eitthvað til að öskra yfir. Þegar ég var yngri þá var ég að gera það saman fyrir framan sjónvarpið mitt,“ sagði Clark. Það má sjá körfuna og fagnaðarlætin hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by espnW (@espnw) View this post on Instagram A post shared by espnW (@espnw) Bandaríski háskólakörfuboltinn Mest lesið Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Sport Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Formúla 1 „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fótbolti „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Fótbolti Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning Fótbolti Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Fótbolti Sláandi tölfræði Sveindísar: Eitt skot á markið á 419 mínútum á EM Fótbolti Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Fótbolti Fleiri fréttir Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ „Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Sjá meira
Clark skoraði þá ótrúlega þriggja stiga körfu á síðustu sekúndu leiksins sem tryggði liði hennar frá Iowa háskólanum sigur á Indiana Hoosiers. View this post on Instagram A post shared by ESPN (@espn) Indiana Hoosiers er í öðru sæti á styrkleikalistanum í háskólaboltanum og þetta var því risastór sigur fyrir Iowa liðið fyrir framan troðfulla fimmtán þúsund manna höll. Caitlin Clark er svakalega skytta sem hún hefur margoft sýnt en í þessum leik var hún með 34 stig, 9 fráköst og 9 stoðsendingar. Það eru samt allir að tala um sigurkörfuna. Iowa hafði aðeins nokkrar sekúndur til að búa eitthvað til og það vissu allir í húsinu að Clark væri að fara að fá boltann. Henni tókst engu að síður að losa sig og ná upp skotinu úr erfiðri stöðu. Það var ekki að spyrja að niðurstöðunni því eins og hjá alvöru hetjum þá fór skotið í körfuna. Clark fagnaði skiljanlega gríðarlega og þakið sprakk af húsinu. „Ég hef skorað nokkrar flautukörfur á ferlinum en enga eins og þessa og í þessum kringumstæðum. Þessi er pottþétt númer eitt,“ sagði Caitlin Clark eftir leikinn. „Þú veist að ég vil gera allt til að kvennakarfan vaxi og dafni og ég er ánægð með það að gefa litlu stelpunum líklega eitthvað til að öskra yfir. Þegar ég var yngri þá var ég að gera það saman fyrir framan sjónvarpið mitt,“ sagði Clark. Það má sjá körfuna og fagnaðarlætin hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by espnW (@espnw) View this post on Instagram A post shared by espnW (@espnw)
Bandaríski háskólakörfuboltinn Mest lesið Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Sport Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Formúla 1 „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fótbolti „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Fótbolti Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning Fótbolti Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Fótbolti Sláandi tölfræði Sveindísar: Eitt skot á markið á 419 mínútum á EM Fótbolti Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Fótbolti Fleiri fréttir Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ „Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Sjá meira