Landtökumenn skutu mann og brenndu bíla og hús Samúel Karl Ólason skrifar 27. febrúar 2023 15:06 Óeirðarseggir kveiktu í bílum og húsum í Huwara og einn var skotinn til bana. AP/Majdi Mohammed Minnst einn Palestínumaður er látinn eftir að múgur ísraelskra landtökumanna brenndu fjölda húsa og bíla í þorpinu Huwara á Vesturbakkanum í gærkvöldi. Minnst hundrað eru sagðir særðir en múgurinn myndaðist eftir að byssumaður skaut tvo landtökumenn til bana við nærliggjandi þjóðveg. Talsmenn ísraelska hersins segir að byssumannsins sé enn leitað en hann skaut bræðurna Hillel Yaniv (22) og Yagel Yaniv (20) til bana, samkvæmt frétt BBC. Enginn hefur lýst yfir ábyrgð á árásinni en árásarmaðurinn er sagður hafa verið klæddur bol merktum samtökum frá Nablus. Hinn 37 ára gamli Sameh Aqtash var skotinn til bana í óeirðunum í gær. Times of Israel segir að hópur ísraelskra öfgamanna hafi dreift veggspjaldi í kjölfar morðs bræðranna, þar sem kallað hafi verið eftir hefndum. Boðað var til mótmæla í Huwara og áttu mótmælendur í kjölfarið að mótmæla í borginni Nablus eða „borg morðingjanna“ eins og stóð á veggspjaldinu. Í samantekt miðilsins segir mótmælendur hafi fljótt byrjað að brenna hús í Huwara og að herinn hafi brugðist hægt og illa við. Of fáir hermenn hafi verið sendir til bæjarins og er útlit fyrir að óeirðirnar hafi komið hermönnum á óvart. Ráðherrar í felum Þá hafi ráðherrar í nýrri ríkisstjórn Benjamíns Netanjahús svo gott sem horfið af sjónarsviðinu í kjölfari óeirðanna. Einn þeirra, Bezalel Smotrich, ráðherra í varnarmálaráðuneytinu sem kemur að svokölluðum landnemabyggðum, tjáði sig á Twitter löngu eftir óeirðirnar. Þá sagði hann þó lítið um óeirðirnar sjálfar. Hann Smotrich sagðist skilja hina miklu sorg eftir morðið á bræðrunum og kallaði eftir því að fólk tæki lögin ekki í eigin hendur. Þá hét hann viðbrögðum við dauða bræðranna. Skömmu áður hafði hann sett „Like“ við tillögu embættismanns um að „þurrka ætti út“ þorpið Huawara. Itamar Ben Gvir, nýr þjóðaröryggisráðherra Ísraels, hefur ekkert tjáð sig og enginn fjölmiðlamaður hafði náð í hann þegar grein Times of Israel var birt í dag. Engar upplýsingar liggja fyrir um hvort hann hafi gefið lögreglunni eða hernum einhverjar skipanir vegna óeirðanna og ef svo er hvaða skipanir það hafi verið. Hermenn hafa verið sakaðir um að hafa aðstoða landtökufólkið. . . , 15 , , , . . . pic.twitter.com/paNAzwHD3Y— (@ohadh1) February 26, 2023 Minnst sextíu Palestínumenn hafa verið skotnir til bana af öryggissveitum Ísraels á þessu ári og þar á meðal eru bæði vígamenn og óbreyttir borgarar. Þrettán Ísraelsmenn hafa fallið í árásum á árinu, þar af tólf óbreyttir borgarar og einn lögregluþjónn. Ísrael Palestína Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Sjá meira
Talsmenn ísraelska hersins segir að byssumannsins sé enn leitað en hann skaut bræðurna Hillel Yaniv (22) og Yagel Yaniv (20) til bana, samkvæmt frétt BBC. Enginn hefur lýst yfir ábyrgð á árásinni en árásarmaðurinn er sagður hafa verið klæddur bol merktum samtökum frá Nablus. Hinn 37 ára gamli Sameh Aqtash var skotinn til bana í óeirðunum í gær. Times of Israel segir að hópur ísraelskra öfgamanna hafi dreift veggspjaldi í kjölfar morðs bræðranna, þar sem kallað hafi verið eftir hefndum. Boðað var til mótmæla í Huwara og áttu mótmælendur í kjölfarið að mótmæla í borginni Nablus eða „borg morðingjanna“ eins og stóð á veggspjaldinu. Í samantekt miðilsins segir mótmælendur hafi fljótt byrjað að brenna hús í Huwara og að herinn hafi brugðist hægt og illa við. Of fáir hermenn hafi verið sendir til bæjarins og er útlit fyrir að óeirðirnar hafi komið hermönnum á óvart. Ráðherrar í felum Þá hafi ráðherrar í nýrri ríkisstjórn Benjamíns Netanjahús svo gott sem horfið af sjónarsviðinu í kjölfari óeirðanna. Einn þeirra, Bezalel Smotrich, ráðherra í varnarmálaráðuneytinu sem kemur að svokölluðum landnemabyggðum, tjáði sig á Twitter löngu eftir óeirðirnar. Þá sagði hann þó lítið um óeirðirnar sjálfar. Hann Smotrich sagðist skilja hina miklu sorg eftir morðið á bræðrunum og kallaði eftir því að fólk tæki lögin ekki í eigin hendur. Þá hét hann viðbrögðum við dauða bræðranna. Skömmu áður hafði hann sett „Like“ við tillögu embættismanns um að „þurrka ætti út“ þorpið Huawara. Itamar Ben Gvir, nýr þjóðaröryggisráðherra Ísraels, hefur ekkert tjáð sig og enginn fjölmiðlamaður hafði náð í hann þegar grein Times of Israel var birt í dag. Engar upplýsingar liggja fyrir um hvort hann hafi gefið lögreglunni eða hernum einhverjar skipanir vegna óeirðanna og ef svo er hvaða skipanir það hafi verið. Hermenn hafa verið sakaðir um að hafa aðstoða landtökufólkið. . . , 15 , , , . . . pic.twitter.com/paNAzwHD3Y— (@ohadh1) February 26, 2023 Minnst sextíu Palestínumenn hafa verið skotnir til bana af öryggissveitum Ísraels á þessu ári og þar á meðal eru bæði vígamenn og óbreyttir borgarar. Þrettán Ísraelsmenn hafa fallið í árásum á árinu, þar af tólf óbreyttir borgarar og einn lögregluþjónn.
Ísrael Palestína Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Sjá meira