Afgreiðslukonan hafi „eiginlega ekkert“ sofið í níu daga vegna álags Máni Snær Þorláksson skrifar 27. febrúar 2023 21:47 Þórarinn Leifsson leiðsögumaður. Bylgjan Þórarinn Leifsson, leiðsögumaður og rithöfundur, hefur áhyggjur af þeim gífurlega fjölda ferðamanna sem koma til Íslands. Hann segir að grípa þurfi til aðgerða og telur best að byrja á skemmtiferðaskipunum. Þórarinn hóf störf sem leiðsögumaður haustið 2017. Í færslu sem hann birti á Facebook-síðu sinni sagðist hann vera byrjaður að fá á tilfinninguna að Ísland sé að drukkna í ferðamönnum. „Ég veit að þetta hljómar fáránlega, en svona leggst þessi tilfinning yfir mig. Við erum að drukkna í erlendu fólki með flíshúfur sem þarfnast skyndikynna og þjónustu á hjara veraldar,“ sagði Þórarinn í færslunni sem vakti töluverða athygli. Margir leiðsögumenn hafi áhyggjur Rætt var við Þórarinn í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag um málið. „Ég er ekki að segja að ég hafi orðið fyrir áfalli en mér fannst eins og umferðin hefði tvöfaldast, það var tilfinningin sem ég fékk,“ segir leiðsögumaðurinn í viðtalinu. Að sögn Þórarins eru þeir leiðsögumenn sem hann hefur rætt við um málið flestir sammála honum. „Það eru margir uggandi um þetta, hvort við ráðum við þetta.“ Til að lýsa því hvað álagið á ferðaþjónustuna er mikið segir Þórarinn frá afgreiðslukonu, sem vinnur á kaffihúsinu í Reynisfjöru, sem hann ræddi við. Sú sagði við Þórarinn að hún væri „eiginlega ekkert“ búin að sofa í níu daga. Horfir til Osló Aðspurður um það hvernig hægt sé að leysa þetta segir Þórarinn að það þyrfti að dreifa ferðamönnum betur um landið. „Við hefðum náttúrulega helst þurft að hafa þetta eins og í Osló þar sem innanlandsflugvöllurinn er við hliðina á alþjóðaflugvellinum. Eins og þið vitið þá vill enginn gera það og missa flugvöllinn héðan. Það væri best ef við gætum mokað ferðamönnum frá Keflavík beint út á land, beint til Ísafjarðar og Egilsstaða.“ Hann segir að jafnvel væri hægt að hafa bara bæði innanlandsflugvöll í Keflavík og í höfuðborginni. Ekki á sama máli og Bubbi Í athugasemdunum við færslu Þórarins viðraði tónlistarmaðurinn Bubbi Morthens þá hugmynd að loka Íslandi. Þórarinn er þó ekki á því að það eigi að grípa til svo afdrifaríkra aðgerða. „Nei ég held að það sé ekki praktískt. Við nutum okkur öll í Covid en ég lifi á þessu, það eru mjög margir sem lifa á þessu. En það er gott hjá Bubba að skvetta smá vatni og koma umræðunni af stað.“ Þórarinn segir þó að eitthvað þurfi að gera. „Ég hef ekki hundsvit um hvað við eigum að gera en einhver þarf að gera eitthvað. Ég held við ættum að byrja á skemmtiferðaskipunum,“ segir hann. „Ég vil byrja á skipunum, absalút. Ég held að það séu ofboðslega margir sammála því að þetta sé ekki alveg sniðugt. Þú ert að moka svona átta þúsund manns í einu á bryggjuna í Reykjavík, Djúpavogi eða Ísafirði.“ Reykjavík síðdegis Ferðamennska á Íslandi Skemmtiferðaskip á Íslandi Mest lesið Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Innlent Fleiri fréttir Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrða kafbáta „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Sjá meira
Þórarinn hóf störf sem leiðsögumaður haustið 2017. Í færslu sem hann birti á Facebook-síðu sinni sagðist hann vera byrjaður að fá á tilfinninguna að Ísland sé að drukkna í ferðamönnum. „Ég veit að þetta hljómar fáránlega, en svona leggst þessi tilfinning yfir mig. Við erum að drukkna í erlendu fólki með flíshúfur sem þarfnast skyndikynna og þjónustu á hjara veraldar,“ sagði Þórarinn í færslunni sem vakti töluverða athygli. Margir leiðsögumenn hafi áhyggjur Rætt var við Þórarinn í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag um málið. „Ég er ekki að segja að ég hafi orðið fyrir áfalli en mér fannst eins og umferðin hefði tvöfaldast, það var tilfinningin sem ég fékk,“ segir leiðsögumaðurinn í viðtalinu. Að sögn Þórarins eru þeir leiðsögumenn sem hann hefur rætt við um málið flestir sammála honum. „Það eru margir uggandi um þetta, hvort við ráðum við þetta.“ Til að lýsa því hvað álagið á ferðaþjónustuna er mikið segir Þórarinn frá afgreiðslukonu, sem vinnur á kaffihúsinu í Reynisfjöru, sem hann ræddi við. Sú sagði við Þórarinn að hún væri „eiginlega ekkert“ búin að sofa í níu daga. Horfir til Osló Aðspurður um það hvernig hægt sé að leysa þetta segir Þórarinn að það þyrfti að dreifa ferðamönnum betur um landið. „Við hefðum náttúrulega helst þurft að hafa þetta eins og í Osló þar sem innanlandsflugvöllurinn er við hliðina á alþjóðaflugvellinum. Eins og þið vitið þá vill enginn gera það og missa flugvöllinn héðan. Það væri best ef við gætum mokað ferðamönnum frá Keflavík beint út á land, beint til Ísafjarðar og Egilsstaða.“ Hann segir að jafnvel væri hægt að hafa bara bæði innanlandsflugvöll í Keflavík og í höfuðborginni. Ekki á sama máli og Bubbi Í athugasemdunum við færslu Þórarins viðraði tónlistarmaðurinn Bubbi Morthens þá hugmynd að loka Íslandi. Þórarinn er þó ekki á því að það eigi að grípa til svo afdrifaríkra aðgerða. „Nei ég held að það sé ekki praktískt. Við nutum okkur öll í Covid en ég lifi á þessu, það eru mjög margir sem lifa á þessu. En það er gott hjá Bubba að skvetta smá vatni og koma umræðunni af stað.“ Þórarinn segir þó að eitthvað þurfi að gera. „Ég hef ekki hundsvit um hvað við eigum að gera en einhver þarf að gera eitthvað. Ég held við ættum að byrja á skemmtiferðaskipunum,“ segir hann. „Ég vil byrja á skipunum, absalút. Ég held að það séu ofboðslega margir sammála því að þetta sé ekki alveg sniðugt. Þú ert að moka svona átta þúsund manns í einu á bryggjuna í Reykjavík, Djúpavogi eða Ísafirði.“
Reykjavík síðdegis Ferðamennska á Íslandi Skemmtiferðaskip á Íslandi Mest lesið Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Innlent Fleiri fréttir Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrða kafbáta „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Sjá meira