Finnst ekki raunhæft að sjá fólk eins og það vill að það sé séð Stefán Árni Pálsson skrifar 28. febrúar 2023 10:31 Iva hefur harðlega verið gagnrýnd fyrir sínar skoðanir. Lögfræðineminn Iva Marín hefur verið harðlega gagnrýnd fyrir ummæli sín um transfólk að undanförnu en rætt var við hana í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. Hún var til að mynda tekin úr auglýsingu frá ferðamálastofu á dögunum eins og fjallað var um á Vísi. „Ég ætla taka það alveg skýrt fram að ég hef ekki neitt á móti neinum, engu fólki almennt. Það eina sem ég hef viljað ræða er hugmyndafræði og hugmyndir hjá okkur í samfélaginu. Það hefur því miður haft það í för með sér að ég hef verið máluð upp sem transfóbísk með hatursorðræðu þrátt fyrir að ég hafi í alvörunni lagt mig fram við það að gera það ekki,“ segir Iva í samtali við Sindra Sindrason. Samfélagið virðist ekki tilbúið Iva segist vera harður femínisti en þoli ekki umræðu um að einhver sé að verða undir í umræðunni. Fólk eigi að geta sagt sína skoðun á hverju sem er. Hún neitar með öllu jaðarsetningu á sér eða öðrum en sjálf er Iva blind og samkynhneigð. „Ég held að það fari í taugarnar á fólki því ég vill taka umræðuna og umgangast fólk á jafningjagrundvelli. Það hefur sýnt sig síðustu vikurnar að samfélagið virðist ekki vera tilbúið í það,“ segir Iva og bætir við að mjög margir séu sammála henni en nenni ekki að tjá sig af hræðslu við það að vera tekið af lífi á samfélagsmiðlum. „Ég held að það sem hafi tekið svolítið steininn úr er að ég hrósaði J.K Rowling fyrir sinn málaflutning árið 2020 og þá var mér svolítið ýtt út í horn. Vegna þess að hún kom fram með þá fullyrðingu að bara konur færu á blæðingar. Ég studdi það að það væri mikilvægt að halda því til haga. Ef við viðurkennum ekki sem samfélag sérstöðu kvenna þá eru enginn réttindi til að berjast fyrir. Það er í rauninni mitt femínska sjónarhorn sem ég held að stuði.“ Dónalegt og ókurteisi Sindri segist hafa flett Ivu upp á netinu og þá hafi komið upp ótal greinar um að Iva væri transfóbísk. Því lág beinast við að spyrja hana: viðurkennir þú ekki að transkonur séu konur og að transmenn séu menn? „Það sem ég viðurkenni ekki og mér finnst ekki vera raunhæft er að við eigum að sjá fólk eins og það vill að við sjáum það. Mér finnst það ekki forsenda mín né annara að stjórna hvaða ímynd við höfum á fólki. Ég myndi persónulega gera það en fólk hefur samt val um að gera það ekki. Óvitað finnst mér það dónalegt og mér finnst það ókurteist en það er bara ekkert við því að gera. Fólk hefur val hvernig það sér fólk og það er hvorki mitt val né annarra hvernig það stjórnar því,“ segir Iva en hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni. Ísland í dag Málefni trans fólks Tjáningarfrelsi Mest lesið Hjónaskilnaðir: „Þrjár leiðir færar til að semja um lífeyrisréttindi“ Áskorun Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Lífið Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Lífið Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Lífið Fleiri fréttir Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Sjá meira
Hún var til að mynda tekin úr auglýsingu frá ferðamálastofu á dögunum eins og fjallað var um á Vísi. „Ég ætla taka það alveg skýrt fram að ég hef ekki neitt á móti neinum, engu fólki almennt. Það eina sem ég hef viljað ræða er hugmyndafræði og hugmyndir hjá okkur í samfélaginu. Það hefur því miður haft það í för með sér að ég hef verið máluð upp sem transfóbísk með hatursorðræðu þrátt fyrir að ég hafi í alvörunni lagt mig fram við það að gera það ekki,“ segir Iva í samtali við Sindra Sindrason. Samfélagið virðist ekki tilbúið Iva segist vera harður femínisti en þoli ekki umræðu um að einhver sé að verða undir í umræðunni. Fólk eigi að geta sagt sína skoðun á hverju sem er. Hún neitar með öllu jaðarsetningu á sér eða öðrum en sjálf er Iva blind og samkynhneigð. „Ég held að það fari í taugarnar á fólki því ég vill taka umræðuna og umgangast fólk á jafningjagrundvelli. Það hefur sýnt sig síðustu vikurnar að samfélagið virðist ekki vera tilbúið í það,“ segir Iva og bætir við að mjög margir séu sammála henni en nenni ekki að tjá sig af hræðslu við það að vera tekið af lífi á samfélagsmiðlum. „Ég held að það sem hafi tekið svolítið steininn úr er að ég hrósaði J.K Rowling fyrir sinn málaflutning árið 2020 og þá var mér svolítið ýtt út í horn. Vegna þess að hún kom fram með þá fullyrðingu að bara konur færu á blæðingar. Ég studdi það að það væri mikilvægt að halda því til haga. Ef við viðurkennum ekki sem samfélag sérstöðu kvenna þá eru enginn réttindi til að berjast fyrir. Það er í rauninni mitt femínska sjónarhorn sem ég held að stuði.“ Dónalegt og ókurteisi Sindri segist hafa flett Ivu upp á netinu og þá hafi komið upp ótal greinar um að Iva væri transfóbísk. Því lág beinast við að spyrja hana: viðurkennir þú ekki að transkonur séu konur og að transmenn séu menn? „Það sem ég viðurkenni ekki og mér finnst ekki vera raunhæft er að við eigum að sjá fólk eins og það vill að við sjáum það. Mér finnst það ekki forsenda mín né annara að stjórna hvaða ímynd við höfum á fólki. Ég myndi persónulega gera það en fólk hefur samt val um að gera það ekki. Óvitað finnst mér það dónalegt og mér finnst það ókurteist en það er bara ekkert við því að gera. Fólk hefur val hvernig það sér fólk og það er hvorki mitt val né annarra hvernig það stjórnar því,“ segir Iva en hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.
Ísland í dag Málefni trans fólks Tjáningarfrelsi Mest lesið Hjónaskilnaðir: „Þrjár leiðir færar til að semja um lífeyrisréttindi“ Áskorun Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Lífið Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Lífið Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Lífið Fleiri fréttir Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Sjá meira