Xbox Game Pass kemur til Íslands Samúel Karl Ólason skrifar 28. febrúar 2023 11:47 Xbox Tölvuleikjaáskriftarþjónusta Microsoft, PC Game Pass, er orðin aðgengileg Íslendingum í gegnum prufuáskrift. Svo stendur til að opna þjónustuna að fullu á næstu mánuðum. Íslendingar hafa nú fengið aðgang að prufuáskrift að leikjapassa Microsoft, sem á ensku kallast PC Game Pass, og veitir þeim aðgang að miklum fjölda tölvuleikja í áskrift í gegnum PC tölvur. Game Pass nýtur töluverðra vinsælda og þá sérstaklega í Bandaríkjunum. Verið er að opna á prufuáskriftina í um fjörutíu nýjum löndum í dag en til stendur að opna á aðgengi að Game Pass í þessum löndum á næstu mánuði. Með áskrift fá áskrifendur PC Game Pass Preview aðgang að fjölda leikja Microsoft, Xbox, Bethesda og annarra fyrirtækja auk EA Play áskriftar. Sífellt er verið að bæta nýjum leikjum við. Íslendingar geta byrjað á PC Game Pass Preview með því að sækja forrit sem heitir Xbox Insider Hub og skrá sig. Þá fá þeir aðgang að PC Game Pass Preview, sem er á sérstöku tilboðsverði fyrsta mánuðinn, samkvæmt tilkynningu. Game Pass hefur spilað rullu í tilraun forsvarsmanna Microsoft til að kaupa leikjarisann Activision Blizzard. Yfirvöld víðsvegar um heim telja að samrunni fyrirtækjanna myndi koma niður á samkeppni í tölvuleikja- og leikjatölvuiðnaðinum. Fjármálaeftirlit Bandaríkjanna höfðaði mál gegn Microsoft í desember með því markmiði að stöðva samrunann. Var þá sérstaklega vísað til sífellt aukinna vinsælda Xbox Game Pass. Leikjavísir Microsoft Mest lesið Bók skilað eftir 56 ára útlán Lífið „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Lífið Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari Lífið Bakaríið í beinni útsendingu Lífið Hugmyndir fyrir mæðradaginn Lífið Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Fleiri fréttir GTA 6 velti Deadpool og Wolverine úr sessi Svífa um á bleiku skýi í GameTíví Oblivion Remastered: Nostalgían lifir góðu lífi Biðin langa: Rúmt ár í herlegheitin Hryllingskvöld hjá GameTíví Íslendingaslagur í Verdansk hjá GameTíví Skipulögð glæpastarfsemi hjá GameTíví Sjá meira
Íslendingar hafa nú fengið aðgang að prufuáskrift að leikjapassa Microsoft, sem á ensku kallast PC Game Pass, og veitir þeim aðgang að miklum fjölda tölvuleikja í áskrift í gegnum PC tölvur. Game Pass nýtur töluverðra vinsælda og þá sérstaklega í Bandaríkjunum. Verið er að opna á prufuáskriftina í um fjörutíu nýjum löndum í dag en til stendur að opna á aðgengi að Game Pass í þessum löndum á næstu mánuði. Með áskrift fá áskrifendur PC Game Pass Preview aðgang að fjölda leikja Microsoft, Xbox, Bethesda og annarra fyrirtækja auk EA Play áskriftar. Sífellt er verið að bæta nýjum leikjum við. Íslendingar geta byrjað á PC Game Pass Preview með því að sækja forrit sem heitir Xbox Insider Hub og skrá sig. Þá fá þeir aðgang að PC Game Pass Preview, sem er á sérstöku tilboðsverði fyrsta mánuðinn, samkvæmt tilkynningu. Game Pass hefur spilað rullu í tilraun forsvarsmanna Microsoft til að kaupa leikjarisann Activision Blizzard. Yfirvöld víðsvegar um heim telja að samrunni fyrirtækjanna myndi koma niður á samkeppni í tölvuleikja- og leikjatölvuiðnaðinum. Fjármálaeftirlit Bandaríkjanna höfðaði mál gegn Microsoft í desember með því markmiði að stöðva samrunann. Var þá sérstaklega vísað til sífellt aukinna vinsælda Xbox Game Pass.
Leikjavísir Microsoft Mest lesið Bók skilað eftir 56 ára útlán Lífið „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Lífið Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari Lífið Bakaríið í beinni útsendingu Lífið Hugmyndir fyrir mæðradaginn Lífið Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Fleiri fréttir GTA 6 velti Deadpool og Wolverine úr sessi Svífa um á bleiku skýi í GameTíví Oblivion Remastered: Nostalgían lifir góðu lífi Biðin langa: Rúmt ár í herlegheitin Hryllingskvöld hjá GameTíví Íslendingaslagur í Verdansk hjá GameTíví Skipulögð glæpastarfsemi hjá GameTíví Sjá meira