Hugmyndin of góð til þess að framkvæma hana ekki Bjarki Sigurðsson skrifar 28. febrúar 2023 14:00 Diljá segist vera orðin ótrúlega spennt fyrir laugardagskvöldinu. Mummi Lú Fyrsti þáttur hlaðvarpsins Powergang Podcast kom út í gær. Þar fara Diljá Pétursdóttir og Pálmi Ragnar Ásgeirsson yfir hvernig lagið Power sem Diljá syngur í Söngvakeppninni varð til. Diljá segist vilja leyfa fólki að kynnast sér og Pálma betur. Laginu Power er spáð góðu gengi í Söngvakeppninni á laugardaginn. Í skoðanakönnun í Facebook-hópnum Júrónördar er Diljá spáð sigri og situr íslenska útgáfa lagsins í 11. sæti vinsældalista Spotify á Íslandi, efst allra keppenda. Til þess að leyfa fólki að kynnast Diljá og Pálma betur ákváðu þau að gera fimm hlaðvarpsþætti um ferlið. Fyrsti þátturinn kom út í gær og kemur nýr þáttur út á hverjum degi fram að keppni. Í samtali við fréttastofu segir Diljá að þættirnir fjalli um þau tvö, lagið sjálft og svo ferlið allt. „Svo líka að mig hefur alltaf langað til að gera podcast. En ég hef ekki fundið alveg um hvað mínir þættir ættu að vera svo kom Pálmi með þessa hugmynd og þá hugsaði ég að þetta væri of gott til þess að gera það ekki. Og leyfa fólki að kynnast okkur aðeins betur,“ segir Diljá. Skyldu þau vinna keppnina á laugardaginn og keppa í Eurovision fyrir Íslands hönd ætla þau að gefa út einn þátt í viku fram að keppninni og sýna frá því hvernig það er að vera Eurovision-framlag þjóðarinnar. „Bara leyfa fólki að fylgjast með hvernig þetta er. Maður einhvern veginn veit ekkert, ég veit ekkert hvernig þetta ferli er, hversu mikil vinna þetta er og hvers konar vinna. Þannig bara leyfa fólki að fylgjast með hvernig það er að vera að fara út í Eurovision,“ segir Diljá. Diljá og teymið sem kemur að atriðinu.Mummi Lú Hún segir viðtökurnar hafa verið frábærar. Nýlega var hún merkt í myndband á Instagram hjá svæfingalækni í Mexíkó sem var að hlusta á lagið hennar á meðan aðgerð var í gangi. „Þetta er það ruglaðasta myndband sem ég hef fengið sent á ævi minni. En mér fannst það bara fáránlega fyndið,“ segir Diljá. Hún er orðin afar spennt fyrir laugardagskvöldinu og er bjartsýn á að allt gangi vel. „Eina sem ég hef vald yfir er að gera mitt besta og ég hef góða tilfinningu fyrir því að ég muni gera það,“ segir Diljá. Tónlist Eurovision Mest lesið Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Lífið Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum Lífið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Lífið Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Lífið Allt um brjóstastækkun Simone Biles Lífið Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Menning Vonlaust í víkinni Gagnrýni Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Lífið Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Lífið Fleiri fréttir Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Bjóða til sögulegrar tölvuleikjaveislu Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Sjáðu nýtt klifurhús fyrir norðan: Frá Hjalteyri yfir til Akureyrar Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Allt um brjóstastækkun Simone Biles „Skref í rétta átt“ en ekki útséð um þátttöku Íslands Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Samfélagsmiðlastjörnur máluðu Akureyri rauða Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjá meira
Laginu Power er spáð góðu gengi í Söngvakeppninni á laugardaginn. Í skoðanakönnun í Facebook-hópnum Júrónördar er Diljá spáð sigri og situr íslenska útgáfa lagsins í 11. sæti vinsældalista Spotify á Íslandi, efst allra keppenda. Til þess að leyfa fólki að kynnast Diljá og Pálma betur ákváðu þau að gera fimm hlaðvarpsþætti um ferlið. Fyrsti þátturinn kom út í gær og kemur nýr þáttur út á hverjum degi fram að keppni. Í samtali við fréttastofu segir Diljá að þættirnir fjalli um þau tvö, lagið sjálft og svo ferlið allt. „Svo líka að mig hefur alltaf langað til að gera podcast. En ég hef ekki fundið alveg um hvað mínir þættir ættu að vera svo kom Pálmi með þessa hugmynd og þá hugsaði ég að þetta væri of gott til þess að gera það ekki. Og leyfa fólki að kynnast okkur aðeins betur,“ segir Diljá. Skyldu þau vinna keppnina á laugardaginn og keppa í Eurovision fyrir Íslands hönd ætla þau að gefa út einn þátt í viku fram að keppninni og sýna frá því hvernig það er að vera Eurovision-framlag þjóðarinnar. „Bara leyfa fólki að fylgjast með hvernig þetta er. Maður einhvern veginn veit ekkert, ég veit ekkert hvernig þetta ferli er, hversu mikil vinna þetta er og hvers konar vinna. Þannig bara leyfa fólki að fylgjast með hvernig það er að vera að fara út í Eurovision,“ segir Diljá. Diljá og teymið sem kemur að atriðinu.Mummi Lú Hún segir viðtökurnar hafa verið frábærar. Nýlega var hún merkt í myndband á Instagram hjá svæfingalækni í Mexíkó sem var að hlusta á lagið hennar á meðan aðgerð var í gangi. „Þetta er það ruglaðasta myndband sem ég hef fengið sent á ævi minni. En mér fannst það bara fáránlega fyndið,“ segir Diljá. Hún er orðin afar spennt fyrir laugardagskvöldinu og er bjartsýn á að allt gangi vel. „Eina sem ég hef vald yfir er að gera mitt besta og ég hef góða tilfinningu fyrir því að ég muni gera það,“ segir Diljá.
Tónlist Eurovision Mest lesið Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Lífið Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum Lífið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Lífið Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Lífið Allt um brjóstastækkun Simone Biles Lífið Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Menning Vonlaust í víkinni Gagnrýni Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Lífið Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Lífið Fleiri fréttir Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Bjóða til sögulegrar tölvuleikjaveislu Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Sjáðu nýtt klifurhús fyrir norðan: Frá Hjalteyri yfir til Akureyrar Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Allt um brjóstastækkun Simone Biles „Skref í rétta átt“ en ekki útséð um þátttöku Íslands Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Samfélagsmiðlastjörnur máluðu Akureyri rauða Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjá meira