Hugmyndin of góð til þess að framkvæma hana ekki Bjarki Sigurðsson skrifar 28. febrúar 2023 14:00 Diljá segist vera orðin ótrúlega spennt fyrir laugardagskvöldinu. Mummi Lú Fyrsti þáttur hlaðvarpsins Powergang Podcast kom út í gær. Þar fara Diljá Pétursdóttir og Pálmi Ragnar Ásgeirsson yfir hvernig lagið Power sem Diljá syngur í Söngvakeppninni varð til. Diljá segist vilja leyfa fólki að kynnast sér og Pálma betur. Laginu Power er spáð góðu gengi í Söngvakeppninni á laugardaginn. Í skoðanakönnun í Facebook-hópnum Júrónördar er Diljá spáð sigri og situr íslenska útgáfa lagsins í 11. sæti vinsældalista Spotify á Íslandi, efst allra keppenda. Til þess að leyfa fólki að kynnast Diljá og Pálma betur ákváðu þau að gera fimm hlaðvarpsþætti um ferlið. Fyrsti þátturinn kom út í gær og kemur nýr þáttur út á hverjum degi fram að keppni. Í samtali við fréttastofu segir Diljá að þættirnir fjalli um þau tvö, lagið sjálft og svo ferlið allt. „Svo líka að mig hefur alltaf langað til að gera podcast. En ég hef ekki fundið alveg um hvað mínir þættir ættu að vera svo kom Pálmi með þessa hugmynd og þá hugsaði ég að þetta væri of gott til þess að gera það ekki. Og leyfa fólki að kynnast okkur aðeins betur,“ segir Diljá. Skyldu þau vinna keppnina á laugardaginn og keppa í Eurovision fyrir Íslands hönd ætla þau að gefa út einn þátt í viku fram að keppninni og sýna frá því hvernig það er að vera Eurovision-framlag þjóðarinnar. „Bara leyfa fólki að fylgjast með hvernig þetta er. Maður einhvern veginn veit ekkert, ég veit ekkert hvernig þetta ferli er, hversu mikil vinna þetta er og hvers konar vinna. Þannig bara leyfa fólki að fylgjast með hvernig það er að vera að fara út í Eurovision,“ segir Diljá. Diljá og teymið sem kemur að atriðinu.Mummi Lú Hún segir viðtökurnar hafa verið frábærar. Nýlega var hún merkt í myndband á Instagram hjá svæfingalækni í Mexíkó sem var að hlusta á lagið hennar á meðan aðgerð var í gangi. „Þetta er það ruglaðasta myndband sem ég hef fengið sent á ævi minni. En mér fannst það bara fáránlega fyndið,“ segir Diljá. Hún er orðin afar spennt fyrir laugardagskvöldinu og er bjartsýn á að allt gangi vel. „Eina sem ég hef vald yfir er að gera mitt besta og ég hef góða tilfinningu fyrir því að ég muni gera það,“ segir Diljá. Tónlist Eurovision Mest lesið Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Lífið Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Lífið Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna Lífið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig Lífið Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Lífið Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Lífið „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Lífið Fleiri fréttir Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig „Pylsa“ sækir í sig veðrið Ómótstæðileg ítölsk steikarloka úr smiðju Hildar Rutar Opnar sig um sviplegt fráfall eiginmannsins „Lítið ömmugull á leiðinni“ hjá Siggu Lund Ríkulegt einbýlishús knattspyrnukappa falt fyrir 315 milljónir Langömmulán hjá Eddu Björgvins Kemur út sem pankynhneigð Vín mun hýsa Eurovision á næsta ári „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Einfaldar leiðir til að róa taugakerfið Nýju fötin forsetans Erla og Ólafur selja glæsilegt einbýli í Vesturbænum Bubbi segir Hróa Hattar-brag á stuldinum Dúnmjúkir pizzasnúningar Fáklædd og glæsileg við sundlaugarbakkann Flugfreyjusætið var inni á klósettinu Sjá meira
Laginu Power er spáð góðu gengi í Söngvakeppninni á laugardaginn. Í skoðanakönnun í Facebook-hópnum Júrónördar er Diljá spáð sigri og situr íslenska útgáfa lagsins í 11. sæti vinsældalista Spotify á Íslandi, efst allra keppenda. Til þess að leyfa fólki að kynnast Diljá og Pálma betur ákváðu þau að gera fimm hlaðvarpsþætti um ferlið. Fyrsti þátturinn kom út í gær og kemur nýr þáttur út á hverjum degi fram að keppni. Í samtali við fréttastofu segir Diljá að þættirnir fjalli um þau tvö, lagið sjálft og svo ferlið allt. „Svo líka að mig hefur alltaf langað til að gera podcast. En ég hef ekki fundið alveg um hvað mínir þættir ættu að vera svo kom Pálmi með þessa hugmynd og þá hugsaði ég að þetta væri of gott til þess að gera það ekki. Og leyfa fólki að kynnast okkur aðeins betur,“ segir Diljá. Skyldu þau vinna keppnina á laugardaginn og keppa í Eurovision fyrir Íslands hönd ætla þau að gefa út einn þátt í viku fram að keppninni og sýna frá því hvernig það er að vera Eurovision-framlag þjóðarinnar. „Bara leyfa fólki að fylgjast með hvernig þetta er. Maður einhvern veginn veit ekkert, ég veit ekkert hvernig þetta ferli er, hversu mikil vinna þetta er og hvers konar vinna. Þannig bara leyfa fólki að fylgjast með hvernig það er að vera að fara út í Eurovision,“ segir Diljá. Diljá og teymið sem kemur að atriðinu.Mummi Lú Hún segir viðtökurnar hafa verið frábærar. Nýlega var hún merkt í myndband á Instagram hjá svæfingalækni í Mexíkó sem var að hlusta á lagið hennar á meðan aðgerð var í gangi. „Þetta er það ruglaðasta myndband sem ég hef fengið sent á ævi minni. En mér fannst það bara fáránlega fyndið,“ segir Diljá. Hún er orðin afar spennt fyrir laugardagskvöldinu og er bjartsýn á að allt gangi vel. „Eina sem ég hef vald yfir er að gera mitt besta og ég hef góða tilfinningu fyrir því að ég muni gera það,“ segir Diljá.
Tónlist Eurovision Mest lesið Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Lífið Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Lífið Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna Lífið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig Lífið Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Lífið Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Lífið „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Lífið Fleiri fréttir Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig „Pylsa“ sækir í sig veðrið Ómótstæðileg ítölsk steikarloka úr smiðju Hildar Rutar Opnar sig um sviplegt fráfall eiginmannsins „Lítið ömmugull á leiðinni“ hjá Siggu Lund Ríkulegt einbýlishús knattspyrnukappa falt fyrir 315 milljónir Langömmulán hjá Eddu Björgvins Kemur út sem pankynhneigð Vín mun hýsa Eurovision á næsta ári „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Einfaldar leiðir til að róa taugakerfið Nýju fötin forsetans Erla og Ólafur selja glæsilegt einbýli í Vesturbænum Bubbi segir Hróa Hattar-brag á stuldinum Dúnmjúkir pizzasnúningar Fáklædd og glæsileg við sundlaugarbakkann Flugfreyjusætið var inni á klósettinu Sjá meira