Thomas Lundin telur einungis tvö laganna eiga möguleika að komast á úrslitakvöldið Atli Ísleifsson skrifar 1. mars 2023 07:01 Thomas Lundin er Íslendingum að góðu kunnur en hann vakti mikla athygli í þáttum sænska ríkissjónvarpsins (SVT) fyrir nokkrum árum þar sem fulltrúar frá öllum Norðurlöndunum komu saman til að hlusta á og ræða framlögin í Eurovision. Eiríkur Hauksson var fulltrúi Íslendinga í þáttunum. Aðsend/Erika Lindström/RÚV/Baldur Kristjánsson Álit finnska söngvarans og Eurovision-sérfræðingsins Thomas Lundin er að einungis tvö lög af þeim fimm sem keppa til úrslita í Söngvakeppni Sjónvarpsins á laugardag, eigi möguleika að komast upp úr undanúrslitum Eurovision í Liverpool í maí. Hann segir sömuleiðis að það sé hans tilfinning að gæði laganna sem keppa í Söngvakeppninni hafi almennt hrakað síðustu ár. Síðustu ár hefur Vísir leitað til Thomas og fengið hann til að leggja mat á þau lög sem keppa til úrslita í Söngvakeppninni og hefur hann reynst afar sannspár. Thomas er Íslendingum að góðu kunnur en hann vakti mikla athygli í þáttum sænska ríkissjónvarpsins (SVT) fyrir nokkrum árum þar sem fulltrúar frá öllum Norðurlöndunum komu saman til að hlusta á og ræða framlögin í Eurovision. Eiríkur Hauksson var fulltrúi Íslendinga í þáttunum. Gæðastig undankeppninnar á Íslandi ekki jafn hátt og áður Í samtali við Vísi segir Thomas að hann hafi lengi verið aðdáandi Söngvakeppninnar og margoft þótt mikið til gæðastigs undankeppninnar á Íslandi koma. „Í mörg ár var Söngvakeppnin að mínum dómi besta undankeppnin í Evrópu. Lögin og listamennirnir fyrst og fremst eru vön að halda háu gæðastigi. Í mörg ár óskaði ég þess að heimaland mitt, Finnland, og finnska ríkissjónvarpið, YLE, myndu horfa meira til litla Íslands og RÚV. Manni leið þannig að öll lögin í úrslit Söngvakeppninnar hefðu getað unnið heima á Íslandi – og að öllyrðu þau verðugir fulltrúar í Eurovision. Á sama tíma í Finnlandi var það oftast þannig að flest lögin voru bara ekki nægilega góð. Það voru nokkur einstök lög sem stóðu upp úr, en það fór oftast þannig að þau unnu ekki einu sinni. Að undanförnu hefur hins vegar eitthvað breyst. Ég veit ekki hvort það er Finnland, sem hefur ef til vill litið til Íslands og orðið betra? Eða þá er það Ísland sem er kannski búið að missa það að einhverju leyti… Í úrslitunum hérna í Finnlandi voru öll sjö lögin í fyrsta sinn þannig að þau hefðu öll getað unnið og farið örugg upp úr undanúrslitunum og í úrslitin í Liverpool. Á sama tíma er enginn augljós sigurvegari á úrslitakvöldinu á Íslandi. Það skilar sér að sjálfsögðu í spennandi keppni. Ekkert laganna er lélegt – en heldur ekkert sem fær fullt hús stiga og gæti orðið mögulegur sigurvegari Eurovision 2023, eða þá öruggt um að komast upp úr undanúrslitunum og í úrslit,“ segir Thomas. Sigga Ósk og Celebs líklegust Að dómi Thomas eru það tvö lög af þeim fimm sem keppa til úrslita á laugardaginn sem eiga mestan möguleika á að komast upp úr undanúrslitum keppninnar í maí – annars vegar lagið Dancing Lonely með Siggu Ózk og Doomsday Dancing með Celebs. Sigga Ózk – Dancing Lonely Um lagið Dancing Lonely með Siggu Ósk segir Thomas að lagið sé heillandi. „Mér líkar við Siggu, sérstaklega þegar hún syngur háu tónana. Lagið er grípandi – og ég byrja strax að syngja með. Sérstaklega þegar hún syngur erindin. En ég verð fyrir vonbrigðum í hvert sinn þegar kemur að viðlaginu. Laglínan er ekki nægilega sterk til að fá fullt hús stiga. En í heildina mjög fagmannlegt og á séns á að komast í úrslit í Liverpool. Fjögur stig af fimm mögulegum.“ Bragi – Sometimes the World‘s Against You „Hér erum við líka með fagmannlegan heildarpakka. Bragi syngur vel og lagið er flott popplag af þeirri gerð sem oft er spiluð í útvarpi. En það er þrátt fyrir það eitthvað sem vantar. Þetta hljómar svolítið eins og afgangslag úr sænska Melodifestivalen. Í hvert skipti sem viðlagið hefst byrja ég að syngja með laginu Voices með Tusse, sem var framlag Svía í Eurovision árið 2021. Einn af þeim sem kom að gerð þess lags var Joy Deb sem var líka með og samdi þetta lag. Þrjú stig af fimm mögulegum.“ Celebs – Doomsday Dancing „Ég er ánægður með að einmitt þessu lagi var hleypt inn í úrslitin sem „wild card“ eða „eitt lag enn“. Þetta er einhver indie-vitleysa sem höfðar til mín. Ég kemst í partýstuð og vil dansa með liðinu! Með sterkari laglínu hefði þetta verið augljóst uppáhaldslag mitt. Katla Vigdis hljómar eins og Nina Persson í The Cardigans – og það er mikið hrós! Á möguleika á að komast í úrslitin í Liverpool. Fjögur stig af fimm mögulegum.“ Diljá – Power „Enn eitt fagmannlega pródúseraða útvarpspopplagið! Diljá og lagið eru góð – en ekki mikið meira en svo. Til að vinna Eurovision árið 2023 þarf eitthvað frumlegra. Þrjú stig af fimm mögulegum.“ Langi Seli og Skuggarnir – OK „Þetta sker sig úr sem er alltaf af hinu góða. Ég kann að metra retrónálgunina og þennan næstum því of langa inngang. Maður verður forvitinn – hvað er þetta eiginlega? En einnig hér, þá fellur lagið á því að vera með of flatt viðlag – það rís aldrei almennilega. Þetta verður einhvern veginn bara „OK“, nákvæmlega eins og nafn lagsins. En þeir fá plús í kladdann fyrir að syngja á íslensku. Þrjú stig af fimm mögulegum.“ Thomas segist trúa því að Celebs eða Sigga Ózk eigi mesta möguleika á að komast áfram á úrslitakvöld Eurovision í maí af þeim fimm sem keppa til úrslita í Söngvakeppninni á laugardaginn. Hann hefur í dómum sínum hér á Vísi reynst afar sannspár í gegnum árin. Þannig spáði hann Svölu Björgvins og laginu Paper sigri árið 2017, Ara Ólafssyni og laginu Our Choice sigri árið 2018 og Hatara og Hatrið mun sigra árið 2019. Þá spáði hann Daða og Gagnamagninu sigri árið 2020. Eurovision Ríkisútvarpið Tónlist Tengdar fréttir Þessi keppa til úrslita í Söngvakeppninni Lögin Gleyma þér og dansa, með Siggu Ózk, og OK með Langa Sela og Skuggunum komust áfram í seinni undanúrslitum Söngvakeppninnar í kvöld. Framkvæmdastjórnin kom á óvart og hleypti þriðja laginu í gegn. Úrslitin fara fram eftir viku. 25. febrúar 2023 21:25 Thomas Lundin segir aldrei hafa verið eins auðvelt að giska á sigurvegara Síðustu ár hefur Vísir leitað til Thomas til að hann geti lagt mat á þau lög sem keppa til úrslita í Söngvakeppninni og hefur hann reynst afar sannspár. 23. febrúar 2020 14:00 Finninn sannspái segir baráttuna standa milli tveggja laga Finnski Eurovision-sérfræðingurinn Thomas Lundin spáði Ara Ólafssyni sigri í fyrra og Svölu árið þar áður. 26. febrúar 2019 10:20 Finnskur Eurovision-sérfræðingur hefur valið sitt sigurlag í Söngvakeppninni Thomas finnst mikið til Söngvakeppninnar koma í ár og segir lögin sex sem keppa til úrslita vera í raun betri en mörg lögin sem eru í undankeppni Svía fyrir Eurovision, Melodifestivalen. 24. febrúar 2018 10:04 Thomas Lundin telur að Svala eigi mesta möguleika í Kíev Finnski söngvarinn Thomas Lundin telur að Ísland muni eigi mesta möguleika á stóra sviðinu í Kíev í maí ef stuðlag yrði fyrir valinu á laugardaginn. 7. mars 2017 11:02 Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Fleiri fréttir Ný mynd um Jackson í uppnámi vegna dómsáttar frá 1993 „Það hafa fallið mörg tár hérna baksviðs í dag“ Víbradorar á víðavangi og nærbuxnalausar konur Myndaveisla: Fjölmennt í níræðisafmæli skákgoðsagnar Ekki ætlunin að nýja merkið komi í stað fálkans Áhrifamesti Íslendingur skáksögunnar níræður Svala slær sér upp Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Krakkatían: Páskar, dýravinir og Star Wars Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Bellingham kominn með bandaríska kærustu Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Sjónvarpsbarn komið í heiminn Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Fréttatía vikunnar: Hótelbruni, Trump og YouTube Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Bleikur draumur í Hafnarfirði Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Snerting ekki tilnefnd til Óskars Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Sjá meira
Síðustu ár hefur Vísir leitað til Thomas og fengið hann til að leggja mat á þau lög sem keppa til úrslita í Söngvakeppninni og hefur hann reynst afar sannspár. Thomas er Íslendingum að góðu kunnur en hann vakti mikla athygli í þáttum sænska ríkissjónvarpsins (SVT) fyrir nokkrum árum þar sem fulltrúar frá öllum Norðurlöndunum komu saman til að hlusta á og ræða framlögin í Eurovision. Eiríkur Hauksson var fulltrúi Íslendinga í þáttunum. Gæðastig undankeppninnar á Íslandi ekki jafn hátt og áður Í samtali við Vísi segir Thomas að hann hafi lengi verið aðdáandi Söngvakeppninnar og margoft þótt mikið til gæðastigs undankeppninnar á Íslandi koma. „Í mörg ár var Söngvakeppnin að mínum dómi besta undankeppnin í Evrópu. Lögin og listamennirnir fyrst og fremst eru vön að halda háu gæðastigi. Í mörg ár óskaði ég þess að heimaland mitt, Finnland, og finnska ríkissjónvarpið, YLE, myndu horfa meira til litla Íslands og RÚV. Manni leið þannig að öll lögin í úrslit Söngvakeppninnar hefðu getað unnið heima á Íslandi – og að öllyrðu þau verðugir fulltrúar í Eurovision. Á sama tíma í Finnlandi var það oftast þannig að flest lögin voru bara ekki nægilega góð. Það voru nokkur einstök lög sem stóðu upp úr, en það fór oftast þannig að þau unnu ekki einu sinni. Að undanförnu hefur hins vegar eitthvað breyst. Ég veit ekki hvort það er Finnland, sem hefur ef til vill litið til Íslands og orðið betra? Eða þá er það Ísland sem er kannski búið að missa það að einhverju leyti… Í úrslitunum hérna í Finnlandi voru öll sjö lögin í fyrsta sinn þannig að þau hefðu öll getað unnið og farið örugg upp úr undanúrslitunum og í úrslitin í Liverpool. Á sama tíma er enginn augljós sigurvegari á úrslitakvöldinu á Íslandi. Það skilar sér að sjálfsögðu í spennandi keppni. Ekkert laganna er lélegt – en heldur ekkert sem fær fullt hús stiga og gæti orðið mögulegur sigurvegari Eurovision 2023, eða þá öruggt um að komast upp úr undanúrslitunum og í úrslit,“ segir Thomas. Sigga Ósk og Celebs líklegust Að dómi Thomas eru það tvö lög af þeim fimm sem keppa til úrslita á laugardaginn sem eiga mestan möguleika á að komast upp úr undanúrslitum keppninnar í maí – annars vegar lagið Dancing Lonely með Siggu Ózk og Doomsday Dancing með Celebs. Sigga Ózk – Dancing Lonely Um lagið Dancing Lonely með Siggu Ósk segir Thomas að lagið sé heillandi. „Mér líkar við Siggu, sérstaklega þegar hún syngur háu tónana. Lagið er grípandi – og ég byrja strax að syngja með. Sérstaklega þegar hún syngur erindin. En ég verð fyrir vonbrigðum í hvert sinn þegar kemur að viðlaginu. Laglínan er ekki nægilega sterk til að fá fullt hús stiga. En í heildina mjög fagmannlegt og á séns á að komast í úrslit í Liverpool. Fjögur stig af fimm mögulegum.“ Bragi – Sometimes the World‘s Against You „Hér erum við líka með fagmannlegan heildarpakka. Bragi syngur vel og lagið er flott popplag af þeirri gerð sem oft er spiluð í útvarpi. En það er þrátt fyrir það eitthvað sem vantar. Þetta hljómar svolítið eins og afgangslag úr sænska Melodifestivalen. Í hvert skipti sem viðlagið hefst byrja ég að syngja með laginu Voices með Tusse, sem var framlag Svía í Eurovision árið 2021. Einn af þeim sem kom að gerð þess lags var Joy Deb sem var líka með og samdi þetta lag. Þrjú stig af fimm mögulegum.“ Celebs – Doomsday Dancing „Ég er ánægður með að einmitt þessu lagi var hleypt inn í úrslitin sem „wild card“ eða „eitt lag enn“. Þetta er einhver indie-vitleysa sem höfðar til mín. Ég kemst í partýstuð og vil dansa með liðinu! Með sterkari laglínu hefði þetta verið augljóst uppáhaldslag mitt. Katla Vigdis hljómar eins og Nina Persson í The Cardigans – og það er mikið hrós! Á möguleika á að komast í úrslitin í Liverpool. Fjögur stig af fimm mögulegum.“ Diljá – Power „Enn eitt fagmannlega pródúseraða útvarpspopplagið! Diljá og lagið eru góð – en ekki mikið meira en svo. Til að vinna Eurovision árið 2023 þarf eitthvað frumlegra. Þrjú stig af fimm mögulegum.“ Langi Seli og Skuggarnir – OK „Þetta sker sig úr sem er alltaf af hinu góða. Ég kann að metra retrónálgunina og þennan næstum því of langa inngang. Maður verður forvitinn – hvað er þetta eiginlega? En einnig hér, þá fellur lagið á því að vera með of flatt viðlag – það rís aldrei almennilega. Þetta verður einhvern veginn bara „OK“, nákvæmlega eins og nafn lagsins. En þeir fá plús í kladdann fyrir að syngja á íslensku. Þrjú stig af fimm mögulegum.“ Thomas segist trúa því að Celebs eða Sigga Ózk eigi mesta möguleika á að komast áfram á úrslitakvöld Eurovision í maí af þeim fimm sem keppa til úrslita í Söngvakeppninni á laugardaginn. Hann hefur í dómum sínum hér á Vísi reynst afar sannspár í gegnum árin. Þannig spáði hann Svölu Björgvins og laginu Paper sigri árið 2017, Ara Ólafssyni og laginu Our Choice sigri árið 2018 og Hatara og Hatrið mun sigra árið 2019. Þá spáði hann Daða og Gagnamagninu sigri árið 2020.
Eurovision Ríkisútvarpið Tónlist Tengdar fréttir Þessi keppa til úrslita í Söngvakeppninni Lögin Gleyma þér og dansa, með Siggu Ózk, og OK með Langa Sela og Skuggunum komust áfram í seinni undanúrslitum Söngvakeppninnar í kvöld. Framkvæmdastjórnin kom á óvart og hleypti þriðja laginu í gegn. Úrslitin fara fram eftir viku. 25. febrúar 2023 21:25 Thomas Lundin segir aldrei hafa verið eins auðvelt að giska á sigurvegara Síðustu ár hefur Vísir leitað til Thomas til að hann geti lagt mat á þau lög sem keppa til úrslita í Söngvakeppninni og hefur hann reynst afar sannspár. 23. febrúar 2020 14:00 Finninn sannspái segir baráttuna standa milli tveggja laga Finnski Eurovision-sérfræðingurinn Thomas Lundin spáði Ara Ólafssyni sigri í fyrra og Svölu árið þar áður. 26. febrúar 2019 10:20 Finnskur Eurovision-sérfræðingur hefur valið sitt sigurlag í Söngvakeppninni Thomas finnst mikið til Söngvakeppninnar koma í ár og segir lögin sex sem keppa til úrslita vera í raun betri en mörg lögin sem eru í undankeppni Svía fyrir Eurovision, Melodifestivalen. 24. febrúar 2018 10:04 Thomas Lundin telur að Svala eigi mesta möguleika í Kíev Finnski söngvarinn Thomas Lundin telur að Ísland muni eigi mesta möguleika á stóra sviðinu í Kíev í maí ef stuðlag yrði fyrir valinu á laugardaginn. 7. mars 2017 11:02 Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Fleiri fréttir Ný mynd um Jackson í uppnámi vegna dómsáttar frá 1993 „Það hafa fallið mörg tár hérna baksviðs í dag“ Víbradorar á víðavangi og nærbuxnalausar konur Myndaveisla: Fjölmennt í níræðisafmæli skákgoðsagnar Ekki ætlunin að nýja merkið komi í stað fálkans Áhrifamesti Íslendingur skáksögunnar níræður Svala slær sér upp Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Krakkatían: Páskar, dýravinir og Star Wars Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Bellingham kominn með bandaríska kærustu Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Sjónvarpsbarn komið í heiminn Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Fréttatía vikunnar: Hótelbruni, Trump og YouTube Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Bleikur draumur í Hafnarfirði Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Snerting ekki tilnefnd til Óskars Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Sjá meira
Þessi keppa til úrslita í Söngvakeppninni Lögin Gleyma þér og dansa, með Siggu Ózk, og OK með Langa Sela og Skuggunum komust áfram í seinni undanúrslitum Söngvakeppninnar í kvöld. Framkvæmdastjórnin kom á óvart og hleypti þriðja laginu í gegn. Úrslitin fara fram eftir viku. 25. febrúar 2023 21:25
Thomas Lundin segir aldrei hafa verið eins auðvelt að giska á sigurvegara Síðustu ár hefur Vísir leitað til Thomas til að hann geti lagt mat á þau lög sem keppa til úrslita í Söngvakeppninni og hefur hann reynst afar sannspár. 23. febrúar 2020 14:00
Finninn sannspái segir baráttuna standa milli tveggja laga Finnski Eurovision-sérfræðingurinn Thomas Lundin spáði Ara Ólafssyni sigri í fyrra og Svölu árið þar áður. 26. febrúar 2019 10:20
Finnskur Eurovision-sérfræðingur hefur valið sitt sigurlag í Söngvakeppninni Thomas finnst mikið til Söngvakeppninnar koma í ár og segir lögin sex sem keppa til úrslita vera í raun betri en mörg lögin sem eru í undankeppni Svía fyrir Eurovision, Melodifestivalen. 24. febrúar 2018 10:04
Thomas Lundin telur að Svala eigi mesta möguleika í Kíev Finnski söngvarinn Thomas Lundin telur að Ísland muni eigi mesta möguleika á stóra sviðinu í Kíev í maí ef stuðlag yrði fyrir valinu á laugardaginn. 7. mars 2017 11:02