Breytist í áskriftarvef eftir ráðleggingar frá Facebook Máni Snær Þorláksson skrifar 28. febrúar 2023 20:55 Magnús Magnússon, ritstjóri Skessuhorns, ásamt starfsfólki á ritstjórn; f.v Díana, Steinunn, Gunnlaug Birta, Guðbjörg, Valdimar og Guðrún. Aðsend Skessuhorn.is, vefsíða vesturlenska fjölmiðilsins, er búin að breytast í áskriftarvef. Ritstjóri miðilsins segir að breytingin sé búin að vera lengi í pípunum. Ákvörðunin var tekin eftir ráðleggingar frá Facebook. „Þetta á sér langa forsögu,“ segir Magnús Magnússon, ritstjóri Skessuhorns, í samtali við fréttastofu. Magnús segir að um tvö ár séu liðin síðan miðillinn tók þátt í viðskiptahraðli á vegum Facebook, nú Meta. Þar voru samankomnir um fimmtán fjölmiðlar frá Norðurlöndunum. Skessuhorn var eini íslenski miðillinn sem fékk að taka þátt að sögn Magnúsar. „Í rauninni var Facebook að kenna okkur það að ef við ætluðum að lifa þá yrðum við að gera þetta á meðan við gætum, koma vefnum í áskrift,“ segir hann. „Þetta var eiginlega námskeið í tæpt hálft ár þar sem boðskapur Facebook var í rauninni bara að hvetja fjölmiðla til þess að fara þessa leið. Vegna þess að þeir náttúrulega vissu upp á sig skömmina, þeir voru búnir að ná helmingnum af auglýsingatekjum fjölmiðla til sín. En Facebook veit að ef það á að vera til áfram þá þarf að vera hægt að deila fréttum sem eru ritstýrðar og hafa sannleiksgildi.“ Lifa ekki á stopulum auglýsingatekjum Það hefur ekki tíðkast jafn mikið hér á landi og hið ytra að loka vefmiðlum fyrir áskrifendur. Slíkir vefir hafa þó orðið algengari á síðustu árum. „Ísland er einhverra hluta vegna mikill eftirbátur í þessu,“ segir Magnús sem fullyrðir að í löndunum í kringum okkur séu áskriftarvefir algengari. „Stundin reið á vaðið fyrir einhverjum sex árum síðan og hefur gengið ágætlega að afla áskrifenda. En það eru ekkert mikið fleiri, við erum örugglega fyrsti héraðsfréttamiðillinn sem gerir þetta allavega.“ Magnús segir að ekki sé hægt að reka fjölmiðil eins og Skessuhorn á auglýsingatekjunum einum. Hann segir að það hefði verið hægt að reka miðilinn áfram í einhver ár en að það myndi ekki ganga til frambúðar. Engin aukin tækifæri séu í prentmiðlum og því hafi verið ákveðið að leita á önnur mið. „Fjölmiðill eins og þessi hjá okkur og fjölmiðlar almennt, þeir lifa ekkert á stopulum auglýsingatekjum. Eins og þetta hefur verið í 25 ár núna þá höfum við selt áskrift að blaði en haldið opnum vef. Nú er bara meiri samhljómur þarna á milli þannig báðir hafa sínar tekjur.“ Fjölmiðlar Facebook Meta Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Sjá rukkun og „sirka tilboð“ gjörólíku ljósi Neytendur Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Viðskipti erlent Getur verið vandræðalegt að byrja allt í einu að syngja í Krónunni Atvinnulíf Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Neytendur Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Viðskipti innlent Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Neytendur Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Viðskipti innlent Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Neytendur Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Sjá meira
„Þetta á sér langa forsögu,“ segir Magnús Magnússon, ritstjóri Skessuhorns, í samtali við fréttastofu. Magnús segir að um tvö ár séu liðin síðan miðillinn tók þátt í viðskiptahraðli á vegum Facebook, nú Meta. Þar voru samankomnir um fimmtán fjölmiðlar frá Norðurlöndunum. Skessuhorn var eini íslenski miðillinn sem fékk að taka þátt að sögn Magnúsar. „Í rauninni var Facebook að kenna okkur það að ef við ætluðum að lifa þá yrðum við að gera þetta á meðan við gætum, koma vefnum í áskrift,“ segir hann. „Þetta var eiginlega námskeið í tæpt hálft ár þar sem boðskapur Facebook var í rauninni bara að hvetja fjölmiðla til þess að fara þessa leið. Vegna þess að þeir náttúrulega vissu upp á sig skömmina, þeir voru búnir að ná helmingnum af auglýsingatekjum fjölmiðla til sín. En Facebook veit að ef það á að vera til áfram þá þarf að vera hægt að deila fréttum sem eru ritstýrðar og hafa sannleiksgildi.“ Lifa ekki á stopulum auglýsingatekjum Það hefur ekki tíðkast jafn mikið hér á landi og hið ytra að loka vefmiðlum fyrir áskrifendur. Slíkir vefir hafa þó orðið algengari á síðustu árum. „Ísland er einhverra hluta vegna mikill eftirbátur í þessu,“ segir Magnús sem fullyrðir að í löndunum í kringum okkur séu áskriftarvefir algengari. „Stundin reið á vaðið fyrir einhverjum sex árum síðan og hefur gengið ágætlega að afla áskrifenda. En það eru ekkert mikið fleiri, við erum örugglega fyrsti héraðsfréttamiðillinn sem gerir þetta allavega.“ Magnús segir að ekki sé hægt að reka fjölmiðil eins og Skessuhorn á auglýsingatekjunum einum. Hann segir að það hefði verið hægt að reka miðilinn áfram í einhver ár en að það myndi ekki ganga til frambúðar. Engin aukin tækifæri séu í prentmiðlum og því hafi verið ákveðið að leita á önnur mið. „Fjölmiðill eins og þessi hjá okkur og fjölmiðlar almennt, þeir lifa ekkert á stopulum auglýsingatekjum. Eins og þetta hefur verið í 25 ár núna þá höfum við selt áskrift að blaði en haldið opnum vef. Nú er bara meiri samhljómur þarna á milli þannig báðir hafa sínar tekjur.“
Fjölmiðlar Facebook Meta Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Sjá rukkun og „sirka tilboð“ gjörólíku ljósi Neytendur Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Viðskipti erlent Getur verið vandræðalegt að byrja allt í einu að syngja í Krónunni Atvinnulíf Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Neytendur Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Viðskipti innlent Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Neytendur Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Viðskipti innlent Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Neytendur Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Sjá meira