Gleðilegt að bæta eigi úr samgöngum til og frá Keflavíkurflugvelli Vésteinn Örn Pétursson skrifar 1. mars 2023 22:18 Hildur segir sérstaklega ánægjulegt að sjá að strax eigi að ráðast í úrbætur. Vísir/Vilhelm Starfshópur á vegum innviðaráðherra á að skila af sér tillögum að úrbótum á almenningssamgöngum til og frá Keflavíkurflugvelli fyrir næsta sumar í apríl á þessu ári. Tillögur til lengri tíma eiga að liggja fyrir í haust. Þingmaður Sjálfstæðisflokksins fagnar því að ráðast eigi í úrbætur. Þetta kemur fram í svari Sigurðar Inga Jóhannssonar innviðaráðherra við fyrirspurn Hildar Sverrisdóttur, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, um málaflokkinn. Þar spurði Hildur meðal annars hvaða ráðstafanir hafi verið gerðar til að tryggja góðar almenningssamgöngur frá höfuðborginni til Keflavíkurflugvallar. „Starfshópur ráðherra um bættar og umhverfisvænar almenningssamgöngur milli Keflavíkurflugvallar og höfuðborgarsvæðisins er að hefja störf. Verkefni hans er að greina leiðir til að bæta almenningssamgöngur á þessari leið með umhverfisvænum hætti og leggja fram tillögur til úrbóta. Horft verður m.a. til leiðakerfis, þjónustustigs, verðskrár, staðsetningar og umgjarðar biðstöðva og kolefnisfótspors. Hópurinn mun setja fram tillögu að aðgerðaáætlun um úrbætur á næstu þremur árum en jafnframt verður horft til þess að ná umbótum á þjónustunni næsta sumar,“ segir í svarinu. Niðurstöður og tillögur að úrbótum fyrir næsta sumar eigi að liggja fyrir í apríl á þessu ári en tillögur til lengri tíma í september. Þá sé ekkert í lögum né samningum ríkisins við Isavia sem komi í veg fyrir að úrbætur verði gerðar á almenningssamgöngum. Að sama skapi verði ekki séð að samningar Isavia við rekstraraðila hópbifreiða geti staðið í vegi fyrir slíkum úrbótum. Mikilvægt sé að almenningssamgöngur milli Keflavíkurflugvallar og höfuðborgarsvæðisins verði bættar sem fyrst. Meðal þeirra atriða sem verði skoðuð sé að færa biðstöðvar almenningsvagna nær flugstöðvarbyggingunni. Innviðaráðherra segir mikilvægt að samgöngur milli Keflavíkurflugvallar og höfuðborgarinnar verði bættar sem fyrst.Vísir/Vilhelm Mikið hagsmunamál fyrir marga Hildur, sem lagði fyrirspurnina fram fyrir mánuði síðan, fagnar svari Sigurðar Inga. „Sérstaklega að það eigi að ráðast strax í að bæta úr þessu afleita ástandi að það séu í raun ekki almenningssamgöngur út á Keflavíkurflugvöll.“ Hagsmunir margra séu undir, og því gott að sjá að verið sé að bregðast við vandanum. „Þetta er mikið hagsmunamál fyrir höfuðborgarbúa og ferðamenn sem hefur hreinlega ekki verið sinnt. Því lagði ég fram þessa fyrirspurn og það er gott að sjá að hún hefur komið hreyfingu á málið,“ segir Hildur, Keflavíkurflugvöllur Samgöngur Strætó Alþingi Tengdar fréttir Mikil óánægja með samgöngur til og frá Keflavíkurflugvelli Mikil óánægja ríkir vegna þeirra ferðamöguleika sem til staðar eru til og frá Keflavíkurflugvelli. Rútuferð er nánast eini möguleikinn fyrir þá sem kjósa að ferðast ekki á einkabíl og flugvallarbílastæðið á það til að fyllast. 2. júní 2022 07:00 Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Réttindalaus dreginn af öðrum Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Endurskoða varðveislu á upptökum lögreglu eftir að gögnum var eytt Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Sjá meira
Þetta kemur fram í svari Sigurðar Inga Jóhannssonar innviðaráðherra við fyrirspurn Hildar Sverrisdóttur, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, um málaflokkinn. Þar spurði Hildur meðal annars hvaða ráðstafanir hafi verið gerðar til að tryggja góðar almenningssamgöngur frá höfuðborginni til Keflavíkurflugvallar. „Starfshópur ráðherra um bættar og umhverfisvænar almenningssamgöngur milli Keflavíkurflugvallar og höfuðborgarsvæðisins er að hefja störf. Verkefni hans er að greina leiðir til að bæta almenningssamgöngur á þessari leið með umhverfisvænum hætti og leggja fram tillögur til úrbóta. Horft verður m.a. til leiðakerfis, þjónustustigs, verðskrár, staðsetningar og umgjarðar biðstöðva og kolefnisfótspors. Hópurinn mun setja fram tillögu að aðgerðaáætlun um úrbætur á næstu þremur árum en jafnframt verður horft til þess að ná umbótum á þjónustunni næsta sumar,“ segir í svarinu. Niðurstöður og tillögur að úrbótum fyrir næsta sumar eigi að liggja fyrir í apríl á þessu ári en tillögur til lengri tíma í september. Þá sé ekkert í lögum né samningum ríkisins við Isavia sem komi í veg fyrir að úrbætur verði gerðar á almenningssamgöngum. Að sama skapi verði ekki séð að samningar Isavia við rekstraraðila hópbifreiða geti staðið í vegi fyrir slíkum úrbótum. Mikilvægt sé að almenningssamgöngur milli Keflavíkurflugvallar og höfuðborgarsvæðisins verði bættar sem fyrst. Meðal þeirra atriða sem verði skoðuð sé að færa biðstöðvar almenningsvagna nær flugstöðvarbyggingunni. Innviðaráðherra segir mikilvægt að samgöngur milli Keflavíkurflugvallar og höfuðborgarinnar verði bættar sem fyrst.Vísir/Vilhelm Mikið hagsmunamál fyrir marga Hildur, sem lagði fyrirspurnina fram fyrir mánuði síðan, fagnar svari Sigurðar Inga. „Sérstaklega að það eigi að ráðast strax í að bæta úr þessu afleita ástandi að það séu í raun ekki almenningssamgöngur út á Keflavíkurflugvöll.“ Hagsmunir margra séu undir, og því gott að sjá að verið sé að bregðast við vandanum. „Þetta er mikið hagsmunamál fyrir höfuðborgarbúa og ferðamenn sem hefur hreinlega ekki verið sinnt. Því lagði ég fram þessa fyrirspurn og það er gott að sjá að hún hefur komið hreyfingu á málið,“ segir Hildur,
Keflavíkurflugvöllur Samgöngur Strætó Alþingi Tengdar fréttir Mikil óánægja með samgöngur til og frá Keflavíkurflugvelli Mikil óánægja ríkir vegna þeirra ferðamöguleika sem til staðar eru til og frá Keflavíkurflugvelli. Rútuferð er nánast eini möguleikinn fyrir þá sem kjósa að ferðast ekki á einkabíl og flugvallarbílastæðið á það til að fyllast. 2. júní 2022 07:00 Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Réttindalaus dreginn af öðrum Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Endurskoða varðveislu á upptökum lögreglu eftir að gögnum var eytt Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Sjá meira
Mikil óánægja með samgöngur til og frá Keflavíkurflugvelli Mikil óánægja ríkir vegna þeirra ferðamöguleika sem til staðar eru til og frá Keflavíkurflugvelli. Rútuferð er nánast eini möguleikinn fyrir þá sem kjósa að ferðast ekki á einkabíl og flugvallarbílastæðið á það til að fyllast. 2. júní 2022 07:00