Áfrýjun Sigurðar skilaði engu Sindri Sverrisson skrifar 2. mars 2023 10:33 Sigurður Gísli Bond Snorrason mun ekki spila fótbolta á Íslandi á þessu ári eftir að hafa veðjað á eigin leiki. Vísir/Egill Áfrýjunardómstóll KSÍ hefur staðfest úrskurð um að fótboltamaðurinn Sigurður Gísli Bond Snorrason skuli sæta banni frá knattspyrnu til 15. nóvember, fyrir að veðja á eigin fótboltaleiki. Veðmálafyrirtækið Pinnacle hafði komið upplýsingum á framfæri við KSÍ um að Sigurður hefði veðjað á mörg hundruð leiki. Þar á meðal veðjaði hann á að minnsta kosti fjóra leiki sem hann tók sjálfur þátt í, með liði Aftureldingar. Aga- og úrskurðarnefnd KSÍ úrskurðaði Sigurð af þessum sökum í bann út keppnistímabilið 2023 en Sigurður áfrýjaði og krafðist þess að málinu yrði vísað frá vegna formgalla og vanreifunar á kæru, en til vara að honum yrði ekki gerð refsing eða þá að refsing yrði stytt. Áfrýjunardómstóllinn gaf lítið fyrir þær kröfur. Samkvæmt gögnum frá Pinnacle sem KSÍ fékk veðjaði Sigurður í hundruð skipta á leiki á Íslandi, í flestum deildum Íslandsmóts meistaraflokks karla og kvenna, og í 2. flokki. Hann veðjaði sérstaklega mikið á leiki ÍH, Augnabliks, Dalvíkur/Reynis og Aftureldingar, en veðmálin á leiki Aftureldingar virðast aðalástæða dómsins sem er einstakur í sögu íslenskrar knattspyrnu. Sigurður braut gegn grein 6.2 í lögum KSÍ sem hljóðar svo: „Aðildarfélag skuldbindur sig til að vinna gegn ólöglegri veðmálastarfsemi og hagræðingu úrslita leikja. Aðilum sem falla undir lög þessi og taka þátt í knattspyrnuleikjum á vegum KSÍ er óheimilt að taka þátt í veðmálastarfsemi, með beinum eða óbeinum hætti, í tengslum við eigin leiki og eigin mót. Bann þetta tekur einnig til miðlunar upplýsinga í þeim tilgangi að hafa áhrif á veðmál og fela í sér fjárhagslegan ávinning.“ Sigurður mátti því ekki veðja á leiki Aftureldingar í Lengjudeild eða Mjólkurbikar karla í fyrra, né á aðra leiki í þeim keppnum eða öðrum sem Afturelding tók þátt í. Það gerði hann hins vegar ítrekað á tímabilinu sem til umfjöllunar var, frá 23. júlí til 4. september í fyrra, eins og fyrr segir. Íslenski boltinn Tengdar fréttir Bannaður frá þátttöku tímabilið 2023 eftir að hafa veðjað á eigið lið Aga- og úrskurðarnefnd Knattspyrnusambands Íslands hefur dæmt í máli Sigurðar Gísla Bond Snorrasonar. Hann veðjaði á mörg hundruð leiki, þar á meðal sína eigin. „Hefur nefndin úrskurðað fyrrum samningsleikmann Aftureldingar í bann frá allri þátttöku í knattspyrnu keppnistímabilið 2023.“ 27. janúar 2023 17:45 Heimskulegt og gert í algjöru hugsunarleysi Sigurður Gísli Bond Snorrason, fyrrverandi leikmaður Aftureldingar, segir það hafa verið heimskulegt af sér að veðja á sína eigin knattspyrnuleiki. Strangt til tekið vissi hann að þetta væri ólöglegt en hann segist aldrei hafa labbað inn á knattspyrnuvöll með neitt annað hugarfar en að vinna leikinn. 19. janúar 2023 00:05 Leikmaður Aftureldingar veðjaði á eigin leiki og hundruð til viðbótar Knattspyrnumaður sem spilaði með Aftureldingu í næstu efstu deild Íslandsmótsins sumarið 2022 veðjaði á hundruð knattspyrnuleikja hér á landi á sama sumar. Meðal annars leiki sem hann spilaði. 17. janúar 2023 16:34 Mest lesið Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Handbolti Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Fótbolti „Við vorum teknir í bólinu“ Körfubolti Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Fótbolti „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Körfubolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Zlatan Ibrahimovic kominn með heiðursbelti í tækvondó Fótbolti Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól Körfubolti Fleiri fréttir Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Sjá meira
Veðmálafyrirtækið Pinnacle hafði komið upplýsingum á framfæri við KSÍ um að Sigurður hefði veðjað á mörg hundruð leiki. Þar á meðal veðjaði hann á að minnsta kosti fjóra leiki sem hann tók sjálfur þátt í, með liði Aftureldingar. Aga- og úrskurðarnefnd KSÍ úrskurðaði Sigurð af þessum sökum í bann út keppnistímabilið 2023 en Sigurður áfrýjaði og krafðist þess að málinu yrði vísað frá vegna formgalla og vanreifunar á kæru, en til vara að honum yrði ekki gerð refsing eða þá að refsing yrði stytt. Áfrýjunardómstóllinn gaf lítið fyrir þær kröfur. Samkvæmt gögnum frá Pinnacle sem KSÍ fékk veðjaði Sigurður í hundruð skipta á leiki á Íslandi, í flestum deildum Íslandsmóts meistaraflokks karla og kvenna, og í 2. flokki. Hann veðjaði sérstaklega mikið á leiki ÍH, Augnabliks, Dalvíkur/Reynis og Aftureldingar, en veðmálin á leiki Aftureldingar virðast aðalástæða dómsins sem er einstakur í sögu íslenskrar knattspyrnu. Sigurður braut gegn grein 6.2 í lögum KSÍ sem hljóðar svo: „Aðildarfélag skuldbindur sig til að vinna gegn ólöglegri veðmálastarfsemi og hagræðingu úrslita leikja. Aðilum sem falla undir lög þessi og taka þátt í knattspyrnuleikjum á vegum KSÍ er óheimilt að taka þátt í veðmálastarfsemi, með beinum eða óbeinum hætti, í tengslum við eigin leiki og eigin mót. Bann þetta tekur einnig til miðlunar upplýsinga í þeim tilgangi að hafa áhrif á veðmál og fela í sér fjárhagslegan ávinning.“ Sigurður mátti því ekki veðja á leiki Aftureldingar í Lengjudeild eða Mjólkurbikar karla í fyrra, né á aðra leiki í þeim keppnum eða öðrum sem Afturelding tók þátt í. Það gerði hann hins vegar ítrekað á tímabilinu sem til umfjöllunar var, frá 23. júlí til 4. september í fyrra, eins og fyrr segir.
Íslenski boltinn Tengdar fréttir Bannaður frá þátttöku tímabilið 2023 eftir að hafa veðjað á eigið lið Aga- og úrskurðarnefnd Knattspyrnusambands Íslands hefur dæmt í máli Sigurðar Gísla Bond Snorrasonar. Hann veðjaði á mörg hundruð leiki, þar á meðal sína eigin. „Hefur nefndin úrskurðað fyrrum samningsleikmann Aftureldingar í bann frá allri þátttöku í knattspyrnu keppnistímabilið 2023.“ 27. janúar 2023 17:45 Heimskulegt og gert í algjöru hugsunarleysi Sigurður Gísli Bond Snorrason, fyrrverandi leikmaður Aftureldingar, segir það hafa verið heimskulegt af sér að veðja á sína eigin knattspyrnuleiki. Strangt til tekið vissi hann að þetta væri ólöglegt en hann segist aldrei hafa labbað inn á knattspyrnuvöll með neitt annað hugarfar en að vinna leikinn. 19. janúar 2023 00:05 Leikmaður Aftureldingar veðjaði á eigin leiki og hundruð til viðbótar Knattspyrnumaður sem spilaði með Aftureldingu í næstu efstu deild Íslandsmótsins sumarið 2022 veðjaði á hundruð knattspyrnuleikja hér á landi á sama sumar. Meðal annars leiki sem hann spilaði. 17. janúar 2023 16:34 Mest lesið Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Handbolti Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Fótbolti „Við vorum teknir í bólinu“ Körfubolti Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Fótbolti „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Körfubolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Zlatan Ibrahimovic kominn með heiðursbelti í tækvondó Fótbolti Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól Körfubolti Fleiri fréttir Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Sjá meira
Bannaður frá þátttöku tímabilið 2023 eftir að hafa veðjað á eigið lið Aga- og úrskurðarnefnd Knattspyrnusambands Íslands hefur dæmt í máli Sigurðar Gísla Bond Snorrasonar. Hann veðjaði á mörg hundruð leiki, þar á meðal sína eigin. „Hefur nefndin úrskurðað fyrrum samningsleikmann Aftureldingar í bann frá allri þátttöku í knattspyrnu keppnistímabilið 2023.“ 27. janúar 2023 17:45
Heimskulegt og gert í algjöru hugsunarleysi Sigurður Gísli Bond Snorrason, fyrrverandi leikmaður Aftureldingar, segir það hafa verið heimskulegt af sér að veðja á sína eigin knattspyrnuleiki. Strangt til tekið vissi hann að þetta væri ólöglegt en hann segist aldrei hafa labbað inn á knattspyrnuvöll með neitt annað hugarfar en að vinna leikinn. 19. janúar 2023 00:05
Leikmaður Aftureldingar veðjaði á eigin leiki og hundruð til viðbótar Knattspyrnumaður sem spilaði með Aftureldingu í næstu efstu deild Íslandsmótsins sumarið 2022 veðjaði á hundruð knattspyrnuleikja hér á landi á sama sumar. Meðal annars leiki sem hann spilaði. 17. janúar 2023 16:34