Utan vallar: Krabbameinið boðið velkomið Sindri Sverrisson skrifar 3. mars 2023 11:30 Sigurður Gísli Bond Snorrason veðjaði á að minnsta kosti fjóra leiki sem hann spilaði sjálfur í fyrra. Hafliði Breiðfjörð Hið mikla fordæmi sem aga- og úrskurðarnefnd KSÍ setti með einstökum dómi yfir Sigurði Gísla Bond Snorrasyni vegna veðmála sendir alls ekki nógu afgerandi skilaboð um að knattspyrnufólk eigi aldrei að veðja á eigin leiki. Sigurður fékk bann sem gildir aðeins til loka keppnistímabilsins í haust – leikmenn sem til dæmis slíta krossband í hné geta sem sagt verið lengur frá keppni – og í vikunni staðfesti áfrýjunardómstóll KSÍ úrskurðinn eftir að Sigurður ákvað einhverra hluta vegna að áfrýja. Samkvæmt enskum miðlum er Ivan Toney, framherji Brentford og einn markahæsti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar, á leið í margra mánaða bann fyrir brot á veðmálareglum. Samt veðjaði hann aldrei á eigin leiki. Það er það sem gerir brot Sigurðar svo alvarleg. Hann veðjaði ekki bara á fjölda annarra leikja heldur á leiki eigin liðs, þar af að minnsta kosti fjóra leiki sem hann spilaði sjálfur. Hagnaðist á því að fá á sig mark Hann var ekki einu sinni að veðja á sigur síns liðs, sem væri kannski skárra. Samkvæmt gögnum í úrskurði aganefndar veðjaði Sigurður nefnilega á að ákveðinn lágmarksfjöldi marka liti dagsins ljós í leikjum sem hann spilaði. Engu máli skiptir í þannig veðmálum hvort liðanna sem spila skorar mörkin. Þetta er kannski ekki alveg jafnslæmt og að veðja á tap eigin liðs, en samt eiginlega. Fjárhagslegur hagnaður af því að fá á sig mark. Og ég er algjörlega ósammála því að sýna eigi leikmönnum einhverja þolinmæði sem haga sér með þessum hætti. Aga- og úrskurðarnefnd KSÍ gafst tækifæri til að sýna hversu grafalvarlegt málið er með þungu banni og eins árs bann er bara alls ekki nóg. Ævilangt bann hefði verið nær lagi en 3-4 ára bann líklega hæfilegt. Ég óttast að þessi vægi dómur bjóði velkomið það krabbamein sem veðmál og hagræðing úrslita er. Með þessu fordæmi er bara verið að segja: Ef svo ólíklega vill til að það komist upp um það að þú veðjir á eigin leiki, jafnvel margítrekað, þá kostar það þig bara níu mánuði frá fótbolta. Refsað fyrir veðmál í deild sem auglýsir veðmál Maður getur rétt ímyndað sér hversu erfitt er að koma upp um leikmenn sem veðja á eigin leiki, enda hefur KSÍ engar rannsóknarheimildir, og þess þá heldur þurfa viðurlögin að vera mjög ströng. Alveg sama hversu leiðir menn eru yfir sínum brotum, eins og Sigurður fékk að ræða um gagnrýnislaust í vinsælasta fótboltahlaðvarpi landsins. Leikmenn sem standast ekki þá freistingu að veðja á eigin leiki eiga ekkert erindi inn á fótboltavöll. Það má þó segja Sigurði til einhverrar varnar að það gæti aukið á freistnivanda leikmanna að vera að spila í Lengjudeildinni. Deildin sem hann spilaði í, og mátti ekki veðja á leiki í, er sem sagt sérstaklega nefnd eftir getraunaleik, eins kaldhæðnislegt og eðlilegt og mönnum kann að finnast það vera. Það kemur alla vega býsna illa út fyrir KSÍ að leikmönnum sé refsað fyrir veðmál á sama tíma og sambandið leggur blessun sína yfir að nota þá til að auglýsa veðmálastarfsemi. Lengjudeild karla Fjárhættuspil KSÍ Mest lesið Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Enski boltinn Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Körfubolti Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Körfubolti „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Dagskráin í dag: Formúla, frábærir leikir í enska og uppgjör frægra í Doc Zone Sport Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Fótbolti Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Fótbolti Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Handbolti Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Körfubolti Fleiri fréttir Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sædís og Arna fengu silfrið en Diljá meiddist Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Rekinn aðeins sex mánuðum eftir að hann yfirgaf Liverpool Mamma og pabbi í stúkunni þegar Emelía skoraði þrennuna í bikarnum Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Sex handtökur í mótmælum fyrir leik í Evrópudeildinni Emilía skoraði annan leikinn í röð Logi á toppnum en Hákon á bekknum Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Ronaldo og félagar spila landsleik í sérstökum Eusébio-búningi Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Sjá meira
Sigurður fékk bann sem gildir aðeins til loka keppnistímabilsins í haust – leikmenn sem til dæmis slíta krossband í hné geta sem sagt verið lengur frá keppni – og í vikunni staðfesti áfrýjunardómstóll KSÍ úrskurðinn eftir að Sigurður ákvað einhverra hluta vegna að áfrýja. Samkvæmt enskum miðlum er Ivan Toney, framherji Brentford og einn markahæsti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar, á leið í margra mánaða bann fyrir brot á veðmálareglum. Samt veðjaði hann aldrei á eigin leiki. Það er það sem gerir brot Sigurðar svo alvarleg. Hann veðjaði ekki bara á fjölda annarra leikja heldur á leiki eigin liðs, þar af að minnsta kosti fjóra leiki sem hann spilaði sjálfur. Hagnaðist á því að fá á sig mark Hann var ekki einu sinni að veðja á sigur síns liðs, sem væri kannski skárra. Samkvæmt gögnum í úrskurði aganefndar veðjaði Sigurður nefnilega á að ákveðinn lágmarksfjöldi marka liti dagsins ljós í leikjum sem hann spilaði. Engu máli skiptir í þannig veðmálum hvort liðanna sem spila skorar mörkin. Þetta er kannski ekki alveg jafnslæmt og að veðja á tap eigin liðs, en samt eiginlega. Fjárhagslegur hagnaður af því að fá á sig mark. Og ég er algjörlega ósammála því að sýna eigi leikmönnum einhverja þolinmæði sem haga sér með þessum hætti. Aga- og úrskurðarnefnd KSÍ gafst tækifæri til að sýna hversu grafalvarlegt málið er með þungu banni og eins árs bann er bara alls ekki nóg. Ævilangt bann hefði verið nær lagi en 3-4 ára bann líklega hæfilegt. Ég óttast að þessi vægi dómur bjóði velkomið það krabbamein sem veðmál og hagræðing úrslita er. Með þessu fordæmi er bara verið að segja: Ef svo ólíklega vill til að það komist upp um það að þú veðjir á eigin leiki, jafnvel margítrekað, þá kostar það þig bara níu mánuði frá fótbolta. Refsað fyrir veðmál í deild sem auglýsir veðmál Maður getur rétt ímyndað sér hversu erfitt er að koma upp um leikmenn sem veðja á eigin leiki, enda hefur KSÍ engar rannsóknarheimildir, og þess þá heldur þurfa viðurlögin að vera mjög ströng. Alveg sama hversu leiðir menn eru yfir sínum brotum, eins og Sigurður fékk að ræða um gagnrýnislaust í vinsælasta fótboltahlaðvarpi landsins. Leikmenn sem standast ekki þá freistingu að veðja á eigin leiki eiga ekkert erindi inn á fótboltavöll. Það má þó segja Sigurði til einhverrar varnar að það gæti aukið á freistnivanda leikmanna að vera að spila í Lengjudeildinni. Deildin sem hann spilaði í, og mátti ekki veðja á leiki í, er sem sagt sérstaklega nefnd eftir getraunaleik, eins kaldhæðnislegt og eðlilegt og mönnum kann að finnast það vera. Það kemur alla vega býsna illa út fyrir KSÍ að leikmönnum sé refsað fyrir veðmál á sama tíma og sambandið leggur blessun sína yfir að nota þá til að auglýsa veðmálastarfsemi.
Lengjudeild karla Fjárhættuspil KSÍ Mest lesið Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Enski boltinn Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Körfubolti Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Körfubolti „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Dagskráin í dag: Formúla, frábærir leikir í enska og uppgjör frægra í Doc Zone Sport Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Fótbolti Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Fótbolti Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Handbolti Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Körfubolti Fleiri fréttir Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sædís og Arna fengu silfrið en Diljá meiddist Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Rekinn aðeins sex mánuðum eftir að hann yfirgaf Liverpool Mamma og pabbi í stúkunni þegar Emelía skoraði þrennuna í bikarnum Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Sex handtökur í mótmælum fyrir leik í Evrópudeildinni Emilía skoraði annan leikinn í röð Logi á toppnum en Hákon á bekknum Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Ronaldo og félagar spila landsleik í sérstökum Eusébio-búningi Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Sjá meira