„Öll þessi lög eiga möguleika á að vinna“ Máni Snær Þorláksson skrifar 2. mars 2023 20:23 Laufey Helga Guðmundsdóttir og Ísak Pálmason, Eurovision-sérfræðingar og meðlimir í FÁSES. Bylgjan Eurovision-sérfræðingar eru á því að úrslit Söngvakeppni sjónvarpsins séu alls ekki ráðin. Þau segja öll lögin eiga möguleika á að verða framlag Íslands í Eurovision. Þau Laufey Helga Guðmundsdóttir og Ísak Pálmason, meðlimir í Félagi áhugafólks um Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva (FÁSES), segja að allt geti gerst á laugardaginn þrátt fyrir að Diljá og Langi Seli & Skuggarnir séu líklegust til að vinna keppnina. „Ég held að það geti ennþá allt gerst á laugardaginn. Öll þessi lög eiga möguleika á að vinna,“ segir Ísak í viðtali við Reykjavík Síðdegis á Bylgjunni í dag. Hann bendir þá á að flutningurinn á laugardaginn sé það sem skiptir máli: „Það sem er skemmtilegt líka við þessa keppni er að þetta er sjónvarpsútsending, það er formið á laugardaginn sem gildir. Það eru ekki allir búnir að sjá lögin, einhverjir sem horfðu ekki á forkeppnirnar eru að fara að horfa á úrslitin núna og kjósa í fyrsta skipti.“ Þau segja að úrslitin í ár séu mun jafnari heldur en úrslit síðustu ára. Viðtölin í græna herberginu mikilvæg Laufey segir að búast megi við því að keppendurnir verði öflugri á laugardaginn. Nú séu þeir búnir að prófa sviðið og geti byggt á reynslunni úr undanúrslitunum. „Það er örugglega þannig að einhverjir keppendur eru að fara að bæta í,“ segir hún. „Þannig ég er alveg tilbúin að fylgjast með hvað gerist á laugardeginum og taka í rauninni ákvörðun þá. Svo er líka eitt sem skiptir máli í þessu, það eru viðtölin í græna herberginu. Þau hafa áhrif, við sáum það bara árið 2018 með Ara Ólafs. Hann verður tilfinningasamur í græna herberginu, ótrúlega falleg stund, ég held að það hafi haft áhrif á hans sigurlíkur.“ Hefur trú á öllum íslensku lögunum Ísland keppir á seinni undankeppninni í Eurovision í ár. Íslenska framlagið mun því stíga á svið þann 11. maí í Liverpool í Bretlandi. Sama hvað gerist núna á laugardaginn þá er Laufey líka á því að Ísland komist í gegnum undankeppnina í Liverpool. Þjóðirnar sem við keppum við hafi ekki dregið fram skörpustu hnífana úr skúffunum sínum. „Ég held að í rauninni að öll þessi fimm lög sem eru í úrslitunum á laugardaginn gætu komist upp úr okkar riðli. Af því hann er bara ekki sá sterkasti, þetta hefur verið frambærilegri keppni. Sumir segja að það myndi þurfa að fá borgaðan pening fyrir að fara á seinni undankeppnina.“ Eurovision Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir Veðbankar hallast að Diljá og Langa Sela Úrslit Söngvakeppni sjónvarpsins fara fram næstkomandi laugardagskvöld. Veðbankar eru á sama máli, Diljá og Langi Seli & Skuggarnir eru líklegust til að keppa í Eurovision fyrir Íslands hönd. 1. mars 2023 15:13 Thomas Lundin telur einungis tvö laganna eiga möguleika að komast á úrslitakvöldið Álit finnska söngvarans og Eurovision-sérfræðingsins Thomas Lundin er að einungis tvö lög af þeim fimm sem keppa til úrslita í Söngvakeppni Sjónvarpsins á laugardag, eigi möguleika að komast upp úr undanúrslitum Eurovision í Liverpool í maí. Hann segir sömuleiðis að það sé hans tilfinning að gæði laganna sem keppa í Söngvakeppninni hafi almennt hrakað síðustu ár. 1. mars 2023 07:01 Mest lesið Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti Lífið „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Lífið Öldrun í hársverði - Fríða Rut gefur ráð Lífið samstarf Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Lífið Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Tónlist Hágæða merkjavara á geggjuðum afslætti út föstudaginn Lífið samstarf Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Lífið „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Lífið „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Tónlist Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Lífið Fleiri fréttir Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Sjá meira
Þau Laufey Helga Guðmundsdóttir og Ísak Pálmason, meðlimir í Félagi áhugafólks um Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva (FÁSES), segja að allt geti gerst á laugardaginn þrátt fyrir að Diljá og Langi Seli & Skuggarnir séu líklegust til að vinna keppnina. „Ég held að það geti ennþá allt gerst á laugardaginn. Öll þessi lög eiga möguleika á að vinna,“ segir Ísak í viðtali við Reykjavík Síðdegis á Bylgjunni í dag. Hann bendir þá á að flutningurinn á laugardaginn sé það sem skiptir máli: „Það sem er skemmtilegt líka við þessa keppni er að þetta er sjónvarpsútsending, það er formið á laugardaginn sem gildir. Það eru ekki allir búnir að sjá lögin, einhverjir sem horfðu ekki á forkeppnirnar eru að fara að horfa á úrslitin núna og kjósa í fyrsta skipti.“ Þau segja að úrslitin í ár séu mun jafnari heldur en úrslit síðustu ára. Viðtölin í græna herberginu mikilvæg Laufey segir að búast megi við því að keppendurnir verði öflugri á laugardaginn. Nú séu þeir búnir að prófa sviðið og geti byggt á reynslunni úr undanúrslitunum. „Það er örugglega þannig að einhverjir keppendur eru að fara að bæta í,“ segir hún. „Þannig ég er alveg tilbúin að fylgjast með hvað gerist á laugardeginum og taka í rauninni ákvörðun þá. Svo er líka eitt sem skiptir máli í þessu, það eru viðtölin í græna herberginu. Þau hafa áhrif, við sáum það bara árið 2018 með Ara Ólafs. Hann verður tilfinningasamur í græna herberginu, ótrúlega falleg stund, ég held að það hafi haft áhrif á hans sigurlíkur.“ Hefur trú á öllum íslensku lögunum Ísland keppir á seinni undankeppninni í Eurovision í ár. Íslenska framlagið mun því stíga á svið þann 11. maí í Liverpool í Bretlandi. Sama hvað gerist núna á laugardaginn þá er Laufey líka á því að Ísland komist í gegnum undankeppnina í Liverpool. Þjóðirnar sem við keppum við hafi ekki dregið fram skörpustu hnífana úr skúffunum sínum. „Ég held að í rauninni að öll þessi fimm lög sem eru í úrslitunum á laugardaginn gætu komist upp úr okkar riðli. Af því hann er bara ekki sá sterkasti, þetta hefur verið frambærilegri keppni. Sumir segja að það myndi þurfa að fá borgaðan pening fyrir að fara á seinni undankeppnina.“
Eurovision Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir Veðbankar hallast að Diljá og Langa Sela Úrslit Söngvakeppni sjónvarpsins fara fram næstkomandi laugardagskvöld. Veðbankar eru á sama máli, Diljá og Langi Seli & Skuggarnir eru líklegust til að keppa í Eurovision fyrir Íslands hönd. 1. mars 2023 15:13 Thomas Lundin telur einungis tvö laganna eiga möguleika að komast á úrslitakvöldið Álit finnska söngvarans og Eurovision-sérfræðingsins Thomas Lundin er að einungis tvö lög af þeim fimm sem keppa til úrslita í Söngvakeppni Sjónvarpsins á laugardag, eigi möguleika að komast upp úr undanúrslitum Eurovision í Liverpool í maí. Hann segir sömuleiðis að það sé hans tilfinning að gæði laganna sem keppa í Söngvakeppninni hafi almennt hrakað síðustu ár. 1. mars 2023 07:01 Mest lesið Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti Lífið „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Lífið Öldrun í hársverði - Fríða Rut gefur ráð Lífið samstarf Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Lífið Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Tónlist Hágæða merkjavara á geggjuðum afslætti út föstudaginn Lífið samstarf Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Lífið „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Lífið „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Tónlist Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Lífið Fleiri fréttir Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Sjá meira
Veðbankar hallast að Diljá og Langa Sela Úrslit Söngvakeppni sjónvarpsins fara fram næstkomandi laugardagskvöld. Veðbankar eru á sama máli, Diljá og Langi Seli & Skuggarnir eru líklegust til að keppa í Eurovision fyrir Íslands hönd. 1. mars 2023 15:13
Thomas Lundin telur einungis tvö laganna eiga möguleika að komast á úrslitakvöldið Álit finnska söngvarans og Eurovision-sérfræðingsins Thomas Lundin er að einungis tvö lög af þeim fimm sem keppa til úrslita í Söngvakeppni Sjónvarpsins á laugardag, eigi möguleika að komast upp úr undanúrslitum Eurovision í Liverpool í maí. Hann segir sömuleiðis að það sé hans tilfinning að gæði laganna sem keppa í Söngvakeppninni hafi almennt hrakað síðustu ár. 1. mars 2023 07:01