„Öll þessi lög eiga möguleika á að vinna“ Máni Snær Þorláksson skrifar 2. mars 2023 20:23 Laufey Helga Guðmundsdóttir og Ísak Pálmason, Eurovision-sérfræðingar og meðlimir í FÁSES. Bylgjan Eurovision-sérfræðingar eru á því að úrslit Söngvakeppni sjónvarpsins séu alls ekki ráðin. Þau segja öll lögin eiga möguleika á að verða framlag Íslands í Eurovision. Þau Laufey Helga Guðmundsdóttir og Ísak Pálmason, meðlimir í Félagi áhugafólks um Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva (FÁSES), segja að allt geti gerst á laugardaginn þrátt fyrir að Diljá og Langi Seli & Skuggarnir séu líklegust til að vinna keppnina. „Ég held að það geti ennþá allt gerst á laugardaginn. Öll þessi lög eiga möguleika á að vinna,“ segir Ísak í viðtali við Reykjavík Síðdegis á Bylgjunni í dag. Hann bendir þá á að flutningurinn á laugardaginn sé það sem skiptir máli: „Það sem er skemmtilegt líka við þessa keppni er að þetta er sjónvarpsútsending, það er formið á laugardaginn sem gildir. Það eru ekki allir búnir að sjá lögin, einhverjir sem horfðu ekki á forkeppnirnar eru að fara að horfa á úrslitin núna og kjósa í fyrsta skipti.“ Þau segja að úrslitin í ár séu mun jafnari heldur en úrslit síðustu ára. Viðtölin í græna herberginu mikilvæg Laufey segir að búast megi við því að keppendurnir verði öflugri á laugardaginn. Nú séu þeir búnir að prófa sviðið og geti byggt á reynslunni úr undanúrslitunum. „Það er örugglega þannig að einhverjir keppendur eru að fara að bæta í,“ segir hún. „Þannig ég er alveg tilbúin að fylgjast með hvað gerist á laugardeginum og taka í rauninni ákvörðun þá. Svo er líka eitt sem skiptir máli í þessu, það eru viðtölin í græna herberginu. Þau hafa áhrif, við sáum það bara árið 2018 með Ara Ólafs. Hann verður tilfinningasamur í græna herberginu, ótrúlega falleg stund, ég held að það hafi haft áhrif á hans sigurlíkur.“ Hefur trú á öllum íslensku lögunum Ísland keppir á seinni undankeppninni í Eurovision í ár. Íslenska framlagið mun því stíga á svið þann 11. maí í Liverpool í Bretlandi. Sama hvað gerist núna á laugardaginn þá er Laufey líka á því að Ísland komist í gegnum undankeppnina í Liverpool. Þjóðirnar sem við keppum við hafi ekki dregið fram skörpustu hnífana úr skúffunum sínum. „Ég held að í rauninni að öll þessi fimm lög sem eru í úrslitunum á laugardaginn gætu komist upp úr okkar riðli. Af því hann er bara ekki sá sterkasti, þetta hefur verið frambærilegri keppni. Sumir segja að það myndi þurfa að fá borgaðan pening fyrir að fara á seinni undankeppnina.“ Eurovision Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir Veðbankar hallast að Diljá og Langa Sela Úrslit Söngvakeppni sjónvarpsins fara fram næstkomandi laugardagskvöld. Veðbankar eru á sama máli, Diljá og Langi Seli & Skuggarnir eru líklegust til að keppa í Eurovision fyrir Íslands hönd. 1. mars 2023 15:13 Thomas Lundin telur einungis tvö laganna eiga möguleika að komast á úrslitakvöldið Álit finnska söngvarans og Eurovision-sérfræðingsins Thomas Lundin er að einungis tvö lög af þeim fimm sem keppa til úrslita í Söngvakeppni Sjónvarpsins á laugardag, eigi möguleika að komast upp úr undanúrslitum Eurovision í Liverpool í maí. Hann segir sömuleiðis að það sé hans tilfinning að gæði laganna sem keppa í Söngvakeppninni hafi almennt hrakað síðustu ár. 1. mars 2023 07:01 Mest lesið Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Gagnrýni Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals Lífið Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Bíó og sjónvarp Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Seldist upp á einni mínútu Lífið Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Tíska og hönnun Drengurinn skal heita Ezra Lífið „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Lífið Fleiri fréttir Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Drengurinn skal heita Ezra Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Seldist upp á einni mínútu Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Sjá meira
Þau Laufey Helga Guðmundsdóttir og Ísak Pálmason, meðlimir í Félagi áhugafólks um Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva (FÁSES), segja að allt geti gerst á laugardaginn þrátt fyrir að Diljá og Langi Seli & Skuggarnir séu líklegust til að vinna keppnina. „Ég held að það geti ennþá allt gerst á laugardaginn. Öll þessi lög eiga möguleika á að vinna,“ segir Ísak í viðtali við Reykjavík Síðdegis á Bylgjunni í dag. Hann bendir þá á að flutningurinn á laugardaginn sé það sem skiptir máli: „Það sem er skemmtilegt líka við þessa keppni er að þetta er sjónvarpsútsending, það er formið á laugardaginn sem gildir. Það eru ekki allir búnir að sjá lögin, einhverjir sem horfðu ekki á forkeppnirnar eru að fara að horfa á úrslitin núna og kjósa í fyrsta skipti.“ Þau segja að úrslitin í ár séu mun jafnari heldur en úrslit síðustu ára. Viðtölin í græna herberginu mikilvæg Laufey segir að búast megi við því að keppendurnir verði öflugri á laugardaginn. Nú séu þeir búnir að prófa sviðið og geti byggt á reynslunni úr undanúrslitunum. „Það er örugglega þannig að einhverjir keppendur eru að fara að bæta í,“ segir hún. „Þannig ég er alveg tilbúin að fylgjast með hvað gerist á laugardeginum og taka í rauninni ákvörðun þá. Svo er líka eitt sem skiptir máli í þessu, það eru viðtölin í græna herberginu. Þau hafa áhrif, við sáum það bara árið 2018 með Ara Ólafs. Hann verður tilfinningasamur í græna herberginu, ótrúlega falleg stund, ég held að það hafi haft áhrif á hans sigurlíkur.“ Hefur trú á öllum íslensku lögunum Ísland keppir á seinni undankeppninni í Eurovision í ár. Íslenska framlagið mun því stíga á svið þann 11. maí í Liverpool í Bretlandi. Sama hvað gerist núna á laugardaginn þá er Laufey líka á því að Ísland komist í gegnum undankeppnina í Liverpool. Þjóðirnar sem við keppum við hafi ekki dregið fram skörpustu hnífana úr skúffunum sínum. „Ég held að í rauninni að öll þessi fimm lög sem eru í úrslitunum á laugardaginn gætu komist upp úr okkar riðli. Af því hann er bara ekki sá sterkasti, þetta hefur verið frambærilegri keppni. Sumir segja að það myndi þurfa að fá borgaðan pening fyrir að fara á seinni undankeppnina.“
Eurovision Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir Veðbankar hallast að Diljá og Langa Sela Úrslit Söngvakeppni sjónvarpsins fara fram næstkomandi laugardagskvöld. Veðbankar eru á sama máli, Diljá og Langi Seli & Skuggarnir eru líklegust til að keppa í Eurovision fyrir Íslands hönd. 1. mars 2023 15:13 Thomas Lundin telur einungis tvö laganna eiga möguleika að komast á úrslitakvöldið Álit finnska söngvarans og Eurovision-sérfræðingsins Thomas Lundin er að einungis tvö lög af þeim fimm sem keppa til úrslita í Söngvakeppni Sjónvarpsins á laugardag, eigi möguleika að komast upp úr undanúrslitum Eurovision í Liverpool í maí. Hann segir sömuleiðis að það sé hans tilfinning að gæði laganna sem keppa í Söngvakeppninni hafi almennt hrakað síðustu ár. 1. mars 2023 07:01 Mest lesið Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Gagnrýni Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals Lífið Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Bíó og sjónvarp Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Seldist upp á einni mínútu Lífið Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Tíska og hönnun Drengurinn skal heita Ezra Lífið „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Lífið Fleiri fréttir Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Drengurinn skal heita Ezra Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Seldist upp á einni mínútu Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Sjá meira
Veðbankar hallast að Diljá og Langa Sela Úrslit Söngvakeppni sjónvarpsins fara fram næstkomandi laugardagskvöld. Veðbankar eru á sama máli, Diljá og Langi Seli & Skuggarnir eru líklegust til að keppa í Eurovision fyrir Íslands hönd. 1. mars 2023 15:13
Thomas Lundin telur einungis tvö laganna eiga möguleika að komast á úrslitakvöldið Álit finnska söngvarans og Eurovision-sérfræðingsins Thomas Lundin er að einungis tvö lög af þeim fimm sem keppa til úrslita í Söngvakeppni Sjónvarpsins á laugardag, eigi möguleika að komast upp úr undanúrslitum Eurovision í Liverpool í maí. Hann segir sömuleiðis að það sé hans tilfinning að gæði laganna sem keppa í Söngvakeppninni hafi almennt hrakað síðustu ár. 1. mars 2023 07:01