„Þetta var torsóttur sigur“ Hinrik Wöhler skrifar 3. mars 2023 21:51 Þórir Ólafsson, þjálfari Selfoss. Vísir/Diego Selfyssingar sigruðu ÍR á Selfossi í kvöld 32-30. Þórir Ólafsson, þjálfari Selfoss, var sáttur með tveggja marka sigur og halda Selfyssingar áfram að klífa upp töfluna. Selfyssingar leiddu gott sem allan leikinn en náðu aldrei að slíta sig frá baráttuglöðum ÍR-ingum. „Tilfinningin er fín, þetta var erfitt og við vissum það. Þetta er örugglega ekki besti leikurinn hjá okkur í vetur en við erum virkilega sáttir með að taka tvö stig á móti sprækum ÍR-ingum, það er ekki spurning,“ sagði Þórir Ólafsson eftir leikinn á Selfossi í kvöld. „Við vorum aðeins að rótera en við misstum Sverri Pálsson út varnarlega og Guðmundur Hólmar gat ekki verið mikið með. Þá voru aðrir sem þurftu að stíga inn í önnur hlutverk, bæði varnarlega og sóknarlega, og við leystum það. Til að byrja með vorum við í erfiðleikum sóknarlega en varnarlega náðum við að standa nokkuð vel. Þetta var torsóttur sigur, en heilt yfir er ég sáttur.“ Selfyssingar spiluðu á mörgum leikmönnum í kvöld og er Þórir óhræddur við að kasta mönnum út í djúpu laugina. „Þetta er eins og mig langar að spila, hafa menn ferska og geta róterað. Ungu strákarnir fá tækifæri hjá mér og það er þeirra að nýta það og þeir hafa svo sem gert það í vetur. Það er alveg nauðsynlegt að fá þessar auka mínútur í hvíld fyrir þá sem eru að spila meira, það munar um hverjar fimm til tíu mínútur í hvorum hálfleik. Mér finnst gaman að rótera mönnum og sérstaklega þegar það gengur upp,“ sagði Þórir en gott sem allir leikmenn Selfyssinga komu við sögu í kvöld. Samkvæmt leikjaplani HSÍ er næsti leikur Selfyssinga settur 25. mars á móti Val, þó að dagsetningin geti breyst, er ljóst að það er langt í næsta leik fyrir Þóri og lærisveina. „Það verður lyftingar og rólegheit næstu viku en svo förum við að æfa eðlilega eftir það og koma mönnum í keppnisgír.“ Olís-deildin er gríðarlega jöfn um þessar mundir en fjögur lið eru jöfn með 21 stig, þar á meðal Selfoss, og raða liðin sér í þriðja til sjötta sæti. „Við eigum erfitt prógram eftir, Valur er næsti leikur og eigum eftir að spila við FH, Stjörnuna og Aftureldingu. Öll liðin sem eru í kringum og fyrir ofan okkur. Við þurfum bara að ná í punkta ef við ætlum okkur að klífa hærra í töflunni. Ég sé alveg tækifæri í öllum leikjunum eins og þetta hefur verið í vetur. Við þurfum bara að vera vel gíraðir og ná sókninni og vörninni betur fyrir næstu fjóra leiki,“ sagði Þórir að lokum eftir leikinn í kvöld. Olís-deild karla UMF Selfoss ÍR Tengdar fréttir Leik lokið: Selfoss - ÍR 32-30 | Selfyssingar enn í baráttunni um heimavallarétt Selfoss vann mikilvægan tveggja marka sigur er liðið tók á móti ÍR í Olís-deild karla í handbolta í kvöld, 32-30. Sigurinn þýðir að Selfyssingar eru enn í harðri baráttu um eitt af efstu fjórum sætum deildarinnar, en ÍR-ingar færast nær falli. 3. mars 2023 21:00 Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti Fleiri fréttir Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Íslensku stelpurnar með tíu mörk saman í flottum sigri „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Ómar Ingi skoraði úr ellefu fyrstu skotunum og endaði með fimmtán mörk Haukur Þrastar byrjar mjög vel með Ljónunum Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ Strákarnir hans Guðjóns Vals byrja tímabilið vel Ágúst strax kominn með titil hjá Álaborg Sjá meira
„Tilfinningin er fín, þetta var erfitt og við vissum það. Þetta er örugglega ekki besti leikurinn hjá okkur í vetur en við erum virkilega sáttir með að taka tvö stig á móti sprækum ÍR-ingum, það er ekki spurning,“ sagði Þórir Ólafsson eftir leikinn á Selfossi í kvöld. „Við vorum aðeins að rótera en við misstum Sverri Pálsson út varnarlega og Guðmundur Hólmar gat ekki verið mikið með. Þá voru aðrir sem þurftu að stíga inn í önnur hlutverk, bæði varnarlega og sóknarlega, og við leystum það. Til að byrja með vorum við í erfiðleikum sóknarlega en varnarlega náðum við að standa nokkuð vel. Þetta var torsóttur sigur, en heilt yfir er ég sáttur.“ Selfyssingar spiluðu á mörgum leikmönnum í kvöld og er Þórir óhræddur við að kasta mönnum út í djúpu laugina. „Þetta er eins og mig langar að spila, hafa menn ferska og geta róterað. Ungu strákarnir fá tækifæri hjá mér og það er þeirra að nýta það og þeir hafa svo sem gert það í vetur. Það er alveg nauðsynlegt að fá þessar auka mínútur í hvíld fyrir þá sem eru að spila meira, það munar um hverjar fimm til tíu mínútur í hvorum hálfleik. Mér finnst gaman að rótera mönnum og sérstaklega þegar það gengur upp,“ sagði Þórir en gott sem allir leikmenn Selfyssinga komu við sögu í kvöld. Samkvæmt leikjaplani HSÍ er næsti leikur Selfyssinga settur 25. mars á móti Val, þó að dagsetningin geti breyst, er ljóst að það er langt í næsta leik fyrir Þóri og lærisveina. „Það verður lyftingar og rólegheit næstu viku en svo förum við að æfa eðlilega eftir það og koma mönnum í keppnisgír.“ Olís-deildin er gríðarlega jöfn um þessar mundir en fjögur lið eru jöfn með 21 stig, þar á meðal Selfoss, og raða liðin sér í þriðja til sjötta sæti. „Við eigum erfitt prógram eftir, Valur er næsti leikur og eigum eftir að spila við FH, Stjörnuna og Aftureldingu. Öll liðin sem eru í kringum og fyrir ofan okkur. Við þurfum bara að ná í punkta ef við ætlum okkur að klífa hærra í töflunni. Ég sé alveg tækifæri í öllum leikjunum eins og þetta hefur verið í vetur. Við þurfum bara að vera vel gíraðir og ná sókninni og vörninni betur fyrir næstu fjóra leiki,“ sagði Þórir að lokum eftir leikinn í kvöld.
Olís-deild karla UMF Selfoss ÍR Tengdar fréttir Leik lokið: Selfoss - ÍR 32-30 | Selfyssingar enn í baráttunni um heimavallarétt Selfoss vann mikilvægan tveggja marka sigur er liðið tók á móti ÍR í Olís-deild karla í handbolta í kvöld, 32-30. Sigurinn þýðir að Selfyssingar eru enn í harðri baráttu um eitt af efstu fjórum sætum deildarinnar, en ÍR-ingar færast nær falli. 3. mars 2023 21:00 Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti Fleiri fréttir Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Íslensku stelpurnar með tíu mörk saman í flottum sigri „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Ómar Ingi skoraði úr ellefu fyrstu skotunum og endaði með fimmtán mörk Haukur Þrastar byrjar mjög vel með Ljónunum Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ Strákarnir hans Guðjóns Vals byrja tímabilið vel Ágúst strax kominn með titil hjá Álaborg Sjá meira
Leik lokið: Selfoss - ÍR 32-30 | Selfyssingar enn í baráttunni um heimavallarétt Selfoss vann mikilvægan tveggja marka sigur er liðið tók á móti ÍR í Olís-deild karla í handbolta í kvöld, 32-30. Sigurinn þýðir að Selfyssingar eru enn í harðri baráttu um eitt af efstu fjórum sætum deildarinnar, en ÍR-ingar færast nær falli. 3. mars 2023 21:00
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti