Þrjár konur frá Bólivíu dæmdar til fangelsisvistar fyrir að hafa framvísað fölskum skilríkjum Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 4. mars 2023 14:16 Konurnar framvísuðu fölsuðum persónuskilríkjum við komu sína til Íslands í nóvember á síðasta ári. Héraðsdómur Reykjaness dæmdi þær i 45 daga óskilorðsbundið fangelsi. Vísir/Vilhelm Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt þrjár konur frá Bólivíu til fjörutíu og fimm daga óskilorðsbundinnar fangelsvistar fyrir skjalafals. Konurnar framvísuðu fölsuðum persónuskilríkjum við komu sína til Íslands í nóvember á síðasta ári. Konurnar eru allar ríkisborgarar Bólívíu en framvísuðu fölsuðum dvalarleyfisskírteinum frá Portúgal við komuna til landsins. Í dómsorðum kemur fram að úrlausn málanna hafi litið að því hvort ákærðu hafi vitað að skilríkin væru í raun fölsuð og hafi vísvitandi reynt að blekkja landamæraverði. Framburður þeirra var metinn ótrúverðugur en þær sögðust hafa fengið skilríkin á ferðaskrifstofu í Bólivíu þar sem þær keyptu farmiðana til Íslands. Konurnar fengu einnig útgefið dvalarleyfisskírteini í Evrópu á ferðaskrifstofunni. Sáu á Youtube að Ísland væri öruggur staður Framburður kvennanna var misvísandi í skýrslutöku lögreglu og fyrir dómi þegar þær voru spurðar um tilgang ferðarinnar til Íslands. Við aðalmeðferð málsins sögðust konurnar hafa hist fyrir tilviljun á ferðalagi í Dublin og að þær hafi í kjölfarið ákveðið að ferðast saman til Íslands. Dómara þótti sú skýring ótrúverð. Sögðust vera að flýja fyrrum eiginmenn sína Ein kvennanna sagðist hafa horft á myndbönd á Youtube og séð að Ísland vær öruggur staður. Tvær kvennanna sögðust vera að flýja fyrrum eiginmenn sína og önnur þeirra tók fram að kvennamorð væru afar algeng í Bólivíu. Konurnar voru handteknar í Leifsstöð við komuna til landsins.Vísir/Vilhelm Konurnar neituðu allar sök og sögðust hafa haldið að um löglega pappíra væri að ræða, þrátt fyrir að dvalarskírteinið hafi verið gefið út á portúgölsku. Auk fjörutíu og fimm daga óskilorðsbundinnar fangelsvistar voru konurnar dæmdar til að greiða laun verjanda sinna, um 240 þúsund krónur hvor. Dómsmál Bólivía Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira
Konurnar eru allar ríkisborgarar Bólívíu en framvísuðu fölsuðum dvalarleyfisskírteinum frá Portúgal við komuna til landsins. Í dómsorðum kemur fram að úrlausn málanna hafi litið að því hvort ákærðu hafi vitað að skilríkin væru í raun fölsuð og hafi vísvitandi reynt að blekkja landamæraverði. Framburður þeirra var metinn ótrúverðugur en þær sögðust hafa fengið skilríkin á ferðaskrifstofu í Bólivíu þar sem þær keyptu farmiðana til Íslands. Konurnar fengu einnig útgefið dvalarleyfisskírteini í Evrópu á ferðaskrifstofunni. Sáu á Youtube að Ísland væri öruggur staður Framburður kvennanna var misvísandi í skýrslutöku lögreglu og fyrir dómi þegar þær voru spurðar um tilgang ferðarinnar til Íslands. Við aðalmeðferð málsins sögðust konurnar hafa hist fyrir tilviljun á ferðalagi í Dublin og að þær hafi í kjölfarið ákveðið að ferðast saman til Íslands. Dómara þótti sú skýring ótrúverð. Sögðust vera að flýja fyrrum eiginmenn sína Ein kvennanna sagðist hafa horft á myndbönd á Youtube og séð að Ísland vær öruggur staður. Tvær kvennanna sögðust vera að flýja fyrrum eiginmenn sína og önnur þeirra tók fram að kvennamorð væru afar algeng í Bólivíu. Konurnar voru handteknar í Leifsstöð við komuna til landsins.Vísir/Vilhelm Konurnar neituðu allar sök og sögðust hafa haldið að um löglega pappíra væri að ræða, þrátt fyrir að dvalarskírteinið hafi verið gefið út á portúgölsku. Auk fjörutíu og fimm daga óskilorðsbundinnar fangelsvistar voru konurnar dæmdar til að greiða laun verjanda sinna, um 240 þúsund krónur hvor.
Dómsmál Bólivía Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira