Jón Dagur tvöfaldaði forystu Leuven á 41. mínútu eftir að Siebe Schrijvers hafði komið liðinu yfir rúmum tíu mínútum áður. Hann var svo aftur á ferðinni þegar hann lagði upp þriðja mark liðsins stuttu fyrir hálfleikshléið og staðan var því 3-0 þegar liðin gengu til búningsherbergja.
Jón Dagur var alls ekki hættur og hann negldi síðasta naglann í kistu gestanna þegar hann breytti stöðunni í 4-1 með marki úr vítaspyrnu á 76. mínútu, þremur mínútum eftir að gestirnir höfðu minnkað muninn. Gestirnir náðu þó að klóra í bakkann stuttu síðar, en niðurstaðan varð nokkuð öruggu 4-2 sigur OH Leuven.
Jón Dagur og félagar sitja nú í 11. sæti deildarinnar með 36 stig eftir 28 leiki, en liðið var án sigurs í seinustu sjö deildarleikjum.
YES YES YES! 3 points ✅
— OH Leuven (@OHLeuven) March 4, 2023
⚽️ @SiebeSchrijvers
⚽️⚽️ Thorsteinsson
⚽️ De Norre#ohleuven #OHLZWA pic.twitter.com/z17FjkJUb9