Bónorðið draumi líkast: „Ég veit ekki hvað ég gerði til að eiga hann skilið“ Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 6. mars 2023 13:19 Helgi Ómarsson og Pétur Björgvin Sveinsson eru trúlofaðir. Instagram Ljósmyndarinn, hlaðvarpsstjórnandinn og lífskúnstnerinn Helgi Ómarsson er trúlofaður ástinni sinni, Pétri Björgvin Sveinssyni. Pétur skellti sér á skeljarnar á föstudaginn og brosið hefur verið fast á andliti Helga síðan. Helgi sagði frá bónorðinu í Brennslunni í morgun. Hann og Pétur hafa verið saman í minna en ár en Helgi segist þó hafa verið farinn að bíða eftir bónorðinu. Á föstudaginn, á þeirri fallegu dagsetningu 03.03.23, ákvað parið að skella sér saman í göngutúr. Helgi hafði verið að vinna mikið og því hljómaði slík gæðastund með Pétri og hundinum Nóel afar vel. Þeir fóru í Paradísardal sem er griðastaður Helga. „Svo var ógeðslega mikið af fólki og Pétur spyr hvort við ættum ekki bara að rölta eitthvert annað. Ég kom með svona þrjá eða fjóra trúlofunarbrandara um að ég væri að múta honum en ekki í eina sekúndu grunaði mig þetta,“ segir Helgi. Helgi hafði gert Pétri það ljóst að fallegar dagsetningar skiptu hann miklu máli. Einhvern tímann hafði hann slegið því upp í gríni að þeir myndu giftast þann 03.03.. „Hann er svo sætur. Hann spyr: „Við ætluðum að giftast í dag er það ekki?“... Svo segir hann: „Ég get kannski ekki gifst þér í dag EN,“ svo fór hann á niður á skeljarnar og bað mig um að giftast sér,“ segir Helgi. View this post on Instagram A post shared by Helgi Omarsson (@helgiomarsson) Gæti farið til sýslumanns og gift sig á morgun „Við erum báðir svona frekar léttir á því, þannig að ég beið alveg eftir einhverju svona „nei djók“, alveg þangað til ég sá boxið. Vitið þið ekki þegar maður hugsar svona sautján hugsanir á einni sekúndu. Ég fékk þannig,“ segir Helgi sem svífur enn á bleiku skýi. Helgi og Pétur eru ekki enn farnir að plana brúðkaupið. Helgi horfir þó mikið til skandinavískra brúðkaupa og dreymir um látlaust sveitabrúðkaup. „Ég gæti farið til sýslumanns á morgun en mig langar að fagna þessu. Það kæmi mér ekkert á óvart ef við myndum gera þetta sumarið 2024.“ Helgi er einn vinsælasti ljósmyndari landsins og stýrir hlaðvarpinu Helgaspjallið. Pétur starfar sem markaðssérfræðingur hjá KoiKoi, ásamt því að vera í meistaranámi. Þeir höfðu verið vinir í fimmtán ár þegar neistinn kviknaði þeirra á milli á síðasta ári. Skrifað í stjörnurnar „Það er eins og alheimurinn hafi haldið á tveimur Barbie körlum og látið þetta gerast. Þetta var bara skrifað í stjörnurnar. Ég er svo hamingjusamur og þakklátur,“ sagði Helgi í samtali við Vísi í haust. Þrátt fyrir að þeir séu nú trúlofaðir segist Helgi líka ætla að biðja Péturs einn daginn. „Ég ætla að fara á hnén einhvers staðar líka, bara svo hann upplifi þetta líka. En í alvöru þetta er besti gaur í heiminum, fjandinn hafi það. Ég veit ekki hvað ég gerði til að eiga hann skilið.“ Pétur tekur í sama steng, því í hjartnæmri Instagram færslu segir hann Helga algjörlega hafa umturnað lífi sínu. Hann sé fallegasta og besta sál sem til er. Hér að neðan má hlusta á Brennsluna frá því í morgun. Frásögn Helga hefst á mínútu 49:30. Ástin og lífið Tímamót Tengdar fréttir Helgi Ómars kominn á fast: „Þetta var bara skrifað í stjörnurnar“ Ljósmyndarinn, hlaðvarpsstjórnandinn og lífskúnstnerinn Helgi Ómarsson er kominn á fast. Sá heppni heitir Pétur Björgvin Sveinsson. Í samtali við Vísi segist Helgi aldrei hafa verið hamingjusamari en nú. 15. nóvember 2022 14:41 Mest lesið Rugluðust á Laufey og „Megan“ Tónlist Stjörnulífið: Ár gellunnar Lífið Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Lífið Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið Fresta tökum á Love Island All Stars Lífið Fleiri fréttir Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Sjá meira
Helgi sagði frá bónorðinu í Brennslunni í morgun. Hann og Pétur hafa verið saman í minna en ár en Helgi segist þó hafa verið farinn að bíða eftir bónorðinu. Á föstudaginn, á þeirri fallegu dagsetningu 03.03.23, ákvað parið að skella sér saman í göngutúr. Helgi hafði verið að vinna mikið og því hljómaði slík gæðastund með Pétri og hundinum Nóel afar vel. Þeir fóru í Paradísardal sem er griðastaður Helga. „Svo var ógeðslega mikið af fólki og Pétur spyr hvort við ættum ekki bara að rölta eitthvert annað. Ég kom með svona þrjá eða fjóra trúlofunarbrandara um að ég væri að múta honum en ekki í eina sekúndu grunaði mig þetta,“ segir Helgi. Helgi hafði gert Pétri það ljóst að fallegar dagsetningar skiptu hann miklu máli. Einhvern tímann hafði hann slegið því upp í gríni að þeir myndu giftast þann 03.03.. „Hann er svo sætur. Hann spyr: „Við ætluðum að giftast í dag er það ekki?“... Svo segir hann: „Ég get kannski ekki gifst þér í dag EN,“ svo fór hann á niður á skeljarnar og bað mig um að giftast sér,“ segir Helgi. View this post on Instagram A post shared by Helgi Omarsson (@helgiomarsson) Gæti farið til sýslumanns og gift sig á morgun „Við erum báðir svona frekar léttir á því, þannig að ég beið alveg eftir einhverju svona „nei djók“, alveg þangað til ég sá boxið. Vitið þið ekki þegar maður hugsar svona sautján hugsanir á einni sekúndu. Ég fékk þannig,“ segir Helgi sem svífur enn á bleiku skýi. Helgi og Pétur eru ekki enn farnir að plana brúðkaupið. Helgi horfir þó mikið til skandinavískra brúðkaupa og dreymir um látlaust sveitabrúðkaup. „Ég gæti farið til sýslumanns á morgun en mig langar að fagna þessu. Það kæmi mér ekkert á óvart ef við myndum gera þetta sumarið 2024.“ Helgi er einn vinsælasti ljósmyndari landsins og stýrir hlaðvarpinu Helgaspjallið. Pétur starfar sem markaðssérfræðingur hjá KoiKoi, ásamt því að vera í meistaranámi. Þeir höfðu verið vinir í fimmtán ár þegar neistinn kviknaði þeirra á milli á síðasta ári. Skrifað í stjörnurnar „Það er eins og alheimurinn hafi haldið á tveimur Barbie körlum og látið þetta gerast. Þetta var bara skrifað í stjörnurnar. Ég er svo hamingjusamur og þakklátur,“ sagði Helgi í samtali við Vísi í haust. Þrátt fyrir að þeir séu nú trúlofaðir segist Helgi líka ætla að biðja Péturs einn daginn. „Ég ætla að fara á hnén einhvers staðar líka, bara svo hann upplifi þetta líka. En í alvöru þetta er besti gaur í heiminum, fjandinn hafi það. Ég veit ekki hvað ég gerði til að eiga hann skilið.“ Pétur tekur í sama steng, því í hjartnæmri Instagram færslu segir hann Helga algjörlega hafa umturnað lífi sínu. Hann sé fallegasta og besta sál sem til er. Hér að neðan má hlusta á Brennsluna frá því í morgun. Frásögn Helga hefst á mínútu 49:30.
Ástin og lífið Tímamót Tengdar fréttir Helgi Ómars kominn á fast: „Þetta var bara skrifað í stjörnurnar“ Ljósmyndarinn, hlaðvarpsstjórnandinn og lífskúnstnerinn Helgi Ómarsson er kominn á fast. Sá heppni heitir Pétur Björgvin Sveinsson. Í samtali við Vísi segist Helgi aldrei hafa verið hamingjusamari en nú. 15. nóvember 2022 14:41 Mest lesið Rugluðust á Laufey og „Megan“ Tónlist Stjörnulífið: Ár gellunnar Lífið Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Lífið Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið Fresta tökum á Love Island All Stars Lífið Fleiri fréttir Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Sjá meira
Helgi Ómars kominn á fast: „Þetta var bara skrifað í stjörnurnar“ Ljósmyndarinn, hlaðvarpsstjórnandinn og lífskúnstnerinn Helgi Ómarsson er kominn á fast. Sá heppni heitir Pétur Björgvin Sveinsson. Í samtali við Vísi segist Helgi aldrei hafa verið hamingjusamari en nú. 15. nóvember 2022 14:41