Samfellt kuldakast í vændum Ólafur Björn Sverrisson skrifar 7. mars 2023 19:49 Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur. Vísir/SteingrímurDúi Búast má við áframhaldandi kuldakasti fram yfir næstu helgi að sögn Einars Sveinbjörnssonar veðurfræðings. Hann segir kalda loftið sem landinn finnur nú fyrir vera hreinræktað heimskautaloft. „Þetta er svona ósköp venjulegt mars-kuldakast sem við höfum séð annað veifið á þessum árstíma undanfarin ár. Hvorki meira né svartara en önnur slík. Norðurhjarinn er orðinn ansi kaldur og þetta kalda loft leitar oft suður á bóginn,“ segir Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur í samtali við fréttastofu. Hann segir að kuldakastið muni vara að minnsta kosti fram að næstu helgi, jafnvel lengur. „Það byrjaði að kólna í gær og þá kom frost um allt land. Menn finna það í dag að það er ansi kalt og svo er vindur með þessu, ólíkt kuldanum sem var í desember þar sem það var mikið hægvirði.“ Veðrið fyrir helgi var með besta móti og héldu einhverjir að vor væri á næsta leyti. „Það er eins og segir í bók sem markaði upphaf umhverfisstefnunnar: raddir vorsins þagna. Þessar raddir vorsins þögnuðu ansi skyndilega enda hefði verið óeðlilegt ef við hefðum farið, í byrjun mars, beinustu leið í eitthvað sem við getum kallað vor. Ef það væri eitthvað slíkt uppi á teningnum væri maður orðinn ansi hræddur um loftslagsbreytingar,“ segir Einar. Hreinræktað heimskautaloft Einar segir að kalda loftið komi af ísbreiðunum nærri norðurpólnum. Á veðurvefnum Blika.is er fjallað um uppruna loftsins með skýringarmynd. Fyrri myndin sýnir uppruna loftagnar í 1.500 m hæð yfir miðju landinu síðdegis, þriðjudaginn 7. mars. Hin er fyrir næstkomandi laugardag kl. 06. Þar er upprunnin svipaður.blika.is „Loftið er líka þurrt, ekki mikill raki í því. En fyrst og fremst er þetta kuldi og vindkæling sem fylgir þessu áfram,“ segir Einar. Veður Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Erlent POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Fleiri fréttir Skúrir og áfram milt í veðri Suðlægar áttir og úrkoma í flestum landshlutum Sunnan strekkingur og vætusamt Allhvass vindur sunnan- og vestanlands og rigning Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Von á mesta vindinum í marga mánuði Búast við auknu álagi á fráveitu vegna mikillar úrkomu Röð lægða með hefðbundnu haustveðri Lægðagangur næstu daga býður upp á sígilt haustveður Strekkingsvindur og fremur vætusamt næstu daga Vaxandi vindur þegar líður á daginn Grunn lægð yfir landinu í dag en suðlægir vindar á morgun Víða kaldi og allhvasst en lægir smám saman í dag Gular viðvaranir og svalri norðanátt beint til landsins Slydduél norðantil en þurrt og bjart sunnan heiða Kólnar í kvöld og allvíða næturfrost Kólnar þegar líður á vikuna Milt veður og víða væta Rigning með köflum víðast hvar Blautt víðast hvar Dálítil rigning og lægðir á sveimi Væta með köflum og dregur úr vindi Víða rigning og hiti að fjórtán stigum Hvasst og samfelld rigning austast Má reikna með vatnavöxtum suðaustantil Rigning í dag Víðast hægur vindur og hiti að fimmtán stigum Rigning norðan- og austantil en bjart suðvestanlands Léttskýjað vestan- og sunnantil en blautara annars staðar Hiti að tuttugu stigum og hlýjast sunnantil Sjá meira
„Þetta er svona ósköp venjulegt mars-kuldakast sem við höfum séð annað veifið á þessum árstíma undanfarin ár. Hvorki meira né svartara en önnur slík. Norðurhjarinn er orðinn ansi kaldur og þetta kalda loft leitar oft suður á bóginn,“ segir Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur í samtali við fréttastofu. Hann segir að kuldakastið muni vara að minnsta kosti fram að næstu helgi, jafnvel lengur. „Það byrjaði að kólna í gær og þá kom frost um allt land. Menn finna það í dag að það er ansi kalt og svo er vindur með þessu, ólíkt kuldanum sem var í desember þar sem það var mikið hægvirði.“ Veðrið fyrir helgi var með besta móti og héldu einhverjir að vor væri á næsta leyti. „Það er eins og segir í bók sem markaði upphaf umhverfisstefnunnar: raddir vorsins þagna. Þessar raddir vorsins þögnuðu ansi skyndilega enda hefði verið óeðlilegt ef við hefðum farið, í byrjun mars, beinustu leið í eitthvað sem við getum kallað vor. Ef það væri eitthvað slíkt uppi á teningnum væri maður orðinn ansi hræddur um loftslagsbreytingar,“ segir Einar. Hreinræktað heimskautaloft Einar segir að kalda loftið komi af ísbreiðunum nærri norðurpólnum. Á veðurvefnum Blika.is er fjallað um uppruna loftsins með skýringarmynd. Fyrri myndin sýnir uppruna loftagnar í 1.500 m hæð yfir miðju landinu síðdegis, þriðjudaginn 7. mars. Hin er fyrir næstkomandi laugardag kl. 06. Þar er upprunnin svipaður.blika.is „Loftið er líka þurrt, ekki mikill raki í því. En fyrst og fremst er þetta kuldi og vindkæling sem fylgir þessu áfram,“ segir Einar.
Veður Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Erlent POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Fleiri fréttir Skúrir og áfram milt í veðri Suðlægar áttir og úrkoma í flestum landshlutum Sunnan strekkingur og vætusamt Allhvass vindur sunnan- og vestanlands og rigning Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Von á mesta vindinum í marga mánuði Búast við auknu álagi á fráveitu vegna mikillar úrkomu Röð lægða með hefðbundnu haustveðri Lægðagangur næstu daga býður upp á sígilt haustveður Strekkingsvindur og fremur vætusamt næstu daga Vaxandi vindur þegar líður á daginn Grunn lægð yfir landinu í dag en suðlægir vindar á morgun Víða kaldi og allhvasst en lægir smám saman í dag Gular viðvaranir og svalri norðanátt beint til landsins Slydduél norðantil en þurrt og bjart sunnan heiða Kólnar í kvöld og allvíða næturfrost Kólnar þegar líður á vikuna Milt veður og víða væta Rigning með köflum víðast hvar Blautt víðast hvar Dálítil rigning og lægðir á sveimi Væta með köflum og dregur úr vindi Víða rigning og hiti að fjórtán stigum Hvasst og samfelld rigning austast Má reikna með vatnavöxtum suðaustantil Rigning í dag Víðast hægur vindur og hiti að fimmtán stigum Rigning norðan- og austantil en bjart suðvestanlands Léttskýjað vestan- og sunnantil en blautara annars staðar Hiti að tuttugu stigum og hlýjast sunnantil Sjá meira