Samfellt kuldakast í vændum Ólafur Björn Sverrisson skrifar 7. mars 2023 19:49 Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur. Vísir/SteingrímurDúi Búast má við áframhaldandi kuldakasti fram yfir næstu helgi að sögn Einars Sveinbjörnssonar veðurfræðings. Hann segir kalda loftið sem landinn finnur nú fyrir vera hreinræktað heimskautaloft. „Þetta er svona ósköp venjulegt mars-kuldakast sem við höfum séð annað veifið á þessum árstíma undanfarin ár. Hvorki meira né svartara en önnur slík. Norðurhjarinn er orðinn ansi kaldur og þetta kalda loft leitar oft suður á bóginn,“ segir Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur í samtali við fréttastofu. Hann segir að kuldakastið muni vara að minnsta kosti fram að næstu helgi, jafnvel lengur. „Það byrjaði að kólna í gær og þá kom frost um allt land. Menn finna það í dag að það er ansi kalt og svo er vindur með þessu, ólíkt kuldanum sem var í desember þar sem það var mikið hægvirði.“ Veðrið fyrir helgi var með besta móti og héldu einhverjir að vor væri á næsta leyti. „Það er eins og segir í bók sem markaði upphaf umhverfisstefnunnar: raddir vorsins þagna. Þessar raddir vorsins þögnuðu ansi skyndilega enda hefði verið óeðlilegt ef við hefðum farið, í byrjun mars, beinustu leið í eitthvað sem við getum kallað vor. Ef það væri eitthvað slíkt uppi á teningnum væri maður orðinn ansi hræddur um loftslagsbreytingar,“ segir Einar. Hreinræktað heimskautaloft Einar segir að kalda loftið komi af ísbreiðunum nærri norðurpólnum. Á veðurvefnum Blika.is er fjallað um uppruna loftsins með skýringarmynd. Fyrri myndin sýnir uppruna loftagnar í 1.500 m hæð yfir miðju landinu síðdegis, þriðjudaginn 7. mars. Hin er fyrir næstkomandi laugardag kl. 06. Þar er upprunnin svipaður.blika.is „Loftið er líka þurrt, ekki mikill raki í því. En fyrst og fremst er þetta kuldi og vindkæling sem fylgir þessu áfram,“ segir Einar. Veður Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Innlent Fleiri fréttir Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Tjón víða í Norðfirði eftir öfluga vindhviðu Appelsínugular viðvaranir: Gæti minnt á óveðrið 2015 Víða allhvasst og éljagangur Nýr veðurstofuvefur kominn í loftið Ferðalangar taki mið af hríð og hvössum vindum Gengur í sunnanstorm og leiðindaveður um allt land Stórhríð og foktjón í vændum Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Djúp lægð beinir illviðri til landsins Næsta lægð skellur á landið og von á asahláku og hvassvirði „Þetta verður hvasst, blautt og hlýtt“ Appelsínugular viðvaranir bætast við þær gulu Gengur í storm með slyddu eða snjókomu „Hvert kemst vatnið? Allt þetta vatn sem er á leiðinni?“ Gefa út gula viðvörun fyrir landið allt Fallegt vetrarveður en vetrarkyrrðin úti á morgun Snjómokstur hófst um klukkan fjögur í nótt Víða mikil snjókoma og órólegar umhleypingar í kortunum Snjómagnið verulegt en ekki óeðlilegt miðað við árstíma Snjókoma í flestum landshlutum Útlit fyrir rólegt helgarveður Snjóar sunnan- og vestanlands í kvöld Gular viðvaranir vegna snjókomu á sunnanverðu landinu Hvasst og víða rigning eða slydda sunnantil Hvassviðri við suður- og vesturströndina Veður gengið niður en fer kólnandi Áfram norðaustanhríð og appelsínugular viðvaranir Hvessir sunnan- og austantil í kvöld Sjá meira
„Þetta er svona ósköp venjulegt mars-kuldakast sem við höfum séð annað veifið á þessum árstíma undanfarin ár. Hvorki meira né svartara en önnur slík. Norðurhjarinn er orðinn ansi kaldur og þetta kalda loft leitar oft suður á bóginn,“ segir Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur í samtali við fréttastofu. Hann segir að kuldakastið muni vara að minnsta kosti fram að næstu helgi, jafnvel lengur. „Það byrjaði að kólna í gær og þá kom frost um allt land. Menn finna það í dag að það er ansi kalt og svo er vindur með þessu, ólíkt kuldanum sem var í desember þar sem það var mikið hægvirði.“ Veðrið fyrir helgi var með besta móti og héldu einhverjir að vor væri á næsta leyti. „Það er eins og segir í bók sem markaði upphaf umhverfisstefnunnar: raddir vorsins þagna. Þessar raddir vorsins þögnuðu ansi skyndilega enda hefði verið óeðlilegt ef við hefðum farið, í byrjun mars, beinustu leið í eitthvað sem við getum kallað vor. Ef það væri eitthvað slíkt uppi á teningnum væri maður orðinn ansi hræddur um loftslagsbreytingar,“ segir Einar. Hreinræktað heimskautaloft Einar segir að kalda loftið komi af ísbreiðunum nærri norðurpólnum. Á veðurvefnum Blika.is er fjallað um uppruna loftsins með skýringarmynd. Fyrri myndin sýnir uppruna loftagnar í 1.500 m hæð yfir miðju landinu síðdegis, þriðjudaginn 7. mars. Hin er fyrir næstkomandi laugardag kl. 06. Þar er upprunnin svipaður.blika.is „Loftið er líka þurrt, ekki mikill raki í því. En fyrst og fremst er þetta kuldi og vindkæling sem fylgir þessu áfram,“ segir Einar.
Veður Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Innlent Fleiri fréttir Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Tjón víða í Norðfirði eftir öfluga vindhviðu Appelsínugular viðvaranir: Gæti minnt á óveðrið 2015 Víða allhvasst og éljagangur Nýr veðurstofuvefur kominn í loftið Ferðalangar taki mið af hríð og hvössum vindum Gengur í sunnanstorm og leiðindaveður um allt land Stórhríð og foktjón í vændum Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Djúp lægð beinir illviðri til landsins Næsta lægð skellur á landið og von á asahláku og hvassvirði „Þetta verður hvasst, blautt og hlýtt“ Appelsínugular viðvaranir bætast við þær gulu Gengur í storm með slyddu eða snjókomu „Hvert kemst vatnið? Allt þetta vatn sem er á leiðinni?“ Gefa út gula viðvörun fyrir landið allt Fallegt vetrarveður en vetrarkyrrðin úti á morgun Snjómokstur hófst um klukkan fjögur í nótt Víða mikil snjókoma og órólegar umhleypingar í kortunum Snjómagnið verulegt en ekki óeðlilegt miðað við árstíma Snjókoma í flestum landshlutum Útlit fyrir rólegt helgarveður Snjóar sunnan- og vestanlands í kvöld Gular viðvaranir vegna snjókomu á sunnanverðu landinu Hvasst og víða rigning eða slydda sunnantil Hvassviðri við suður- og vesturströndina Veður gengið niður en fer kólnandi Áfram norðaustanhríð og appelsínugular viðvaranir Hvessir sunnan- og austantil í kvöld Sjá meira