Áskorendamótið í beinni: Barist um fyrstu sætin á Stórmeistaramótinu Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 7. mars 2023 19:12 Viðureign Dusty og Þórs verður sýnd í beinni útsendingu hér á Vísi. Áskorendamót Ljósleiðaradeildarinnar í CS:GO er komið á fleygiferð og í kvöld verður barist um fyrstu tvö lausu sætin á sjálfu Stórmeistaramótinu. Aðeins átta af þeim sextán liðum sem hefja leik á Áskorendamótinu vinna sér inn sæti á Stórmeistaramótinu þar sem Dusty á titil að verja. Alls eru átta leikir á dagskrá í kvöld og verður viðureign Dusty og Þórs sýnd í beinni útsendingu á Stöð 2 eSport og hér á Vísi. Dusty og Þór hafa barist um titlana seinustu ár, en hingað til hefur lið Dusty haft betur. Áskorendamótið, eða Áskorendastig Stórmeistaramótsins, er sett upp í svokallað „swiss-format“ þar sem sextán lið hefja keppni og vinna þarf þrjá leiki til að tryggja sér sæti á Stórmeistaramótinu sjálfu. Liðin falla þó ekki úr leik þó þau tapi einum leik, heldur þarf að tapa þremur viðureignum til að falla úr leik. Myndin hér fyrir neðan útskýrir fyrirkomulagið ágætlega. Nú er mótið komið á það stig að öll liðin hafa leikið tvo leiki. Tvö lið munu því vinna sér inn sæti á Stórmeistaramótinu í kvöld og tvö lið munu falla úr leik. Eins og áður segir verður viðureign Dusty og Þórs í beinni útsendingu á Stöð 2 eSport og hér á Vísi í spilaranum hér fyrir neðan, en hægt er að fylgjast með hinum viðureignum kvöldsins á Twitch-hliðarrásum Rafíþróttasamtakana með því að smella á þær fyrir neðan spilarann. Breiðablik - xatefanclub ÍBV - Rejects Viðstöðu - Atlantic TEN5ION - Bad Company FH - LAVA Fylkir - apakettir MVP Iceland - MVP Academy Rafíþróttir Ljósleiðaradeildin Mest lesið Sterkasta kona heims svipt titlinum þegar í ljós kom að hún fæddist karlkyns Sport Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Handbolti Dæmd í langt bann fyrir að leyna því hvar hún væri Sport „Meira vesen fyrir manninn sem hefur ekki hoppað yfir símaskrá“ Sport Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ Handbolti „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Handbolti Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Enski boltinn Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus Handbolti Dagskráin í dag: Arsenal gegn Bayern og Liverpool mætir PSV Sport Refur á vappi um Brúna minnti á Atla Fótbolti
Aðeins átta af þeim sextán liðum sem hefja leik á Áskorendamótinu vinna sér inn sæti á Stórmeistaramótinu þar sem Dusty á titil að verja. Alls eru átta leikir á dagskrá í kvöld og verður viðureign Dusty og Þórs sýnd í beinni útsendingu á Stöð 2 eSport og hér á Vísi. Dusty og Þór hafa barist um titlana seinustu ár, en hingað til hefur lið Dusty haft betur. Áskorendamótið, eða Áskorendastig Stórmeistaramótsins, er sett upp í svokallað „swiss-format“ þar sem sextán lið hefja keppni og vinna þarf þrjá leiki til að tryggja sér sæti á Stórmeistaramótinu sjálfu. Liðin falla þó ekki úr leik þó þau tapi einum leik, heldur þarf að tapa þremur viðureignum til að falla úr leik. Myndin hér fyrir neðan útskýrir fyrirkomulagið ágætlega. Nú er mótið komið á það stig að öll liðin hafa leikið tvo leiki. Tvö lið munu því vinna sér inn sæti á Stórmeistaramótinu í kvöld og tvö lið munu falla úr leik. Eins og áður segir verður viðureign Dusty og Þórs í beinni útsendingu á Stöð 2 eSport og hér á Vísi í spilaranum hér fyrir neðan, en hægt er að fylgjast með hinum viðureignum kvöldsins á Twitch-hliðarrásum Rafíþróttasamtakana með því að smella á þær fyrir neðan spilarann. Breiðablik - xatefanclub ÍBV - Rejects Viðstöðu - Atlantic TEN5ION - Bad Company FH - LAVA Fylkir - apakettir MVP Iceland - MVP Academy
Breiðablik - xatefanclub ÍBV - Rejects Viðstöðu - Atlantic TEN5ION - Bad Company FH - LAVA Fylkir - apakettir MVP Iceland - MVP Academy
Rafíþróttir Ljósleiðaradeildin Mest lesið Sterkasta kona heims svipt titlinum þegar í ljós kom að hún fæddist karlkyns Sport Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Handbolti Dæmd í langt bann fyrir að leyna því hvar hún væri Sport „Meira vesen fyrir manninn sem hefur ekki hoppað yfir símaskrá“ Sport Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ Handbolti „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Handbolti Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Enski boltinn Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus Handbolti Dagskráin í dag: Arsenal gegn Bayern og Liverpool mætir PSV Sport Refur á vappi um Brúna minnti á Atla Fótbolti