Bjarki heldur ótrauður áfram eftir hrottalega lendingu Snorri Másson skrifar 10. mars 2023 09:00 Í Íslandi í dag var rætt við Bjarka Harðarson, BMX-kappa, sem hefur að undanförnu verið að gera garðinn frægan í Flórída. Í innslaginu hér að ofan má sjá tilraunir hans, heppnaðar og misheppnaðar, til að standast lykiláskorun á hátíð sem heitir Swampfest. Áskorunin felst í að renna sér á BMX-hjóli eftir handriði sem stendur í nokkurri hæð yfir gruggugum drullupolli. Maður þarf að fara eftir riðinu frá upphafi til enda og lenda á báðum dekkjum hinum megin. Vegna árangurs síns í þessari þraut hefur Bjarki síðustu tvær hátíðir verið krýndur konungur leiksins. Bjarki Harðarson hefur verið á BMX-hjóli frá því að hann var barn. Hér er hann á Swampfest árið 2019, árið sem hann vann fyrst aðalþrautina. Hann hefur heimsótt hátíðina hvert ár síðan, fyrir utan faraldur.Instagram En ekki í ár. „Ég hoppaði á það, náði 85% af því og allir verða trylltir. Svo reyni ég aftur, hoppa upp á og misreikna mig, afturdekkið fer í kantinn. Og ég tek svona tvo þriðju af handriðinu bara á hnetunum,“ segir Bjarki. Þar vísar hann til viðkvæms svæðis á líkama sínum sem í þessu atviki tekur umtalsvert sársaukafullt högg. Vísast til myndbandsins hér að ofan til að sjá þetta atvikast og það er ekki fyrir viðkvæma. Bjarki sýnir yfirgengilegt hugrekki ef svo má segja þegar hann ræðst til atlögu við þrautina í ár, 2023. Honum verður þó illa ágengt eins og sjá má í innslaginu hér að ofan.Vísir/Youtube Þrátt fyrir að árangurinn hafi ekki verið betri en þetta í ár, nýtur Bjarki sín í botn á meðal Bandaríkjamanna í Flórída. Þar er hann víkingurinn, tæpir tveir metrar á hæð, og hefur því nokkra sérstöðu. Menningarmunurinn er talsverður og má þar til dæmis nefna heilbrigðismálin, en ekki er að sjá að öryggi sé haft að leiðarljósi á Swampfest. Þar bætir ekki úr skák að ekki allir hjólagarpar virðast tryggðir og þegar Bjarki býðst til að hringja á sjúkrabíl fyrir mann og annan, er lagt blátt bann við því. Það er svo dýrt. Þetta eru þó jaðartilvik vonandi. Bjarka vegnar sífellt betur sem hálfgerðum atvinnumanni á BMX-hjóli. Stuðningsaðilarnir eru orðnir nokkrir og í Flórída heldur hann einnig til fundar við þá. Í vinnslu er til að mynda sérstakt Víkingastell fyrir BMX-hjól, sem kennt er við Bjarka. Hjólabretti Hjólreiðar Bandaríkin Tengdar fréttir „Það er svo margt annað í lífinu sem getur verið hættulegt“ Bjarki Harðarson er 23 ára Kópavogsbúi sem hefur verið að gera það gott í jaðaríþróttinni sem kennd er við BMX, en það eru reiðhjól sem urðu fyrst vinsæl í Bandaríkjunum á áttunda áratugnum og hefur sportið verið í stöðugri þróun síðan. 6. maí 2021 10:38 Mest lesið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Lífið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Bíó og sjónvarp Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Gagnrýni Fleiri fréttir Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Stjörnulífið: „Ekkert nýársheit í ár því það sem ég er að gera virkar greinilega“ „Á bak við fíkn er alltaf áfallasaga“ Nyrsta barn ársins fæddist fyrsta dag ársins Kraftaverkaaðgerð batt enda á fimm ár af sársauka Sjá meira
Áskorunin felst í að renna sér á BMX-hjóli eftir handriði sem stendur í nokkurri hæð yfir gruggugum drullupolli. Maður þarf að fara eftir riðinu frá upphafi til enda og lenda á báðum dekkjum hinum megin. Vegna árangurs síns í þessari þraut hefur Bjarki síðustu tvær hátíðir verið krýndur konungur leiksins. Bjarki Harðarson hefur verið á BMX-hjóli frá því að hann var barn. Hér er hann á Swampfest árið 2019, árið sem hann vann fyrst aðalþrautina. Hann hefur heimsótt hátíðina hvert ár síðan, fyrir utan faraldur.Instagram En ekki í ár. „Ég hoppaði á það, náði 85% af því og allir verða trylltir. Svo reyni ég aftur, hoppa upp á og misreikna mig, afturdekkið fer í kantinn. Og ég tek svona tvo þriðju af handriðinu bara á hnetunum,“ segir Bjarki. Þar vísar hann til viðkvæms svæðis á líkama sínum sem í þessu atviki tekur umtalsvert sársaukafullt högg. Vísast til myndbandsins hér að ofan til að sjá þetta atvikast og það er ekki fyrir viðkvæma. Bjarki sýnir yfirgengilegt hugrekki ef svo má segja þegar hann ræðst til atlögu við þrautina í ár, 2023. Honum verður þó illa ágengt eins og sjá má í innslaginu hér að ofan.Vísir/Youtube Þrátt fyrir að árangurinn hafi ekki verið betri en þetta í ár, nýtur Bjarki sín í botn á meðal Bandaríkjamanna í Flórída. Þar er hann víkingurinn, tæpir tveir metrar á hæð, og hefur því nokkra sérstöðu. Menningarmunurinn er talsverður og má þar til dæmis nefna heilbrigðismálin, en ekki er að sjá að öryggi sé haft að leiðarljósi á Swampfest. Þar bætir ekki úr skák að ekki allir hjólagarpar virðast tryggðir og þegar Bjarki býðst til að hringja á sjúkrabíl fyrir mann og annan, er lagt blátt bann við því. Það er svo dýrt. Þetta eru þó jaðartilvik vonandi. Bjarka vegnar sífellt betur sem hálfgerðum atvinnumanni á BMX-hjóli. Stuðningsaðilarnir eru orðnir nokkrir og í Flórída heldur hann einnig til fundar við þá. Í vinnslu er til að mynda sérstakt Víkingastell fyrir BMX-hjól, sem kennt er við Bjarka.
Hjólabretti Hjólreiðar Bandaríkin Tengdar fréttir „Það er svo margt annað í lífinu sem getur verið hættulegt“ Bjarki Harðarson er 23 ára Kópavogsbúi sem hefur verið að gera það gott í jaðaríþróttinni sem kennd er við BMX, en það eru reiðhjól sem urðu fyrst vinsæl í Bandaríkjunum á áttunda áratugnum og hefur sportið verið í stöðugri þróun síðan. 6. maí 2021 10:38 Mest lesið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Lífið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Bíó og sjónvarp Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Gagnrýni Fleiri fréttir Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Stjörnulífið: „Ekkert nýársheit í ár því það sem ég er að gera virkar greinilega“ „Á bak við fíkn er alltaf áfallasaga“ Nyrsta barn ársins fæddist fyrsta dag ársins Kraftaverkaaðgerð batt enda á fimm ár af sársauka Sjá meira
„Það er svo margt annað í lífinu sem getur verið hættulegt“ Bjarki Harðarson er 23 ára Kópavogsbúi sem hefur verið að gera það gott í jaðaríþróttinni sem kennd er við BMX, en það eru reiðhjól sem urðu fyrst vinsæl í Bandaríkjunum á áttunda áratugnum og hefur sportið verið í stöðugri þróun síðan. 6. maí 2021 10:38