„Það er ekkert hlustað“ Ólafur Björn Sverrisson skrifar 8. mars 2023 20:19 Gunnar Axel Axelsson, bæjarstjóri sveitarfélagsins Voga. Vísir/Egill Bæjarstjóri Voga er ekki bjartsýnn á að hlustað verði á sjónarmið sveitarfélagsins varðandi lagningu Suðurnesjalínu tvö. Hann átti fund með innviðarráðherra í dag um málið. Ferlið við að koma á annarri flutningsleið raforku á Suðurnesin hefur verið í gangi í um tvo áratugi. Það hefur verið langt og strembið og hefur strandað á afstöðu Voga til línunnar. Öll hin sveitarfélögin sem koma að málinu, Reykjanesbær, Grindavík og Hafnarfjörður hafa þegar veitt Landsneti framkvæmdaleyfi fyrir lagningu Suðurnesjalínu 2. Gjörbreyttar forsendur Gunnar Axel Axelsson, bæjarstjóri Voga, segir forsendur fyrir lagningu línunnar hafa gjörbreyst í kjölfar eldsumbrotahrinu á Reykjanesi. „Það eru afdráttarlausar ábendingar frá jarðvísindamönnum að það sé ekki skynsamlegt, með tilliti til afhendingar og öryggis raforku, að leggja aðra línu á sömu lagnaleið og sú eldri. Enda komi til eldsumbrota er ljóst að ekki bara önnur línan fari heldur mun hin hljóta sömu örlög,“ segir Gunnar Axel í samtali við Vísi. Gunnar Axel átti fund með Sigurði Inga Jóhannssyni innviðaráðherra í dag þar sem Suðurnesjalína 2 var til umræðu. Gunnar Axel segir ástæðu fundarins hafa veirð sú að ráðherra fengi fyrrgreindar upplýsingar vísindamanna milliliðalaust frá sveitarfélaginu. Ekki hlustað á ábendingar vísindamanna „Í rauninni var engin niðurstaða á þessum fundi. Hann [Sigurður Ingi] er auðvitað búinn að gefa það út að málið sé ekki á hans borði. Sigurður Ingi fundaði með Gunnari Axel í dag.Vísir/Vilhelm Málefni Landsnets eru á borði umhverfisráðuneytis en Gunnar Axel segir að í ljósi frumvarps Sigurðar Inga um breytingar á raforkuflutningi sé málefnið á borði beggja ráðherra. Hann segist þó ekki bjartsýnn á að hlustað verði á sjónarmið sveitarfélagsins. „Miðað við hvernig umræðan er þá er ég ekki bjartýnn á að Landsnet muni skipta um skoðun. Landsnet hefur verið mjög ákveðið með að fara sína leið, allt frá upphafi, og hefur aldrei hlustað á sjónarmið hlutaðeigandi sveitarfélaga. Að því leytinu kemur mér ekkert á óvart ef Landsnet hlusti ekki heldur á ábendingar vísindamanna,“ segir Gunnar Axel. „Þetta kjarnar málið. Það er ekkert hlustað“ Suðurnesjalína 2 Vogar Orkumál Tengdar fréttir Tími til að tengja? Í rúm 17 ár hefur staðið til að bæta afhendingaröryggi raforku á Reykjanesi með lagningu Suðurnesjalínu 2. Allt frá fyrsta degi hafa hlutaðeigandi sveitarfélög lagt áherslu á að nýjar háspennulínur verði lagðar í jörð enda óumdeilt að sú leið feli í sér minnst áhrif á landslag og ásýnd svæðisins. Svæðis 8. mars 2023 14:30 Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Fleiri fréttir Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Sjá meira
Ferlið við að koma á annarri flutningsleið raforku á Suðurnesin hefur verið í gangi í um tvo áratugi. Það hefur verið langt og strembið og hefur strandað á afstöðu Voga til línunnar. Öll hin sveitarfélögin sem koma að málinu, Reykjanesbær, Grindavík og Hafnarfjörður hafa þegar veitt Landsneti framkvæmdaleyfi fyrir lagningu Suðurnesjalínu 2. Gjörbreyttar forsendur Gunnar Axel Axelsson, bæjarstjóri Voga, segir forsendur fyrir lagningu línunnar hafa gjörbreyst í kjölfar eldsumbrotahrinu á Reykjanesi. „Það eru afdráttarlausar ábendingar frá jarðvísindamönnum að það sé ekki skynsamlegt, með tilliti til afhendingar og öryggis raforku, að leggja aðra línu á sömu lagnaleið og sú eldri. Enda komi til eldsumbrota er ljóst að ekki bara önnur línan fari heldur mun hin hljóta sömu örlög,“ segir Gunnar Axel í samtali við Vísi. Gunnar Axel átti fund með Sigurði Inga Jóhannssyni innviðaráðherra í dag þar sem Suðurnesjalína 2 var til umræðu. Gunnar Axel segir ástæðu fundarins hafa veirð sú að ráðherra fengi fyrrgreindar upplýsingar vísindamanna milliliðalaust frá sveitarfélaginu. Ekki hlustað á ábendingar vísindamanna „Í rauninni var engin niðurstaða á þessum fundi. Hann [Sigurður Ingi] er auðvitað búinn að gefa það út að málið sé ekki á hans borði. Sigurður Ingi fundaði með Gunnari Axel í dag.Vísir/Vilhelm Málefni Landsnets eru á borði umhverfisráðuneytis en Gunnar Axel segir að í ljósi frumvarps Sigurðar Inga um breytingar á raforkuflutningi sé málefnið á borði beggja ráðherra. Hann segist þó ekki bjartsýnn á að hlustað verði á sjónarmið sveitarfélagsins. „Miðað við hvernig umræðan er þá er ég ekki bjartýnn á að Landsnet muni skipta um skoðun. Landsnet hefur verið mjög ákveðið með að fara sína leið, allt frá upphafi, og hefur aldrei hlustað á sjónarmið hlutaðeigandi sveitarfélaga. Að því leytinu kemur mér ekkert á óvart ef Landsnet hlusti ekki heldur á ábendingar vísindamanna,“ segir Gunnar Axel. „Þetta kjarnar málið. Það er ekkert hlustað“
Suðurnesjalína 2 Vogar Orkumál Tengdar fréttir Tími til að tengja? Í rúm 17 ár hefur staðið til að bæta afhendingaröryggi raforku á Reykjanesi með lagningu Suðurnesjalínu 2. Allt frá fyrsta degi hafa hlutaðeigandi sveitarfélög lagt áherslu á að nýjar háspennulínur verði lagðar í jörð enda óumdeilt að sú leið feli í sér minnst áhrif á landslag og ásýnd svæðisins. Svæðis 8. mars 2023 14:30 Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Fleiri fréttir Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Sjá meira
Tími til að tengja? Í rúm 17 ár hefur staðið til að bæta afhendingaröryggi raforku á Reykjanesi með lagningu Suðurnesjalínu 2. Allt frá fyrsta degi hafa hlutaðeigandi sveitarfélög lagt áherslu á að nýjar háspennulínur verði lagðar í jörð enda óumdeilt að sú leið feli í sér minnst áhrif á landslag og ásýnd svæðisins. Svæðis 8. mars 2023 14:30