Líkkistusala dómsmálaráðherra ekki í hagsmunaskráningu hans Kjartan Kjartansson skrifar 9. mars 2023 15:20 Jón Gunnarsson, dómsmálaráðherra, á og rekur fyrirtækið Mar textil sem flytur inn og selur líkkistur. Vísir/Getty/samsett Ekki kemur fram í hagsmunaskráningu Jóns Gunnarssonar, dómsmálaráðherra, að hann sé eigandi fyrirtækis sem flytur inn og selur líkkistur. Þingkona Pírata spurði ráðherrann út í fyrirtækið í tengslum við ákvörðun hans varðandi rekstur á bálstofu. Uppfært: Fyrirtækið var á hagsmunaskrá Jóns árið 2021 en ekki liggur fyrir hvernig það datt þaðan út. Það var einnig á hagsmunaskrá hans á vef Stjórnarráðsins þegar hún var sett inn í maí í fyrra. Einkahlutafélagið Mar Textil í Kópavogi er í eigu dómsmálaráðherra og eiginkonu hans. Í hagsmunaskrá sinni segist Jón þó ekki ekki reka neina tekjumyndandi starfsemi samhliða starfi sínu sem alþingismanns. Eignar hans í félaginu er heldur ekki getið. Arndís A.K. Gunnarsdóttir, þingmaður Pírata, spurði Jón út í fyrirtækið í óundirbúinni fyrirspurn á Alþingi í morgun. Það gerði hún í tengslum við fréttir um óánægju félagsins Trés lífsins með að dómsmálaráðuneytið væri í viðræðum við Kirkjugarða Reykjavíkurprófastsdæma um að halda áfram rekstur þeirra á bálstofu. Tré lífsins falast eftir því að reka bálstofu óháðri trúabrögðum. Benti Arndís á að Tré lífsins sjái fyrir sér að kaup á stórum og dýrum líkkistum verði óþörf ólíkt því sem er í dag verði hugmyndir þess að veruleika. Spurði hún Jón út í Mar textil sem hann væri skráður forráðamaður fyrir. Ekki leyndarmál Jón sagði það rétt að þau hjónin hefðu staðið í rekstri frá 1985 og að það flytti inn líkkistur. Hann minnti að hann væri skráður hundrað prósent eigandi félagsins þó að þau hjónin hefðu staðið að rekstrinum saman. Það væri málefnum bálstofunnar óviðkomandi. Af um tvö hundruð milljón króna veltu væru líkkistur um tuttugu milljónir. „Það eru engin leyndarmál í kringum þennan rekstur af minni hálfu,“ sagði ráðherrann sem útskýrði þó ekki hvers vegna félagsins væri ekki getið í hagsmunaskrá hans. Þingmönnum ber að skrá launuð störf, stjórnarsetu eða rekstur sem er tekjumyndandi fyrir hann samkvæmt fjórðu grein reglna um hagsmunaskráningu þingmanna. Þeim ber einnig að skrá heiti félags sem þeir eiga hlut í ef hlutrinn nemur meira en fjórðungi hluta- eða stofnfjár þess. Geti útilokað samkeppnisaðila Björn Leví Gunnarsson, flokksbróðir Arndísar, gagnrýndi að hagsmunir Jóns væru ekki skráðir opinberlega í ljósi þess að ráðuneyti hans undirbyggi nú ákvörðun um framtíðartilhögun bálfara. Ráðherrann geti útilokað samkeppnisaðila með ákvörðun í málinu. „Það er eins og þau kunni ekki á það hvað hagsmunaárekstur er,“ skrifaði Björn Leví í færslu á Facebook. Datt út af skránni Jón Gunnarsson hefur svarað færslu Björns þar sem hann segir að fyrirtækið hafi verið skráð á hagsmunaskrá hans en það hafi einhverra hluta vegna dottið þaðan út fyrir mistök. Sé hagsmunaskráin skoðuð í Way Back Machine, þar sem gamlar útgáfur vefsíða eru vistaðar, sést að fyrirtækið var á skránni í apríl 2021. Í svarinu segir Jón að hann hafi verið á þingi frá 2007 og fyrirtækið hafi verið skráð á hagsmunaskránna síðan þá. Alþingi Stjórnsýsla Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Erlent Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Innlent Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma Innlent Fleiri fréttir Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Sjá meira
Uppfært: Fyrirtækið var á hagsmunaskrá Jóns árið 2021 en ekki liggur fyrir hvernig það datt þaðan út. Það var einnig á hagsmunaskrá hans á vef Stjórnarráðsins þegar hún var sett inn í maí í fyrra. Einkahlutafélagið Mar Textil í Kópavogi er í eigu dómsmálaráðherra og eiginkonu hans. Í hagsmunaskrá sinni segist Jón þó ekki ekki reka neina tekjumyndandi starfsemi samhliða starfi sínu sem alþingismanns. Eignar hans í félaginu er heldur ekki getið. Arndís A.K. Gunnarsdóttir, þingmaður Pírata, spurði Jón út í fyrirtækið í óundirbúinni fyrirspurn á Alþingi í morgun. Það gerði hún í tengslum við fréttir um óánægju félagsins Trés lífsins með að dómsmálaráðuneytið væri í viðræðum við Kirkjugarða Reykjavíkurprófastsdæma um að halda áfram rekstur þeirra á bálstofu. Tré lífsins falast eftir því að reka bálstofu óháðri trúabrögðum. Benti Arndís á að Tré lífsins sjái fyrir sér að kaup á stórum og dýrum líkkistum verði óþörf ólíkt því sem er í dag verði hugmyndir þess að veruleika. Spurði hún Jón út í Mar textil sem hann væri skráður forráðamaður fyrir. Ekki leyndarmál Jón sagði það rétt að þau hjónin hefðu staðið í rekstri frá 1985 og að það flytti inn líkkistur. Hann minnti að hann væri skráður hundrað prósent eigandi félagsins þó að þau hjónin hefðu staðið að rekstrinum saman. Það væri málefnum bálstofunnar óviðkomandi. Af um tvö hundruð milljón króna veltu væru líkkistur um tuttugu milljónir. „Það eru engin leyndarmál í kringum þennan rekstur af minni hálfu,“ sagði ráðherrann sem útskýrði þó ekki hvers vegna félagsins væri ekki getið í hagsmunaskrá hans. Þingmönnum ber að skrá launuð störf, stjórnarsetu eða rekstur sem er tekjumyndandi fyrir hann samkvæmt fjórðu grein reglna um hagsmunaskráningu þingmanna. Þeim ber einnig að skrá heiti félags sem þeir eiga hlut í ef hlutrinn nemur meira en fjórðungi hluta- eða stofnfjár þess. Geti útilokað samkeppnisaðila Björn Leví Gunnarsson, flokksbróðir Arndísar, gagnrýndi að hagsmunir Jóns væru ekki skráðir opinberlega í ljósi þess að ráðuneyti hans undirbyggi nú ákvörðun um framtíðartilhögun bálfara. Ráðherrann geti útilokað samkeppnisaðila með ákvörðun í málinu. „Það er eins og þau kunni ekki á það hvað hagsmunaárekstur er,“ skrifaði Björn Leví í færslu á Facebook. Datt út af skránni Jón Gunnarsson hefur svarað færslu Björns þar sem hann segir að fyrirtækið hafi verið skráð á hagsmunaskrá hans en það hafi einhverra hluta vegna dottið þaðan út fyrir mistök. Sé hagsmunaskráin skoðuð í Way Back Machine, þar sem gamlar útgáfur vefsíða eru vistaðar, sést að fyrirtækið var á skránni í apríl 2021. Í svarinu segir Jón að hann hafi verið á þingi frá 2007 og fyrirtækið hafi verið skráð á hagsmunaskránna síðan þá.
Alþingi Stjórnsýsla Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Erlent Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Innlent Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma Innlent Fleiri fréttir Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Sjá meira