Gefst ekki upp og leggur aðra fyrirspurn fyrir þingforseta Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 9. mars 2023 15:36 Þingmaður Samfylkingarinnar segist ekki vilja trúa því að málið fari aftur í sama farveg og að meirihlutavaldi verði beitt til að koma í veg fyrir að hann geti lagt fyrirspurn fyrir þingforseta. Þrátt fyrir að Jóhanni Páli Jóhannssyni, þingmanni Samfylkingarinnar, hafi síðastliðinn mánudag með atkvæðagreiðslu í þinginu verið bannað að spyrja þingforseta um greinargerð fyrrverandi ríkisendurskoðanda um Lindarhvol lætur hann ekki deigan síga og hefur enn á ný beint fyrirspurnum til forseta Alþingis um málið. Önnur fyrirspurnin er nokkuð yfirgripsmikil og varðar fjölda bréfa og gagna sem gengið hafa á milli þingforseta og stjórnvalda. Þar er jafnframt spurt um samantekt sem fyrrverandi ríkisendurskoðandi sendi forsætisnefnd og hefur að geyma athugasemdir við skýrslu Ríkisendurskoðunar um Lindarhvol frá 2020. Hin fyrirspurnin er í þremur liðum, svohljóðandi: 1) Hefur forseta borist bréf frá settum ríkisendurskoðanda, dags. 27. júlí 2018? 2) Telur forseti að varðveisla bréfsins hjá Alþingi falli undir verksvið hans sem forseta samkvæmt 9. gr. þingskapalaga þar sem fram kemur að forseti fari með æðsta vald í stjórnsýslu Alþingis? 3) Telji forseti varðveislu bréfsins hjá Alþingi ekki falla undir verksvið hans samkvæmt 9. gr. þingskapalaga, getur forseti upplýst hvort og þá á hvaða lagagrundvelli hann telur sér heimilt að takmarka aðgang þingmanna að efni bréfsins og fylgiskjali sem því kann að hafa fylgt? Nú mun það koma til kasta forseta Alþingis að ákveða hvort fyrirspurnin skuli leyfð. Ef ekki gæti aftur komið til atkvæðagreiðslu í þingsal, en þingmenn eiga rétt á að bera synjun forseta undir atkvæði. Trúir því varla að stjórnarflokkarnir leiki aftur sama leik Jóhann segir í samtali við fréttastofu að hann trúi því varla að málið fari í sama farveg og áður. „Ég vil helst ekki trúa því að stjórnarflokkarnir leiki aftur sama leikinn og stöðvi fleiri fyrirspurnir í krafti meirihlutavalds, en hvað veit maður.“ Úrskurðarnefnd um upplýsingamál kvað upp úrskurð í gær þar sem Lindarhvoli ehf. var gert að afhenda lögfræðiálit um birtingu greinargerðar setts ríkisendurskoðanda. Sjá nánar: Lindarhvoli ber að afhenda álitsgerð MAGNA um félagið Jóhann bendir á að samkvæmt úrskurðinum megi ekki synja almenningi um aðgang að lögfræðiálitinu á grunni 3. tölul. 6. gr. upplýsingalaga, þ.e. á þeim forsendum að um sé að ræða bréfaskipti í tengslum við réttarágreining eða til afnota í dómsmáli. „Þetta er athyglisvert í ljósi þess að yfirstjórn Alþingis synjaði einmitt fjölmiðli um aðgang að lögfræðiálitinu með vísan til sama lagaákvæðis, á þessum sömu forsendum sem eru augljóslega rangar,“ segir Jóhann og bætir við: „Það kemur mjög skýrt fram í lögskýringargögnum frá því að upplýsingalög voru sett á sínum tíma að þessi tiltekna undanþága frá upplýsingarétti, um bréfaskipti vegna réttarágreinings eða dómsmáls, „tekur […] ekki til álitsgerða eða skýrslna sérfræðinga sem aflað er við meðferð stjórnsýslumála almennt. Þess vegna er ekki hægt að skýla sér á bak við hana. Alþingi og almenningur eiga rétt á að vita hvað stendur þarna.“ Jóhann segir að svo virtist sem að yfirstjórn Alþingis hafi túlkað upplýsingalög með þrengri hætti en efni standa til. „Eðlilegast væri að forseti Alþingis birti strax lögfræðiálitið eins og fjöldi þingmanna hefur kallað eftir“ Starfsemi Lindarhvols Samfylkingin Alþingi Tengdar fréttir Lindarhvoli ber að afhenda álitsgerð MAGNA um félagið Lindarhvoli ehf. er skylt að veita Frigus II ehf. aðgang að álitsgerð MAGNA lögmanna sem lögmannsstofan vann fyrir forsætisnefnd Alþingis. Álitsgerðin fjallar um hvort afhenda ætti blaðamanni greinargerð setts ríkisendurskoðanda, Sigurðar Þórðarsonar, um starfsemi Lindarhvols. 8. mars 2023 21:29 Einkennilegt að upplýsingarétti almennings sé mætt með lagaþrætu Haukur Arnþórsson, stjórnsýslufræðingur, segir kröfuna um að greinargerð fyrrverandi setts ríkisendurskoðanda um Lindarhvolsmálið verði gerð opinber vera sjálfsagða og mikilvæga. Það sé einkennilegt að upplýsingarétti almennings sé mætt með lagaþrætu. 7. mars 2023 13:27 „Hafið yfir allan vafa að þingskaparlög eru með mér í liði“ Jóhann Páll Jóhannsson segir niðurstöðu atkvæðagreiðslu, um hvort hann megi leggja fram fyrirspurn um innihald greinargerðar fráfarandi setts ríkisendurskoðanda um Lindarhvol, koma á óvart. 6. mars 2023 20:10 Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Fleiri fréttir „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Sjá meira
Önnur fyrirspurnin er nokkuð yfirgripsmikil og varðar fjölda bréfa og gagna sem gengið hafa á milli þingforseta og stjórnvalda. Þar er jafnframt spurt um samantekt sem fyrrverandi ríkisendurskoðandi sendi forsætisnefnd og hefur að geyma athugasemdir við skýrslu Ríkisendurskoðunar um Lindarhvol frá 2020. Hin fyrirspurnin er í þremur liðum, svohljóðandi: 1) Hefur forseta borist bréf frá settum ríkisendurskoðanda, dags. 27. júlí 2018? 2) Telur forseti að varðveisla bréfsins hjá Alþingi falli undir verksvið hans sem forseta samkvæmt 9. gr. þingskapalaga þar sem fram kemur að forseti fari með æðsta vald í stjórnsýslu Alþingis? 3) Telji forseti varðveislu bréfsins hjá Alþingi ekki falla undir verksvið hans samkvæmt 9. gr. þingskapalaga, getur forseti upplýst hvort og þá á hvaða lagagrundvelli hann telur sér heimilt að takmarka aðgang þingmanna að efni bréfsins og fylgiskjali sem því kann að hafa fylgt? Nú mun það koma til kasta forseta Alþingis að ákveða hvort fyrirspurnin skuli leyfð. Ef ekki gæti aftur komið til atkvæðagreiðslu í þingsal, en þingmenn eiga rétt á að bera synjun forseta undir atkvæði. Trúir því varla að stjórnarflokkarnir leiki aftur sama leik Jóhann segir í samtali við fréttastofu að hann trúi því varla að málið fari í sama farveg og áður. „Ég vil helst ekki trúa því að stjórnarflokkarnir leiki aftur sama leikinn og stöðvi fleiri fyrirspurnir í krafti meirihlutavalds, en hvað veit maður.“ Úrskurðarnefnd um upplýsingamál kvað upp úrskurð í gær þar sem Lindarhvoli ehf. var gert að afhenda lögfræðiálit um birtingu greinargerðar setts ríkisendurskoðanda. Sjá nánar: Lindarhvoli ber að afhenda álitsgerð MAGNA um félagið Jóhann bendir á að samkvæmt úrskurðinum megi ekki synja almenningi um aðgang að lögfræðiálitinu á grunni 3. tölul. 6. gr. upplýsingalaga, þ.e. á þeim forsendum að um sé að ræða bréfaskipti í tengslum við réttarágreining eða til afnota í dómsmáli. „Þetta er athyglisvert í ljósi þess að yfirstjórn Alþingis synjaði einmitt fjölmiðli um aðgang að lögfræðiálitinu með vísan til sama lagaákvæðis, á þessum sömu forsendum sem eru augljóslega rangar,“ segir Jóhann og bætir við: „Það kemur mjög skýrt fram í lögskýringargögnum frá því að upplýsingalög voru sett á sínum tíma að þessi tiltekna undanþága frá upplýsingarétti, um bréfaskipti vegna réttarágreinings eða dómsmáls, „tekur […] ekki til álitsgerða eða skýrslna sérfræðinga sem aflað er við meðferð stjórnsýslumála almennt. Þess vegna er ekki hægt að skýla sér á bak við hana. Alþingi og almenningur eiga rétt á að vita hvað stendur þarna.“ Jóhann segir að svo virtist sem að yfirstjórn Alþingis hafi túlkað upplýsingalög með þrengri hætti en efni standa til. „Eðlilegast væri að forseti Alþingis birti strax lögfræðiálitið eins og fjöldi þingmanna hefur kallað eftir“
Starfsemi Lindarhvols Samfylkingin Alþingi Tengdar fréttir Lindarhvoli ber að afhenda álitsgerð MAGNA um félagið Lindarhvoli ehf. er skylt að veita Frigus II ehf. aðgang að álitsgerð MAGNA lögmanna sem lögmannsstofan vann fyrir forsætisnefnd Alþingis. Álitsgerðin fjallar um hvort afhenda ætti blaðamanni greinargerð setts ríkisendurskoðanda, Sigurðar Þórðarsonar, um starfsemi Lindarhvols. 8. mars 2023 21:29 Einkennilegt að upplýsingarétti almennings sé mætt með lagaþrætu Haukur Arnþórsson, stjórnsýslufræðingur, segir kröfuna um að greinargerð fyrrverandi setts ríkisendurskoðanda um Lindarhvolsmálið verði gerð opinber vera sjálfsagða og mikilvæga. Það sé einkennilegt að upplýsingarétti almennings sé mætt með lagaþrætu. 7. mars 2023 13:27 „Hafið yfir allan vafa að þingskaparlög eru með mér í liði“ Jóhann Páll Jóhannsson segir niðurstöðu atkvæðagreiðslu, um hvort hann megi leggja fram fyrirspurn um innihald greinargerðar fráfarandi setts ríkisendurskoðanda um Lindarhvol, koma á óvart. 6. mars 2023 20:10 Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Fleiri fréttir „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Sjá meira
Lindarhvoli ber að afhenda álitsgerð MAGNA um félagið Lindarhvoli ehf. er skylt að veita Frigus II ehf. aðgang að álitsgerð MAGNA lögmanna sem lögmannsstofan vann fyrir forsætisnefnd Alþingis. Álitsgerðin fjallar um hvort afhenda ætti blaðamanni greinargerð setts ríkisendurskoðanda, Sigurðar Þórðarsonar, um starfsemi Lindarhvols. 8. mars 2023 21:29
Einkennilegt að upplýsingarétti almennings sé mætt með lagaþrætu Haukur Arnþórsson, stjórnsýslufræðingur, segir kröfuna um að greinargerð fyrrverandi setts ríkisendurskoðanda um Lindarhvolsmálið verði gerð opinber vera sjálfsagða og mikilvæga. Það sé einkennilegt að upplýsingarétti almennings sé mætt með lagaþrætu. 7. mars 2023 13:27
„Hafið yfir allan vafa að þingskaparlög eru með mér í liði“ Jóhann Páll Jóhannsson segir niðurstöðu atkvæðagreiðslu, um hvort hann megi leggja fram fyrirspurn um innihald greinargerðar fráfarandi setts ríkisendurskoðanda um Lindarhvol, koma á óvart. 6. mars 2023 20:10