Innlent

Leita Gunnars áfram í Eskifirði

Samúel Karl Ólason skrifar
Gunnari Svan Björgvinsson hefur verið týndur í nokkra daga.
Gunnari Svan Björgvinsson hefur verið týndur í nokkra daga.

Leitin að Gunnari Svan Björgvinssyni í Eskifirði og Reyðarfirði hefur engan árangur boðið. Hans hefur verið leitað frá því á sunnudaginn en í morgun var leitað á þyrlu landhelgisgæslunnar.

Í tilkynningu frá Lögreglunni á Austurlandi segir að fyrr í vikunni hafi upplýsingar um ferðir Gunnars enn verið óljósar og þá hafi verið leitað í fjörum Eskifjarðar og í bænum. Því verður haldið áfram.

Leitað verður í fjörum og hlíðum Eskifjarðar, auk þess sem leitað verður í bænum. Íbúar eru beðnir um að láta sér ekki bregða sjáist björgunarsveitarfólk nærri heimilum þeirra á næstu dögum.

Þá eru Íbúar beðnir um að kanna sitt nærumhverfi, einkum skúra, geymslur og önnur mannlaus rými.


Tengdar fréttir

Lýst eftir Gunnari Svan

Lögreglan á Austurlandi lýsir eftir Gunnari Svan Björgvinssyni. Síðast er vitað um ferðir Gunnars 24. febrúar síðastliðinn við heimili sitt á Eskifirði. Gunnar er liðlega fertugur að aldri, 186 cm á hæð, grannvaxinn með áberandi sítt brúnt hár.

Engin form­leg leit hafin á Eski­firði

Greint hefur verið frá því í dag að leit sé hafin á Eskifirði að manni sem ekkert hefur spurst til um nokkurra daga skeið. Upplýsingafulltrúi Landsbjargar segir að frekar sé um eftirgrennslan að ræða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×