Ten Hag: Við getum endurstillt okkur og komið til baka Smári Jökull Jónsson skrifar 10. mars 2023 07:01 Erik Ten Hag og David De Gea ganga af velli eftir sigur United í gær. Vísir/Getty Erik Ten Hag var mjög ánægður með frammistöðu Manchester United í sigri liðsins á Real Betis í gær. United er í góðri stöðu fyrir síðari leik liðanna í Evrópudeildinni í næstu viku. „Mér fannst við spila vel í báðum hálfleikjum. Eftir fyrri hálfleikinn fannst mér við eiga að vera 3-0 yfir, staðan var 1-1 og við gerðum ein mistök sem okkur var refsað fyrir en mér fannst við spila vel og sérstaklega í seinni hálfleik,“sagði Ten Hag í viðtali við BT Sport eftir leik. Hann hrósaði stuðningsmönnum United eftir leik í kvöld en mikil óánægja var í þeirra röðum eftir 7-0 tapið gegn Liverpool. „Við skoruðum góð mörk, unnum 4-1 og gáfum eitthvað til stuðningsmannanna. Þeir studdu okkur og stóðu við bakið á okkur sem ég er mjög þakklátur fyrir eftir leikinn á sunnudag,“ en United þurfti að svara vel eftir tapið stóra gegn Liverpool um síðustu helgi. Ten Hag sagði að liðið hefði sýnt gott viðhorf frá upphafi leiksins í gær. „Við vorum góðir með boltann, fundum menn á miðjunni og skiptum vel á milli kanta og hlupum vel á bakvið vörnina. Við sköpuðum mörg færi og erum ánægðir í dag.“ Eftir að United hafði byrjað leikinn af krafti náði Real Betis að jafna fyrir hlé. Ten Hag sagði að þetta væri svo sannarlega ekki í fyrsta sinn sem þetta gerist á tímabilinu. „Maður þarf að sjá hvernig liðið bregst við mótlæti. Þetta er ekki í fyrsta skipti á þessu tímabili sem þetta gerist, þetta hefur gerst í fimm eða sex skipti. Við getum endurstillt okkur og komið til baka. Liðið er með karakter og ég verð að hrósa þeim.“ Bruno Fernandes fagnar marki sínu í gærkvöldi.Vísir/Getty Bruno Fernandes fékk mikla gagnrýni fyrir hegðun sína í leiknum gegn Liverpool og höfðu heyrst raddir sem hvöttu Ten Hag til að svipta hann fyrirliðabandinu en hann er fyrirliði liðsins þegar Harry Maguire situr á bekknum. Fernandes skoraði í kvöld og fagnaði innilega. „Fyrir framherja er það mikilvægt, hann komst nálægt því að skora í mörg skipti og skapaði færi fyrir aðra. Hann náði markinu og átti það skilið. Mér fannst hann frábær í dag og leiddi liðið áfram með góðum leik. Hann stjórnaði leiknum, skoraði mark og ég er mjög ánægður.“ „Mér fannst varamennirnir koma vel inn. Aaron Wan Bissaka, Jadon Sancho og við sáum að þegar síðustu varmennirnir komu inn þá skoruðum við fjórða markið,“ sagði Ten Hag að lokum. Evrópudeild UEFA Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Enski boltinn Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Í beinni: Liverpool - Leicester | Toppliðið stígur á stokk eftir jólamatinn Enski boltinn „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ Körfubolti Sáu ekki til sólar en unnu samt Enski boltinn Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Fótbolti Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Enski boltinn Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Liverpool - Leicester | Toppliðið stígur á stokk eftir jólamatinn Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Sjá meira
„Mér fannst við spila vel í báðum hálfleikjum. Eftir fyrri hálfleikinn fannst mér við eiga að vera 3-0 yfir, staðan var 1-1 og við gerðum ein mistök sem okkur var refsað fyrir en mér fannst við spila vel og sérstaklega í seinni hálfleik,“sagði Ten Hag í viðtali við BT Sport eftir leik. Hann hrósaði stuðningsmönnum United eftir leik í kvöld en mikil óánægja var í þeirra röðum eftir 7-0 tapið gegn Liverpool. „Við skoruðum góð mörk, unnum 4-1 og gáfum eitthvað til stuðningsmannanna. Þeir studdu okkur og stóðu við bakið á okkur sem ég er mjög þakklátur fyrir eftir leikinn á sunnudag,“ en United þurfti að svara vel eftir tapið stóra gegn Liverpool um síðustu helgi. Ten Hag sagði að liðið hefði sýnt gott viðhorf frá upphafi leiksins í gær. „Við vorum góðir með boltann, fundum menn á miðjunni og skiptum vel á milli kanta og hlupum vel á bakvið vörnina. Við sköpuðum mörg færi og erum ánægðir í dag.“ Eftir að United hafði byrjað leikinn af krafti náði Real Betis að jafna fyrir hlé. Ten Hag sagði að þetta væri svo sannarlega ekki í fyrsta sinn sem þetta gerist á tímabilinu. „Maður þarf að sjá hvernig liðið bregst við mótlæti. Þetta er ekki í fyrsta skipti á þessu tímabili sem þetta gerist, þetta hefur gerst í fimm eða sex skipti. Við getum endurstillt okkur og komið til baka. Liðið er með karakter og ég verð að hrósa þeim.“ Bruno Fernandes fagnar marki sínu í gærkvöldi.Vísir/Getty Bruno Fernandes fékk mikla gagnrýni fyrir hegðun sína í leiknum gegn Liverpool og höfðu heyrst raddir sem hvöttu Ten Hag til að svipta hann fyrirliðabandinu en hann er fyrirliði liðsins þegar Harry Maguire situr á bekknum. Fernandes skoraði í kvöld og fagnaði innilega. „Fyrir framherja er það mikilvægt, hann komst nálægt því að skora í mörg skipti og skapaði færi fyrir aðra. Hann náði markinu og átti það skilið. Mér fannst hann frábær í dag og leiddi liðið áfram með góðum leik. Hann stjórnaði leiknum, skoraði mark og ég er mjög ánægður.“ „Mér fannst varamennirnir koma vel inn. Aaron Wan Bissaka, Jadon Sancho og við sáum að þegar síðustu varmennirnir komu inn þá skoruðum við fjórða markið,“ sagði Ten Hag að lokum.
Evrópudeild UEFA Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Enski boltinn Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Í beinni: Liverpool - Leicester | Toppliðið stígur á stokk eftir jólamatinn Enski boltinn „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ Körfubolti Sáu ekki til sólar en unnu samt Enski boltinn Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Fótbolti Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Enski boltinn Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Liverpool - Leicester | Toppliðið stígur á stokk eftir jólamatinn Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Sjá meira