Vatnið á jörðinni eldra en sólkerfið sjálft Kjartan Kjartansson skrifar 10. mars 2023 13:29 Efnisskífa í kringum stjörnuna V883 Orionis. Samsetning vatnsgufu í henni bendir líkist mjög þeirri sem er í sólkerfinu okkar. ESO/L. Calçada Rannsóknir stjörnufræðinga á efnisskífu í kringum fjarlæga frumstjörnu rennir stoðum undir þá tilgátu að vatnið á jörðinni sé enn eldra en sólkerfið sjálft. Talið er að vatnið hafi orðið til í geimnum á milli stjarnanna og á endanum borist til jarðarinnar með halastjörnum. Ekki er vitað með vissu hvernig vatnið sem er undirstaða lífs á jörðinni varð fyrst til eða hvernig það barst til hennar. Stjörnufræðingar fundu nýlega það sem þeir kalla týndan hlekk í umhverfi stjörnunnar V883 Orionis. Hún er svonefnd frumstjarna, aðeins um 500 milljón ára gömul, sem er að verða til úr gas- og rykskýi nærri Sverðþokunni í Óríon í um 1.300 ljósára fjarlægð frá jörðinni. Í kringum frumstjörnuna er gas- og rykskífa sem úr verður sólkerfi á endanum. Stjörnufræðingar notuðu ALMA-útvarpssjónaukann í Síle til þess að rannsaka vatngufu í skífunni. Þeir komust að því að henni svipaði mjög efnafræðilega til vatns á jörðinni og annars staðar í sólkerfinu okkar, að því er segir í grein á Stjörnufræðivefnum. Til þess að rekja uppruna vatnsins könnuðu vísindamennirnir hlutfall svonefnda þungs vatns annars vegar og hefðbundins vatns hins vegar. Þungt vatn er vatnssameind sem er samsett úr tvívetni, þyngri samsætu vetnis, og tveimur súrefnisatómum. Venjulegt vatn og þungt vatn verða til við mismunandi aðstæður í efnisskífum og því er hægt að nota hlutfallið á milli þeirra til þess að rekja myndunarstað vatnsins. Rannsóknir af þessu tagi sýna til dæmis þess að hlutfall vatns og þungs vatns sé svipað í halastjörnum annars vegar og á jörðinni hins vegar. Það þykir benda til þess að vatn hafi að hluta til borist til jarðar við árekstur halastjarna. „Efnafræðileg uppbygging vatns í skífunni líkist mjög efnauppbyggingu vatns í halastjörnum í sólkerfinu okkar. Þetta rennir stoðum undir þá tilgátu að vatnið í sólkerfinu okkar hafi orðið til milljörðum ára fyrr í geimnum milli stjarnanna, áður en sólin okkar myndaðist, og erfst svo til óbreytt í halastjörnum og jörðinni,“ segir John Tobin, stjörnufræðingur við Útvarpsathuganastofnun Bandaríkjanna og aðalhöfundur greinar um rannsóknina sem birtist í Nature. Geimurinn Vísindi Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Greint frá dánarorsök páfans Erlent Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Innlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Fleiri fréttir Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Sjá meira
Ekki er vitað með vissu hvernig vatnið sem er undirstaða lífs á jörðinni varð fyrst til eða hvernig það barst til hennar. Stjörnufræðingar fundu nýlega það sem þeir kalla týndan hlekk í umhverfi stjörnunnar V883 Orionis. Hún er svonefnd frumstjarna, aðeins um 500 milljón ára gömul, sem er að verða til úr gas- og rykskýi nærri Sverðþokunni í Óríon í um 1.300 ljósára fjarlægð frá jörðinni. Í kringum frumstjörnuna er gas- og rykskífa sem úr verður sólkerfi á endanum. Stjörnufræðingar notuðu ALMA-útvarpssjónaukann í Síle til þess að rannsaka vatngufu í skífunni. Þeir komust að því að henni svipaði mjög efnafræðilega til vatns á jörðinni og annars staðar í sólkerfinu okkar, að því er segir í grein á Stjörnufræðivefnum. Til þess að rekja uppruna vatnsins könnuðu vísindamennirnir hlutfall svonefnda þungs vatns annars vegar og hefðbundins vatns hins vegar. Þungt vatn er vatnssameind sem er samsett úr tvívetni, þyngri samsætu vetnis, og tveimur súrefnisatómum. Venjulegt vatn og þungt vatn verða til við mismunandi aðstæður í efnisskífum og því er hægt að nota hlutfallið á milli þeirra til þess að rekja myndunarstað vatnsins. Rannsóknir af þessu tagi sýna til dæmis þess að hlutfall vatns og þungs vatns sé svipað í halastjörnum annars vegar og á jörðinni hins vegar. Það þykir benda til þess að vatn hafi að hluta til borist til jarðar við árekstur halastjarna. „Efnafræðileg uppbygging vatns í skífunni líkist mjög efnauppbyggingu vatns í halastjörnum í sólkerfinu okkar. Þetta rennir stoðum undir þá tilgátu að vatnið í sólkerfinu okkar hafi orðið til milljörðum ára fyrr í geimnum milli stjarnanna, áður en sólin okkar myndaðist, og erfst svo til óbreytt í halastjörnum og jörðinni,“ segir John Tobin, stjörnufræðingur við Útvarpsathuganastofnun Bandaríkjanna og aðalhöfundur greinar um rannsóknina sem birtist í Nature.
Geimurinn Vísindi Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Greint frá dánarorsök páfans Erlent Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Innlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Fleiri fréttir Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent