Hátt í sextíu manns mættu á fundinn en þar voru ýmis mál rædd ásamt því að kosið var í stjórnina.
Fyrir sitja Bjarndís Helga Tómasdóttir, Mars M. Proppé og Vera Illugadóttir í stjórninni. Stjórn mun skipta með sér embættum á fyrsta stjórnarfundi sínum.
Kosið var í nýtt félagaráð en það eru Alex Diljar Birkisbur Hellsing, Björgvin Ægir Elisson, Erlingur Sigvaldason, Guðrún Úlfarsdóttir, Hrönn Svansdóttir, Móberg Ordal og Ragnar Pálsson sem skipa það.