Tekist á um Lindarhvol á þinginu: „Hvers konar rugl erum við eiginlega komin í?“ Máni Snær Þorláksson skrifar 13. mars 2023 16:37 Birgir Ármannsson, forseti Alþingis, fékk að heyra það frá þingmönnum stjórnarandstöðunnar í upphafi þingfundsins. Vísir/Vilhelm Þingmenn stjórnarandstöðunnar streymdu hver á fætur öðrum upp í pontu á Alþingi í dag og gagnrýndu forseta Alþingis fyrir að gera ekki greinargerð um Lindarhvol opinbera. Greinargerðin hefur verið mikið hitamál og furða þingmenn stjórnarandstöðunnar sig á því hvers vegna forseti Alþingis stendur í vegi fyrir því að greinargerðin sé birt. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar, tekur fyrst til máls undir liðnum fundarstjórn forseta. „Nú hefur verið birt lögfræðiálit um að Alþingi eigi að birta almenningi og fjölmiðlum greinargerð um Lindarhvol, Alþingi sé það skylt. En enn er staðan óbreytta af hálfu forseta Alþingis, hann ætlar ekki að birta greinargerðina. Þrátt fyrir þetta lögfræðiálit sem segir beinlínis að það sé skylt að birta greinargerðina,“ segir hún. „Hvað skýrir þessa afstöðu forseta Alþingis þegar hann velur að fara gegn lögfræðiáliti um að birta almenningi þetta gagn, þessa greinargerð. Ég skil það ekki, er hann gísl flokkshollustunnar? Er það það sem býr hér að baki, gæti einhver spurt.“ Þorbjörg vitnar þá í 16. grein laga um ríkisendurskoðun: Ríkisendurskoðandi sendir Alþingi skýrslur sínar, greinargerðir og endurskoðunarbréf og birtir opinberlega nema um sé að ræða málefni sem leynt skal fara samkvæmt lögum eða opinberir hagsmunir eða einkahagsmunir standi því í vegi. „Ég ætla ekki að standa hér og þykjast vita hvað stendur í þessari greinagerð en ég skil ekki hvað það er sem gerir það að verkum að forseti Alþingis treystir sér ekki til að fara að niðurstöðu lögfræðiálits og birta þessi gögn.“ Birgir Ármannsson, forseti Alþingis, tekur til máls í kjölfarið og slær upp vörnum. Birgir vísar í 15. grein sömu laga og Þorbjörg talaði um. Hann segir að það hafi komið fram að um sé að ræða vinnugagn sem ber að lúta sérstökum trúnaði eða leynd á grundvelli ákvörðunar ríkisendurskoðunar. Alþingi sé komið í rugl Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, stígur næstur upp í pontu. Hann segir málið einnig snúast um lög um stjórnsýslu Alþingis. „Það er búið að afhenda þessa greinargerð Alþingi og þá fer það um það hvað Alþingi ber að gera við gögn sem Alþingi berast. Það er það sem skiptir máli,“ segir hann. Þá furðar hann sig á því að forseti Alþingis vilji ekki birta álitsgerð lögfræðinga um málið þó svo að Lindarhvol beri að birta álitið. „Hvers konar rugl erum við eiginlega komin í? Það er alveg stórkostlegt í rauninni að við séum á þeim stað að Alþingi neiti að birta lögfræðiálit sem Lindarhvoli er gert að birta og vilji ekki birta greinargerð setts ríkisendurskoðanda sem er send Alþingi á sama tíma. Við verðum að gera eitthvað betur en þetta, öll forsætisnefnd var búin að samþykkja að birta þessa greinargerð en nú er það bara forseti Alþingis sem segir nei.“ „Þetta held ég að Alþingi ætti að taka til sín.“ Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingarinnar, er einn þeirra sem barist hefur hvað harðast fyrir því að greinargerðin sé birt. Í umræðunni vekur hann athygli á því að úrskurðarnefnd um upplýsingamál hafi komist að þeirri niðurstöðu að það væri óheimilt að halda lögfræðiálitinu frá almenningi. „Það sem er athyglisvert hér er að yfirstjórn Alþingis hefur einmitt synjað fjölmiðli um aðgang að þessu skjali á sama ranga lagagrundvellinum. Þetta held ég að Alþingi ætti að taka til sín.“ Hann segir þingmenn hafa kallað látlaust eftir því að greinargerðin og lögfræðiálitið sé birt en ekki hafi verið orðið við því. „Í lögfræðiálitinu kemur svo fram mjög sannfærandi rökstuðningur fyrir því að upplýsingarréttur almennings taki til greinargerðarinnar sjálfrar um Lindarhvol, enda hafi stjórnsýsla Alþingis verið felld undir gildissvið upplýsingalaga árið 2019. Sem aftur hrekur allar þær röksemdir sem komu hér fram í máli stjórnarmeirihlutans á mánudaginn í síðustu viku. Þegar mér var bannað með meirihlutavalda að spyrja spurninga um innihald greinargerðarinnar.“ Alþingi Starfsemi Lindarhvols Mest lesið Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Innlent Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna Innlent 70 prósent landsmanna hlynnt banni Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Erlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Erlent Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Innlent Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Erlent Fleiri fréttir Hægt að gefa hundum róandi og lyf til að gleyma um áramót Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna 70 prósent landsmanna hlynnt banni Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Tvö handtekin fyrir þjófnað og þrír fyrir sölu og dreifingu Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Sjá meira
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar, tekur fyrst til máls undir liðnum fundarstjórn forseta. „Nú hefur verið birt lögfræðiálit um að Alþingi eigi að birta almenningi og fjölmiðlum greinargerð um Lindarhvol, Alþingi sé það skylt. En enn er staðan óbreytta af hálfu forseta Alþingis, hann ætlar ekki að birta greinargerðina. Þrátt fyrir þetta lögfræðiálit sem segir beinlínis að það sé skylt að birta greinargerðina,“ segir hún. „Hvað skýrir þessa afstöðu forseta Alþingis þegar hann velur að fara gegn lögfræðiáliti um að birta almenningi þetta gagn, þessa greinargerð. Ég skil það ekki, er hann gísl flokkshollustunnar? Er það það sem býr hér að baki, gæti einhver spurt.“ Þorbjörg vitnar þá í 16. grein laga um ríkisendurskoðun: Ríkisendurskoðandi sendir Alþingi skýrslur sínar, greinargerðir og endurskoðunarbréf og birtir opinberlega nema um sé að ræða málefni sem leynt skal fara samkvæmt lögum eða opinberir hagsmunir eða einkahagsmunir standi því í vegi. „Ég ætla ekki að standa hér og þykjast vita hvað stendur í þessari greinagerð en ég skil ekki hvað það er sem gerir það að verkum að forseti Alþingis treystir sér ekki til að fara að niðurstöðu lögfræðiálits og birta þessi gögn.“ Birgir Ármannsson, forseti Alþingis, tekur til máls í kjölfarið og slær upp vörnum. Birgir vísar í 15. grein sömu laga og Þorbjörg talaði um. Hann segir að það hafi komið fram að um sé að ræða vinnugagn sem ber að lúta sérstökum trúnaði eða leynd á grundvelli ákvörðunar ríkisendurskoðunar. Alþingi sé komið í rugl Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, stígur næstur upp í pontu. Hann segir málið einnig snúast um lög um stjórnsýslu Alþingis. „Það er búið að afhenda þessa greinargerð Alþingi og þá fer það um það hvað Alþingi ber að gera við gögn sem Alþingi berast. Það er það sem skiptir máli,“ segir hann. Þá furðar hann sig á því að forseti Alþingis vilji ekki birta álitsgerð lögfræðinga um málið þó svo að Lindarhvol beri að birta álitið. „Hvers konar rugl erum við eiginlega komin í? Það er alveg stórkostlegt í rauninni að við séum á þeim stað að Alþingi neiti að birta lögfræðiálit sem Lindarhvoli er gert að birta og vilji ekki birta greinargerð setts ríkisendurskoðanda sem er send Alþingi á sama tíma. Við verðum að gera eitthvað betur en þetta, öll forsætisnefnd var búin að samþykkja að birta þessa greinargerð en nú er það bara forseti Alþingis sem segir nei.“ „Þetta held ég að Alþingi ætti að taka til sín.“ Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingarinnar, er einn þeirra sem barist hefur hvað harðast fyrir því að greinargerðin sé birt. Í umræðunni vekur hann athygli á því að úrskurðarnefnd um upplýsingamál hafi komist að þeirri niðurstöðu að það væri óheimilt að halda lögfræðiálitinu frá almenningi. „Það sem er athyglisvert hér er að yfirstjórn Alþingis hefur einmitt synjað fjölmiðli um aðgang að þessu skjali á sama ranga lagagrundvellinum. Þetta held ég að Alþingi ætti að taka til sín.“ Hann segir þingmenn hafa kallað látlaust eftir því að greinargerðin og lögfræðiálitið sé birt en ekki hafi verið orðið við því. „Í lögfræðiálitinu kemur svo fram mjög sannfærandi rökstuðningur fyrir því að upplýsingarréttur almennings taki til greinargerðarinnar sjálfrar um Lindarhvol, enda hafi stjórnsýsla Alþingis verið felld undir gildissvið upplýsingalaga árið 2019. Sem aftur hrekur allar þær röksemdir sem komu hér fram í máli stjórnarmeirihlutans á mánudaginn í síðustu viku. Þegar mér var bannað með meirihlutavalda að spyrja spurninga um innihald greinargerðarinnar.“
Alþingi Starfsemi Lindarhvols Mest lesið Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Innlent Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna Innlent 70 prósent landsmanna hlynnt banni Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Erlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Erlent Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Innlent Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Erlent Fleiri fréttir Hægt að gefa hundum róandi og lyf til að gleyma um áramót Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna 70 prósent landsmanna hlynnt banni Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Tvö handtekin fyrir þjófnað og þrír fyrir sölu og dreifingu Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Sjá meira