„Það var varla hægt að tala við mig í gær“ Valur Páll Eiríksson skrifar 15. mars 2023 08:30 Katrín Ásbjörnsdóttir. Vísir/Sigurjón Katrín Ásbjörnsdóttir getur vart leynt gleði sinni eftir að í ljós kom að hnémeiðsli hennar eru umtalsvert minna alvarleg en búist var við í fyrstu. Hún býst við að verða komin aftur á völlinn með Blikum þegar skammt verður liðið á Bestu deild kvenna í sumar. Katrín varð fyrir tæklingu undir lok fyrri hálfleiks í leik Breiðabliks við fyrrum félag hennar Stjörnunnar í Lengjubikarnum á föstudagskvöldið. Öllum sem sáu leikinn var ljóst að hún var sárþjáð og hélt strax um hnéð. Óttuðust þá margir að um krossbandaslit væru að ræða og þar með fótboltasumarið úr sögunni. „Það heyrðist smellur og læti. Þetta var ofboðslega vont og líka bara svolítið sjokk. Þetta leit ekki vel út og ég talaði við Ása [Ásmund Arnarsson, þjálfara Breiðabliks] þegar ég var komin heim á föstudagskvöldinu eftir leik og sagði við hann að mér litist ekkert á þetta. Ég hélt að þetta yrði mjög alvarlegt,“ Krossband Katrínar skaddaðist hins vegar ekki. Það kom í ljós eftir segulómskoðun í fyrradag en biðin eftir niðurstöðu var Katrínu löng. Það fór umtalsvert betur áhorfðist. „Þetta var bara tognun á liðbandinu og beinmar. Læknirninn talar um fjórar til sex vikur. Það eru sex vikur og fjórir dagar í mót, þannig að þetta eru bara frábærar fréttir,“ segir Katrín sem var eðlilega afar létt og á bágt með að vera hennar á hliðarlínunni verði svo miklu skemmri en útlit var fyrir. Aðspurð hvort hún hafi brosað hringinn frá því að niðurstaðan fékkst segir hún: „Já, það má segja það. Það var varla hægt að tala við mig í gær. Ég fór í myndatökuna og svo var dagurinn rosa erfiður í gær að bíða eftir niðurstöðum. Svo er þetta bara búin að vera gleði síðan þá,“ Fengið góðar móttökur í Kópavogi Katrín gekk í raðir Breiðabliks í vetur frá Stjörnunni en hún hlaut bronsskóinn með Stjörnuliði sem endaði í öðru sæti deildarinnar og hlaut þannig Evrópusæti á kostnað Breiðabliks sem endaði í þriðja. Hún segir töluverð viðbrigði að koma í Kópavoginn en ber Blikaliðinu vel söguna. „Auðvitað eru það [viðbrigði], ég hef aldrei verið hérna áður. En mér hefur aldrei ég fundist ég eins velkomin í félag eins og núna. Það eru allir svo yndislegir við mann og bjóða mann mjög velkominn. Mér líður bara virkilega vel hérna og er mjög spennt fyrir sumrinu.“ segir Katrín. Breiðablik Besta deild kvenna Mest lesið Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Handbolti Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Körfubolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Enski boltinn Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Fótbolti „Ákveðið sjokk“ Fótbolti Fleiri fréttir „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika „Það er virkilega gaman að troða sokkum“ „Við erum skrefi framar öllum öðrum liðum í ár“ Sjá meira
Katrín varð fyrir tæklingu undir lok fyrri hálfleiks í leik Breiðabliks við fyrrum félag hennar Stjörnunnar í Lengjubikarnum á föstudagskvöldið. Öllum sem sáu leikinn var ljóst að hún var sárþjáð og hélt strax um hnéð. Óttuðust þá margir að um krossbandaslit væru að ræða og þar með fótboltasumarið úr sögunni. „Það heyrðist smellur og læti. Þetta var ofboðslega vont og líka bara svolítið sjokk. Þetta leit ekki vel út og ég talaði við Ása [Ásmund Arnarsson, þjálfara Breiðabliks] þegar ég var komin heim á föstudagskvöldinu eftir leik og sagði við hann að mér litist ekkert á þetta. Ég hélt að þetta yrði mjög alvarlegt,“ Krossband Katrínar skaddaðist hins vegar ekki. Það kom í ljós eftir segulómskoðun í fyrradag en biðin eftir niðurstöðu var Katrínu löng. Það fór umtalsvert betur áhorfðist. „Þetta var bara tognun á liðbandinu og beinmar. Læknirninn talar um fjórar til sex vikur. Það eru sex vikur og fjórir dagar í mót, þannig að þetta eru bara frábærar fréttir,“ segir Katrín sem var eðlilega afar létt og á bágt með að vera hennar á hliðarlínunni verði svo miklu skemmri en útlit var fyrir. Aðspurð hvort hún hafi brosað hringinn frá því að niðurstaðan fékkst segir hún: „Já, það má segja það. Það var varla hægt að tala við mig í gær. Ég fór í myndatökuna og svo var dagurinn rosa erfiður í gær að bíða eftir niðurstöðum. Svo er þetta bara búin að vera gleði síðan þá,“ Fengið góðar móttökur í Kópavogi Katrín gekk í raðir Breiðabliks í vetur frá Stjörnunni en hún hlaut bronsskóinn með Stjörnuliði sem endaði í öðru sæti deildarinnar og hlaut þannig Evrópusæti á kostnað Breiðabliks sem endaði í þriðja. Hún segir töluverð viðbrigði að koma í Kópavoginn en ber Blikaliðinu vel söguna. „Auðvitað eru það [viðbrigði], ég hef aldrei verið hérna áður. En mér hefur aldrei ég fundist ég eins velkomin í félag eins og núna. Það eru allir svo yndislegir við mann og bjóða mann mjög velkominn. Mér líður bara virkilega vel hérna og er mjög spennt fyrir sumrinu.“ segir Katrín.
Breiðablik Besta deild kvenna Mest lesið Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Handbolti Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Körfubolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Enski boltinn Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Fótbolti „Ákveðið sjokk“ Fótbolti Fleiri fréttir „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika „Það er virkilega gaman að troða sokkum“ „Við erum skrefi framar öllum öðrum liðum í ár“ Sjá meira