5.600 tonn af rusli hlaðborð fyrir rottur Parísarborgar Hólmfríður Gísladóttir skrifar 15. mars 2023 09:00 Rusl safnast upp á götum Parísarborgar. AP/Thomas Padilla Borgaryfirvöld í París segja 5.600 tonn af rusli hafa safnast upp í borginni eftir að sorphirðustarfsmenn lögðu niður störf til að mótmæla fyrirætlunum stjórnvalda um að hækka eftirlaunaaldurinn úr 62 árum í 64 ár. „Þetta er sóðalegt og laðar að sér rottur og kakkalakka,“ sagði einn Parísarbúi um ástandið í samtali við franska útvarpsstöð. Verkfallsaðgerðirnar ná til um helmings hverfa borgarinnar og annarra borga á borð við Nantes, Rennes og Le Havre. Í París hafa sorphirðustarfsmenn einnig lokað fyrir aðgengi að þremur sorphirðustöðum og þeirri fjórðu hefur verið lokað að hluta. Einn viðmælandi útvarpsstöðvarinnar Europe1 sagði París hlaðborð fyrir sex milljón rottur borgarinnar. Aðgerðasinnar eru sagðir hafa freistað þess að hindra störf þeirra einkafyrirtækja sem sjá um sorphirðu í sumum hverfum Parísar. Þá ku hafa sést til starfsmanna einkafyrirtækja í hverfum þar sem opinberir starfsmenn eru venjulega að störfum. Einn embættismanna borgarinnar, Emmanuel Grégoire, segir ástandið flókið en verið sé að forgangsraða í þágu öryggis, til að mynda með því að hreinsa til í kringum matvörumarkaði og hirða upp ruslapoka sem hefur verið hent úti á götu. Sérfræðingurinn Romain Lasseur sagði í samtali við Le Parisien að rotturnar væru raunverulegt áhyggjuefni, þar sem þær hreiðruðu um sig í ruslahrúgunum, ættu þar afkvæmi og skildu eftir sig hland og skít sem gæti ógnað heilsu sorphirðustarfsmanna og almennings. Fulltrúar sorphirðustarfsmanna munu funda í dag um framhald aðgerðanna. Stjórnvöld hyggjast ekki gefa eftir hvað varðar lækkun eftirlaunaaldursins. Frakkland Mest lesið „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent „Réttu spilin og réttu vopnin“ Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Erlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Sjá meira
„Þetta er sóðalegt og laðar að sér rottur og kakkalakka,“ sagði einn Parísarbúi um ástandið í samtali við franska útvarpsstöð. Verkfallsaðgerðirnar ná til um helmings hverfa borgarinnar og annarra borga á borð við Nantes, Rennes og Le Havre. Í París hafa sorphirðustarfsmenn einnig lokað fyrir aðgengi að þremur sorphirðustöðum og þeirri fjórðu hefur verið lokað að hluta. Einn viðmælandi útvarpsstöðvarinnar Europe1 sagði París hlaðborð fyrir sex milljón rottur borgarinnar. Aðgerðasinnar eru sagðir hafa freistað þess að hindra störf þeirra einkafyrirtækja sem sjá um sorphirðu í sumum hverfum Parísar. Þá ku hafa sést til starfsmanna einkafyrirtækja í hverfum þar sem opinberir starfsmenn eru venjulega að störfum. Einn embættismanna borgarinnar, Emmanuel Grégoire, segir ástandið flókið en verið sé að forgangsraða í þágu öryggis, til að mynda með því að hreinsa til í kringum matvörumarkaði og hirða upp ruslapoka sem hefur verið hent úti á götu. Sérfræðingurinn Romain Lasseur sagði í samtali við Le Parisien að rotturnar væru raunverulegt áhyggjuefni, þar sem þær hreiðruðu um sig í ruslahrúgunum, ættu þar afkvæmi og skildu eftir sig hland og skít sem gæti ógnað heilsu sorphirðustarfsmanna og almennings. Fulltrúar sorphirðustarfsmanna munu funda í dag um framhald aðgerðanna. Stjórnvöld hyggjast ekki gefa eftir hvað varðar lækkun eftirlaunaaldursins.
Frakkland Mest lesið „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent „Réttu spilin og réttu vopnin“ Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Erlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Sjá meira