Breytingartillögur felldar jafnóðum Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 15. mars 2023 19:17 Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir hefur jafnan gert grein fyrir atkvæði sínu á Alþingi í dag. Myndin var tekin þar sem hún kastaði kveðju á mótmælendur fyrir utan Alþingishúsið. Vísir/Vilhelm Þingmenn úr minnihluta Alþingis hafa lagt fram fjölmargar breytingartillögur á útlendingafrumvarpi Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra á fundi sem nú stendur yfir. Meirihluti þingmanna hefur fellt tillögurnar jafnóðum. Breytingartillögurnar hafa almennt verið felldar með 32 atkvæðum; 15 segja yfirleitt já og 5 greiða ekki atkvæði. Það eru jafnan þingmenn Flokks fólksins sem ekki hafa greitt atkvæði með eða á móti. Óhætt er að segja að málið hafi verið umdeilt en fjölmargir þingmenn stjórnarandstöðunnar hafa gagnrýnt frumvarpið harðlega. Á þingfundinum sem nú stendur yfir þurfti Birgir Ármannsson forseti Alþingis að biðja gest á þingpöllum um að hafa hljóð, en einn heyrðist saka þingmenn um misnotkun á valdi. Arndís Anna Katrínardóttir Gunnarsdóttir hefur reglulega tekið til máls á Alþingi í kvöld og hafa Píratar staðið fyrir mörgum breytingartillögum á frumvarpinu. Þingmenn flokksins gagrýndu ákvæði frumvarpsins sem þau telja torvelda endurupptöku mála og segja það setja hættulegt fordæmi. Herbergi fullt af myglu Arndís Anna veltir upp mikilvægi ákvæðis um að útlendingur teljist ekki umsækjandi um alþjóðlega vernd ef máli hans hefur verið lokið á stjórnsýslustigi. „Það er hvorki í þágu skilvirkni, sparnaðar fyrir ríkissjóð né í þágu mannúðar - það er ekki í þágu eins eða neins, þessi breyting. Hún snýst um það að svelta flóttafólk til hlýðni, treysta á það að með því að henda þeim út á götuna allslausum að þá muni þeir loksins drífa sig heim. Þeir hljóta að hanga hérna vegna þess að þau fá tíu þúsund á viku, búa í einhverju herbergi, fullu af myglu með einhverju bláókunnugu fólki. Það er aðdráttarafl sem þarf að taka út, er það ekki,“ spurði Arndís Anna. Margir þingmenn hafa ákveðið að gera sérstaklega grein fyrir atkvæðum sínum. „Þetta er nú sennilega eitt versta ákvæðið í þessu frumvarpi, eitt af því sem mest hefur verið rætt um í meðförum nefndarinnar og eitt af því sem hefur verið gagnrýnt hvað helst af þeim sem hafa komið fyrir nefndina, þeir sem hafa sérfræðiþekkingu til að meta hverjar afleiðingarnar verða. Það er verið að leggja það hér til að þessi tiltekna grein falli á brott, ég greiði heilshugar atkvæði með því og hvet aðra til að gera það sama. Ég segi já,“ sagði Sigmar Guðmundsson þingmaður Viðreisnar. Alþingi Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Tengdar fréttir Mótmælt fyrir utan Alþingi Hópur flóttamanna frá Írak stendur fyrir mótmælum fyrir utan Alþingi í dag vegna umdeilds frumvarps Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra um breytingar á útlendingalögum. Greidd verða atkvæði um frumvarpið á þingi í dag. 15. mars 2023 16:50 Frumvarpið sé illa úthugsað og afleiðingarnar óljósar: „Þetta er mikil afturför“ Allar líkur eru á að útlendingafrumvarp dómsmálaráðherra verði að lögum frá Alþingi eftir daginn í dag en lokaatkvæðagreiðsla fer fram síðdegis. Þingmaður Pírata segir að í grunninn sé um að ræða pólitíska yfirlýsingu sem lýsi tortryggni og jafnvel andúð í garð fólks á flótta. Flóttamenn hafa boðað mótmæli fyrir utan Alþingi í dag vegna málsins og munu Píratar gefa stjórnarliðum lokatækifæri til að skipta um skoðun á eftir. 15. mars 2023 13:01 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Innlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Innlent Fleiri fréttir Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Sjá meira
Breytingartillögurnar hafa almennt verið felldar með 32 atkvæðum; 15 segja yfirleitt já og 5 greiða ekki atkvæði. Það eru jafnan þingmenn Flokks fólksins sem ekki hafa greitt atkvæði með eða á móti. Óhætt er að segja að málið hafi verið umdeilt en fjölmargir þingmenn stjórnarandstöðunnar hafa gagnrýnt frumvarpið harðlega. Á þingfundinum sem nú stendur yfir þurfti Birgir Ármannsson forseti Alþingis að biðja gest á þingpöllum um að hafa hljóð, en einn heyrðist saka þingmenn um misnotkun á valdi. Arndís Anna Katrínardóttir Gunnarsdóttir hefur reglulega tekið til máls á Alþingi í kvöld og hafa Píratar staðið fyrir mörgum breytingartillögum á frumvarpinu. Þingmenn flokksins gagrýndu ákvæði frumvarpsins sem þau telja torvelda endurupptöku mála og segja það setja hættulegt fordæmi. Herbergi fullt af myglu Arndís Anna veltir upp mikilvægi ákvæðis um að útlendingur teljist ekki umsækjandi um alþjóðlega vernd ef máli hans hefur verið lokið á stjórnsýslustigi. „Það er hvorki í þágu skilvirkni, sparnaðar fyrir ríkissjóð né í þágu mannúðar - það er ekki í þágu eins eða neins, þessi breyting. Hún snýst um það að svelta flóttafólk til hlýðni, treysta á það að með því að henda þeim út á götuna allslausum að þá muni þeir loksins drífa sig heim. Þeir hljóta að hanga hérna vegna þess að þau fá tíu þúsund á viku, búa í einhverju herbergi, fullu af myglu með einhverju bláókunnugu fólki. Það er aðdráttarafl sem þarf að taka út, er það ekki,“ spurði Arndís Anna. Margir þingmenn hafa ákveðið að gera sérstaklega grein fyrir atkvæðum sínum. „Þetta er nú sennilega eitt versta ákvæðið í þessu frumvarpi, eitt af því sem mest hefur verið rætt um í meðförum nefndarinnar og eitt af því sem hefur verið gagnrýnt hvað helst af þeim sem hafa komið fyrir nefndina, þeir sem hafa sérfræðiþekkingu til að meta hverjar afleiðingarnar verða. Það er verið að leggja það hér til að þessi tiltekna grein falli á brott, ég greiði heilshugar atkvæði með því og hvet aðra til að gera það sama. Ég segi já,“ sagði Sigmar Guðmundsson þingmaður Viðreisnar.
Alþingi Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Tengdar fréttir Mótmælt fyrir utan Alþingi Hópur flóttamanna frá Írak stendur fyrir mótmælum fyrir utan Alþingi í dag vegna umdeilds frumvarps Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra um breytingar á útlendingalögum. Greidd verða atkvæði um frumvarpið á þingi í dag. 15. mars 2023 16:50 Frumvarpið sé illa úthugsað og afleiðingarnar óljósar: „Þetta er mikil afturför“ Allar líkur eru á að útlendingafrumvarp dómsmálaráðherra verði að lögum frá Alþingi eftir daginn í dag en lokaatkvæðagreiðsla fer fram síðdegis. Þingmaður Pírata segir að í grunninn sé um að ræða pólitíska yfirlýsingu sem lýsi tortryggni og jafnvel andúð í garð fólks á flótta. Flóttamenn hafa boðað mótmæli fyrir utan Alþingi í dag vegna málsins og munu Píratar gefa stjórnarliðum lokatækifæri til að skipta um skoðun á eftir. 15. mars 2023 13:01 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Innlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Innlent Fleiri fréttir Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Sjá meira
Mótmælt fyrir utan Alþingi Hópur flóttamanna frá Írak stendur fyrir mótmælum fyrir utan Alþingi í dag vegna umdeilds frumvarps Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra um breytingar á útlendingalögum. Greidd verða atkvæði um frumvarpið á þingi í dag. 15. mars 2023 16:50
Frumvarpið sé illa úthugsað og afleiðingarnar óljósar: „Þetta er mikil afturför“ Allar líkur eru á að útlendingafrumvarp dómsmálaráðherra verði að lögum frá Alþingi eftir daginn í dag en lokaatkvæðagreiðsla fer fram síðdegis. Þingmaður Pírata segir að í grunninn sé um að ræða pólitíska yfirlýsingu sem lýsi tortryggni og jafnvel andúð í garð fólks á flótta. Flóttamenn hafa boðað mótmæli fyrir utan Alþingi í dag vegna málsins og munu Píratar gefa stjórnarliðum lokatækifæri til að skipta um skoðun á eftir. 15. mars 2023 13:01