Varaþingmaður VG tekur þung skref og segir sig úr flokknum Máni Snær Þorláksson skrifar 16. mars 2023 11:48 Daníel E. Arnarsson. Vísir/Vilhelm Varaþingmaður og fyrrverandi framkvæmdastjóri Vinstri grænna sagði sig úr flokknum nokkrum mínútum eftir að útlendingafrumvarp dómsmálaráðherra var samþykkt í gær. Hann ætlar ekki að taka sæti aftur á þingi jafnvel þótt hann yrði kallaður inn. Daníel E. Arnarsson, varaþingmaður og framkvæmdastjóri Samtakanna '78, hefur sagt sig úr Vinstri grænum. Hann greinir frá þessu í færslu á Facebook síðu sinni og segir að ástæðuna vera þingmenn flokksins greiddu atkvæði með útlendingafrumvarpi Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra. Meirihluti Alþingis samþykkti frumvarpið í gærkvöldi. Allir þingmenn Vinstri grænna greiddu atkvæði með frumvarpinu fyrir utan Katrínu Jakobsdóttur og Bjarkey Olsen Gunnarsdóttur en þær voru báðar fjarverandi. Fjölmargar breytingartillögur voru lagðar fram en þær voru felldar. „Í gærkvöldi var útlendingafrumvarp dómsmálaráðherra samþykkt. Frumvarp sem fjöldi mannréttinda- og hjálparsamtaka hafa barist gegn enda skerðir það réttindi eins viðkvæmasta og jaðarsettasta hóp okkar samfélags; fólk sem leitar að alþjóðlegri vernd. Það er ekki að ástæðulausu að frumvarpið mætti jafnsterkri andstöðu líkt og raun ber vitni,“ segir Daníel í færslunni. Engin stjórnmál séu án ábyrgðar Daníel segir að þegar hann bauð sig fram í prófkjöri Vinstri grænna árið 2021 hafi eitt af hans áherslumálum verið meiri mannúð þegar kemur að útlendingamálum. „Ég fékk fjölda fólks til að ganga til liðs við hreyfinguna, fólk sem var mér sammála í þessum efnum og ég fékk mikinn stuðning frá þessum einstaklingum. Fyrir það verð ég ávallt þakklátur,“ segir hann. Hann segist hafa skráð sig úr flokknum einungis nokkrum mínútum eftir að frumvarpið var samþykkt: „Það eru engin stjórnmál án ábyrgðar, og ég finn til ábyrgðar á þessari stundu. Ég var alla tíð á móti þessu frumvarpi og gerði mitt allra besta til þess að stöðva það. Það tókst ekki. Því verð ég að bera ákveðna ábyrgð og nokkrum mínútum eftir að þingfólk Vinstri grænna greiddi atkvæði með þessu frumvarpi þá skráði ég mig úr hreyfingunni. Ekki einungis vonbrigðanna vegna.“ Þung skref Daníel hefur starfað lengi með Vinstri grænum eða í sautján ár. Hann segist ekki horfa á flokkinn sem stjórnmálahreyfingu heldur sem fjölskyldu, fólk sem ól hann upp. „Þess vegna eru þessi skref afskaplega þung. Mér þykir enn afar vænt um fólkið í VG en því miður þá get ég ekki staðið á bakvið hreyfingu sem samþykkir skerðingu á réttindum til eins viðkvæmasta hóp samfélagsins.“ Að lokum segir Daníel að hann átti sig á að hann sé lýðræðislega kjörinn varaþingmaður flokksins. Hann ætli ekki að taka sæti á þingi verði hann kallaður inn heldur vísa á næstu manneskju á lista flokksins í sínu kjördæmi. Daníel skipaði þriðja sæti á lista Vinstri græna í Reykjavíkurkjördæmi suður fyrir kosningarnar 2021. Þingflokkurinn náði þar inn tveimur mönnum, Svandísi Svavarsdóttur matvælaráðherra og svo Orra Páli Jóhannssyni sem uppbótarþingmanni. Vinstri græn Flóttafólk á Íslandi Flóttamenn Alþingi Hælisleitendur Innflytjendamál Mest lesið Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Bein útsending: Kynnir fjárlög næsta árs Innlent Þrjár ungar konur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Erlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Erlent Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Erlent Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Innlent Leitað að manni með öxi Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Kynnir fjárlög næsta árs Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Sjá meira
Daníel E. Arnarsson, varaþingmaður og framkvæmdastjóri Samtakanna '78, hefur sagt sig úr Vinstri grænum. Hann greinir frá þessu í færslu á Facebook síðu sinni og segir að ástæðuna vera þingmenn flokksins greiddu atkvæði með útlendingafrumvarpi Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra. Meirihluti Alþingis samþykkti frumvarpið í gærkvöldi. Allir þingmenn Vinstri grænna greiddu atkvæði með frumvarpinu fyrir utan Katrínu Jakobsdóttur og Bjarkey Olsen Gunnarsdóttur en þær voru báðar fjarverandi. Fjölmargar breytingartillögur voru lagðar fram en þær voru felldar. „Í gærkvöldi var útlendingafrumvarp dómsmálaráðherra samþykkt. Frumvarp sem fjöldi mannréttinda- og hjálparsamtaka hafa barist gegn enda skerðir það réttindi eins viðkvæmasta og jaðarsettasta hóp okkar samfélags; fólk sem leitar að alþjóðlegri vernd. Það er ekki að ástæðulausu að frumvarpið mætti jafnsterkri andstöðu líkt og raun ber vitni,“ segir Daníel í færslunni. Engin stjórnmál séu án ábyrgðar Daníel segir að þegar hann bauð sig fram í prófkjöri Vinstri grænna árið 2021 hafi eitt af hans áherslumálum verið meiri mannúð þegar kemur að útlendingamálum. „Ég fékk fjölda fólks til að ganga til liðs við hreyfinguna, fólk sem var mér sammála í þessum efnum og ég fékk mikinn stuðning frá þessum einstaklingum. Fyrir það verð ég ávallt þakklátur,“ segir hann. Hann segist hafa skráð sig úr flokknum einungis nokkrum mínútum eftir að frumvarpið var samþykkt: „Það eru engin stjórnmál án ábyrgðar, og ég finn til ábyrgðar á þessari stundu. Ég var alla tíð á móti þessu frumvarpi og gerði mitt allra besta til þess að stöðva það. Það tókst ekki. Því verð ég að bera ákveðna ábyrgð og nokkrum mínútum eftir að þingfólk Vinstri grænna greiddi atkvæði með þessu frumvarpi þá skráði ég mig úr hreyfingunni. Ekki einungis vonbrigðanna vegna.“ Þung skref Daníel hefur starfað lengi með Vinstri grænum eða í sautján ár. Hann segist ekki horfa á flokkinn sem stjórnmálahreyfingu heldur sem fjölskyldu, fólk sem ól hann upp. „Þess vegna eru þessi skref afskaplega þung. Mér þykir enn afar vænt um fólkið í VG en því miður þá get ég ekki staðið á bakvið hreyfingu sem samþykkir skerðingu á réttindum til eins viðkvæmasta hóp samfélagsins.“ Að lokum segir Daníel að hann átti sig á að hann sé lýðræðislega kjörinn varaþingmaður flokksins. Hann ætli ekki að taka sæti á þingi verði hann kallaður inn heldur vísa á næstu manneskju á lista flokksins í sínu kjördæmi. Daníel skipaði þriðja sæti á lista Vinstri græna í Reykjavíkurkjördæmi suður fyrir kosningarnar 2021. Þingflokkurinn náði þar inn tveimur mönnum, Svandísi Svavarsdóttur matvælaráðherra og svo Orra Páli Jóhannssyni sem uppbótarþingmanni.
Vinstri græn Flóttafólk á Íslandi Flóttamenn Alþingi Hælisleitendur Innflytjendamál Mest lesið Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Bein útsending: Kynnir fjárlög næsta árs Innlent Þrjár ungar konur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Erlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Erlent Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Erlent Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Innlent Leitað að manni með öxi Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Kynnir fjárlög næsta árs Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Sjá meira