Gefa út handtökuskipun á hendur Pútín Samúel Karl Ólason skrifar 17. mars 2023 15:23 Vladimír Pútín, forseti Rússlands. AP/Pavel Bednyakov Dómarar Alþjóðlega sakamáladómstólsins (ICC) hafa gefið út handtökuskipun á hendur Vladimír Pútín, forseta Rússlands, fyrir stríðsglæpi í Úkraínu. Handtökuskipunin er gefin út vegna fjölda úkraínska barna sem rænt hefur verið til Rússlands. Handtökuskipun hefur einnig verið gefin á hendur Maríu Alekseyevna Lvova-Belova, nokkurskonar umboðskonu barna í Rússlandi. Sjá einnig: Rússnesk stjórnvöld nema úkraínsk börn á brott og flytja þau til Rússlands Saksóknarar og rannsakendur ICC hafa verið með ódæði rússneskra hermanna í Úkraínu til skoðunar um nokkuð skeið. Fjölmörgum úkraínskum börnum hefur verið rænt og þau ættleidd til rússneskra fjölskyldna eða komið fyrir á rússneskum stofnunum. Sjá einnig: Að minnsta kosti 6.000 börn send í „endurmenntunarbúðir“ í Rússlandi Rússar hafa ekki reynt að fela þessi mannrán heldur halda þeir því þess í stað fram að um björgunarstarf sé að ræða. Hvort sem börn eru munaðarlaus eða ekki, þá er það að ala börn upp í annarri menningu mögulegt ummerki þjóðernishreinsunar. Þess að verið sé að reyna að þurrka út menningu og einkenni óvinaþjóðar. Pútín hefur opinberlega lýst því yfir að hann styðji þessar ættleiðingar. Hér má sjá yfirlýsingu frá Piotr Hofmański, forseta ICC, um handtökuskipunina. Hann segir dómarana vera að fylgja skyldum sínum samkvæmt lögum. Framhaldið velti á alþjóðasamfélaginu #ICC President Judge Piotr Hofma ski on recent arrest warrants against Vladimir Vladimirovich Putin and Maria Alekseyevna Lvova-Belova in the context of the situation in #UkraineMore info: https://t.co/5OMC7Xuuy5 pic.twitter.com/45bT4mHqIs— Int'l Criminal Court (@IntlCrimCourt) March 17, 2023 Í yfirlýsingu frá ICC segir að grundvöllur sé fyrir því að Pútín beri persónulega ábyrgð á því að börn hafi verið flutt frá Úkraínu og til Rússlands og því að stöðva ekki undirmenn sína og aðra í að fremja þessa glæpi. Lvova-Belova er einnig sögð bera ábyrgð á flutningunum. New York Times sagði nýverið frá því að saksóknarar ICC væru einnig að skoða markvissar árásir Rússa á borgaralega innviði í Úkraínu. Sjá einnig: Sagðir ætla að höfða mál gegn Rússum fyrir stríðsglæpi Rússar hafa gert fjölmargar umfangsmiklar árásir á innviði og voru þær sérstaklega margar í haust. Þá fóru ráðamenn í Rússlandi ekki leynt með að árásunum var ætlað að valda almenningi skaða og leiða til fólksflótta frá Úkraínu. Framsal ólíklegt Verulega ólíklegt er að réttarhöld muni fara fram. Sérfræðingar segja litlar sem engar líkur á því að yfirvöld í Rússlandi muni nokkurn tímann framselja rússneska embættismenn eða hermenn. Óhætt er að segja að Pútín muni ekki framselja sjálfan sig. María Sakaróva, talskona Utanríkisráðuneytis Rússlands, segir handtökuskipun dómstólsins marklausa. Hún hafi enga þýðingu í Rússlandi, en Rússar hafa ekki skrifað undir Rómarsamþykktina. Handtökuskipunin felur þó í sér að stigi Pútín fæti í eitt af þeim 123 ríkjum sem hafa skrifað undir Rómarsamþykktina um stofnun Alþjóðlega sakamáladómstólsins, eigi lögreglan í þeim ríkjum að handtaka Pútín. Ísland er eitt af þessum ríkjum. Ráðamenn í Rússlandi þvertaka fyrir að hermenn þeirra hafi framið stríðsglæpi í Úkraínu og alþjóðlegur rannsakendur hafa þó fundið mikið magn sönnunargagna sem benda til þess að stríðsglæpir hafi verið framdir og þá sérstaklega á fyrri hluta innrásarinnar. Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Hernaður Vladimír Pútín Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Mildari spá í kortunum Veður Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Fleiri fréttir Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Sjá meira
Handtökuskipun hefur einnig verið gefin á hendur Maríu Alekseyevna Lvova-Belova, nokkurskonar umboðskonu barna í Rússlandi. Sjá einnig: Rússnesk stjórnvöld nema úkraínsk börn á brott og flytja þau til Rússlands Saksóknarar og rannsakendur ICC hafa verið með ódæði rússneskra hermanna í Úkraínu til skoðunar um nokkuð skeið. Fjölmörgum úkraínskum börnum hefur verið rænt og þau ættleidd til rússneskra fjölskyldna eða komið fyrir á rússneskum stofnunum. Sjá einnig: Að minnsta kosti 6.000 börn send í „endurmenntunarbúðir“ í Rússlandi Rússar hafa ekki reynt að fela þessi mannrán heldur halda þeir því þess í stað fram að um björgunarstarf sé að ræða. Hvort sem börn eru munaðarlaus eða ekki, þá er það að ala börn upp í annarri menningu mögulegt ummerki þjóðernishreinsunar. Þess að verið sé að reyna að þurrka út menningu og einkenni óvinaþjóðar. Pútín hefur opinberlega lýst því yfir að hann styðji þessar ættleiðingar. Hér má sjá yfirlýsingu frá Piotr Hofmański, forseta ICC, um handtökuskipunina. Hann segir dómarana vera að fylgja skyldum sínum samkvæmt lögum. Framhaldið velti á alþjóðasamfélaginu #ICC President Judge Piotr Hofma ski on recent arrest warrants against Vladimir Vladimirovich Putin and Maria Alekseyevna Lvova-Belova in the context of the situation in #UkraineMore info: https://t.co/5OMC7Xuuy5 pic.twitter.com/45bT4mHqIs— Int'l Criminal Court (@IntlCrimCourt) March 17, 2023 Í yfirlýsingu frá ICC segir að grundvöllur sé fyrir því að Pútín beri persónulega ábyrgð á því að börn hafi verið flutt frá Úkraínu og til Rússlands og því að stöðva ekki undirmenn sína og aðra í að fremja þessa glæpi. Lvova-Belova er einnig sögð bera ábyrgð á flutningunum. New York Times sagði nýverið frá því að saksóknarar ICC væru einnig að skoða markvissar árásir Rússa á borgaralega innviði í Úkraínu. Sjá einnig: Sagðir ætla að höfða mál gegn Rússum fyrir stríðsglæpi Rússar hafa gert fjölmargar umfangsmiklar árásir á innviði og voru þær sérstaklega margar í haust. Þá fóru ráðamenn í Rússlandi ekki leynt með að árásunum var ætlað að valda almenningi skaða og leiða til fólksflótta frá Úkraínu. Framsal ólíklegt Verulega ólíklegt er að réttarhöld muni fara fram. Sérfræðingar segja litlar sem engar líkur á því að yfirvöld í Rússlandi muni nokkurn tímann framselja rússneska embættismenn eða hermenn. Óhætt er að segja að Pútín muni ekki framselja sjálfan sig. María Sakaróva, talskona Utanríkisráðuneytis Rússlands, segir handtökuskipun dómstólsins marklausa. Hún hafi enga þýðingu í Rússlandi, en Rússar hafa ekki skrifað undir Rómarsamþykktina. Handtökuskipunin felur þó í sér að stigi Pútín fæti í eitt af þeim 123 ríkjum sem hafa skrifað undir Rómarsamþykktina um stofnun Alþjóðlega sakamáladómstólsins, eigi lögreglan í þeim ríkjum að handtaka Pútín. Ísland er eitt af þessum ríkjum. Ráðamenn í Rússlandi þvertaka fyrir að hermenn þeirra hafi framið stríðsglæpi í Úkraínu og alþjóðlegur rannsakendur hafa þó fundið mikið magn sönnunargagna sem benda til þess að stríðsglæpir hafi verið framdir og þá sérstaklega á fyrri hluta innrásarinnar.
Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Hernaður Vladimír Pútín Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Mildari spá í kortunum Veður Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Fleiri fréttir Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Sjá meira