Vill ekki fegra hlutina með list sinni: „Mikilvægt að segja allan sannleikann“ Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 19. mars 2023 06:00 Sigga Björg Sigurðardóttir er viðmælandi í nýjasta þætti af Kúnst. Vísir/Vilhelm „Mér hefur alltaf fundist það svo mikilvægur partur af því að vera til að segja allan sannleikann,“ segir myndlistarkonan Sigga Björg Sigurðardóttir. Listasafn Reykjavíkur stendur fyrir sýningunni Andardráttur á glugga á Ásmundarsafni, þar sem verk Siggu Bjargar tala við verk Ásmundar Sveinssonar. Sýningin var valin ein af áhugaverðustu myndlistarsýningum Norðurlandanna árið 2023 af tísku-og lífstílstímaritinu Vogue Scandinavia. Sigga Björg er viðmælandi í nýjasta þætti af Kúnst. Hægt er að horfa á þáttinn í spilaranum hér að neðan: Klippa: KÚNST - Sigga Björg Ekki fallegar sögur sem enda vel Heimur trölla, álfa, drauga og annarra kynjavera opnast á einstakan hátt á sýningunni þar sem þjóðsögur leika stórt hlutverk en Sigga Björg er óhrædd við að nálgast óhugnanleg viðfangsefni og segist ekki vilja fegra hlutina. „Ég vil frekar bara segja söguna bara eins og hún er. Þessar sögur sem ég er að fjalla um eru ekkert endilega fallegar með góðum enda. Þess vegna höfðaði það svo til mín. Mér hefur alltaf fundist mikilvægt að fjalla um allan skalann af mannlegum tilfinningum og þá er ekkert hægt að fegra það. Þetta er svo breiður skali.“ Persónulegir en óræðir hlutir Aðspurð hvort verkin endurspegli einhvern hluta af hennar sálarlífi svarar Sigga Björg því játandi og brosir. „Í þessari seríu er ég kannski svolítið að fela mig á bak við sögur. Ég er að vinna út frá sögum sem annar sagði, venjulega endurspegla verkin jafnvel mjög persónulega hluti en ég er ekki að segja það beint út. Ég hef ekkert rosalega mikinn áhuga á því að vera að segja alla söguna, því mér finnst svo mikilvægt að ná þessu augnabliki og þessari tilfinningu sem ég teikna myndina út frá.“ Sigga Björg er óhrædd við að nálgast óhugnanlega og skrýtna hluti í listsköpun sinni.Vísir/Vilhelm Tekur ákvarðanir með augunum og maganum Siggu Björgu finnst mikilvægt að hver og einn fái rými til að upplifa verkið á sinn eigin hátt. „Ég nota ekki mikið af andlitum og svipbrigðum því það segir svo mikið um hvað er að gerast í myndinni. Ég hef áhuga á líkamstjáningu, hvernig við tjáum okkur hvort við annað og slíku. Oftast þá vinn ég í rosa miklum vinnutörnum, þannig ég er ekki vinna mjög meðvitað. Ég er að taka ákvarðanir með augunum og maganum frekar en að ég sé að ákveða fyrir fram hvernig myndin á að líta út. Mér líður eins og ég sé að reyna að komast að einhverju með þessari vinnuaðferð, um okkur mannfólkið, tilfinningar, samskipti, skrýtin hegðunarmynstur og fleira.“ Þættirnir KÚNST með Dóru Júlíu rannsaka hinar ýmsu víddir listsköpunar, ólíka listmiðla og sköpunargleði hjá íslenskum samtíma listamönnum ásamt því að fá að skyggnast bak við tjöldin og heyra um persónulegt líf þeirra. Kúnst Myndlist Menning Tengdar fréttir Brjóstin urðu fræg á augabragði Hildur Hákonardóttir hefur með sanni farið eigin leiðir og rutt brautina í listheiminum hérlendis en með listsköpun sinni segir hún gjarnan sögur og er þekkt fyrir pólitísk verk sín. Hildur er viðmælandi í nýjasta þætti af Kúnst, þar sem hún veitir innsýn í sögurnar á bak við listaverkin á yfirlitssýningu verka hennar, Rauður þráður, á Kjarvalsstöðum. 8. mars 2023 06:01 „Hann var á betra kaupi en þær við það að horfa á þær vinna“ Listakonan, vefarinn og brautryðjandinn Hildur Hákonardóttir hefur haft mikil áhrif á íslenska listheiminn með einstökum og pólitískum verkum sínum. Hún hefur með sanni átt viðburðaríkt líf og er þekkt fyrir að hafa alltaf verið nokkrum skrefum á undan. Verk hennar prýða nú Kjarvalsstaði á yfirlitssýningunni Rauður þráður sem Sigrún Hrólfsdóttir sýningarstýrir. Hildur Hákonardóttir er viðmælandi í nýjasta þætti af Kúnst. 5. mars 2023 06:01 Mest lesið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Króli trúlofaður Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Fleiri fréttir Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar Sjá meira
Hægt er að horfa á þáttinn í spilaranum hér að neðan: Klippa: KÚNST - Sigga Björg Ekki fallegar sögur sem enda vel Heimur trölla, álfa, drauga og annarra kynjavera opnast á einstakan hátt á sýningunni þar sem þjóðsögur leika stórt hlutverk en Sigga Björg er óhrædd við að nálgast óhugnanleg viðfangsefni og segist ekki vilja fegra hlutina. „Ég vil frekar bara segja söguna bara eins og hún er. Þessar sögur sem ég er að fjalla um eru ekkert endilega fallegar með góðum enda. Þess vegna höfðaði það svo til mín. Mér hefur alltaf fundist mikilvægt að fjalla um allan skalann af mannlegum tilfinningum og þá er ekkert hægt að fegra það. Þetta er svo breiður skali.“ Persónulegir en óræðir hlutir Aðspurð hvort verkin endurspegli einhvern hluta af hennar sálarlífi svarar Sigga Björg því játandi og brosir. „Í þessari seríu er ég kannski svolítið að fela mig á bak við sögur. Ég er að vinna út frá sögum sem annar sagði, venjulega endurspegla verkin jafnvel mjög persónulega hluti en ég er ekki að segja það beint út. Ég hef ekkert rosalega mikinn áhuga á því að vera að segja alla söguna, því mér finnst svo mikilvægt að ná þessu augnabliki og þessari tilfinningu sem ég teikna myndina út frá.“ Sigga Björg er óhrædd við að nálgast óhugnanlega og skrýtna hluti í listsköpun sinni.Vísir/Vilhelm Tekur ákvarðanir með augunum og maganum Siggu Björgu finnst mikilvægt að hver og einn fái rými til að upplifa verkið á sinn eigin hátt. „Ég nota ekki mikið af andlitum og svipbrigðum því það segir svo mikið um hvað er að gerast í myndinni. Ég hef áhuga á líkamstjáningu, hvernig við tjáum okkur hvort við annað og slíku. Oftast þá vinn ég í rosa miklum vinnutörnum, þannig ég er ekki vinna mjög meðvitað. Ég er að taka ákvarðanir með augunum og maganum frekar en að ég sé að ákveða fyrir fram hvernig myndin á að líta út. Mér líður eins og ég sé að reyna að komast að einhverju með þessari vinnuaðferð, um okkur mannfólkið, tilfinningar, samskipti, skrýtin hegðunarmynstur og fleira.“ Þættirnir KÚNST með Dóru Júlíu rannsaka hinar ýmsu víddir listsköpunar, ólíka listmiðla og sköpunargleði hjá íslenskum samtíma listamönnum ásamt því að fá að skyggnast bak við tjöldin og heyra um persónulegt líf þeirra.
Kúnst Myndlist Menning Tengdar fréttir Brjóstin urðu fræg á augabragði Hildur Hákonardóttir hefur með sanni farið eigin leiðir og rutt brautina í listheiminum hérlendis en með listsköpun sinni segir hún gjarnan sögur og er þekkt fyrir pólitísk verk sín. Hildur er viðmælandi í nýjasta þætti af Kúnst, þar sem hún veitir innsýn í sögurnar á bak við listaverkin á yfirlitssýningu verka hennar, Rauður þráður, á Kjarvalsstöðum. 8. mars 2023 06:01 „Hann var á betra kaupi en þær við það að horfa á þær vinna“ Listakonan, vefarinn og brautryðjandinn Hildur Hákonardóttir hefur haft mikil áhrif á íslenska listheiminn með einstökum og pólitískum verkum sínum. Hún hefur með sanni átt viðburðaríkt líf og er þekkt fyrir að hafa alltaf verið nokkrum skrefum á undan. Verk hennar prýða nú Kjarvalsstaði á yfirlitssýningunni Rauður þráður sem Sigrún Hrólfsdóttir sýningarstýrir. Hildur Hákonardóttir er viðmælandi í nýjasta þætti af Kúnst. 5. mars 2023 06:01 Mest lesið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Króli trúlofaður Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Fleiri fréttir Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar Sjá meira
Brjóstin urðu fræg á augabragði Hildur Hákonardóttir hefur með sanni farið eigin leiðir og rutt brautina í listheiminum hérlendis en með listsköpun sinni segir hún gjarnan sögur og er þekkt fyrir pólitísk verk sín. Hildur er viðmælandi í nýjasta þætti af Kúnst, þar sem hún veitir innsýn í sögurnar á bak við listaverkin á yfirlitssýningu verka hennar, Rauður þráður, á Kjarvalsstöðum. 8. mars 2023 06:01
„Hann var á betra kaupi en þær við það að horfa á þær vinna“ Listakonan, vefarinn og brautryðjandinn Hildur Hákonardóttir hefur haft mikil áhrif á íslenska listheiminn með einstökum og pólitískum verkum sínum. Hún hefur með sanni átt viðburðaríkt líf og er þekkt fyrir að hafa alltaf verið nokkrum skrefum á undan. Verk hennar prýða nú Kjarvalsstaði á yfirlitssýningunni Rauður þráður sem Sigrún Hrólfsdóttir sýningarstýrir. Hildur Hákonardóttir er viðmælandi í nýjasta þætti af Kúnst. 5. mars 2023 06:01