Pútín fór óvænt til Maríupól í nótt Samúel Karl Ólason skrifar 19. mars 2023 08:05 Vladimír Pútín á Krímskaga í gær. EPA/Forsetaembætti Rússlands Vladimír Pútín, forseti Rússlands, fór í óvænta heimsókn til Maríupól í Úkraínu í nótt. Þetta er í fyrsta sinn sem Pútín heimsækir nýlega hernumin svæði í Úkraínu, en hann ferðaðist til Krímskaga í gær. Ríkismiðlar Rússlands hafa sýnt myndbönd af heimsókn Pútíns og segir fréttaveitan RIA, sem er í eigu rússneska ríkisins, að hann hafi farið til Maríupól með þyrlu í nótt. Þar heimsótti hann tónleikahús og ræddi við embættismenn og íbúa um það hvernig verið er að endurreisa borgina í kjölfar þess að hersveitir Rússa jöfnuðu hana við jörðu. RIA segir einnig að Pútín hafi hitt íbúa Maríupól út á götu í nótt og að þau hafi boðið honum að heimsækja þau, sem hann hafi gert. And here Putin visits some locals who tell him they were praying for him and say Russia built them a little piece of heaven to replace their destroyed apartments. pic.twitter.com/pXtUhalSKx— max seddon (@maxseddon) March 19, 2023 Blaðamaður Wall Street Journal deildi einnig myndbandi af Pútín hitta fólkið og segir litlar líkur á því að um raunverulega íbúa borgarinnar sé að ræða. Um ár er síðan Rússar gerðu loftárás á leikhús í Maríupól þar sem talið er að minnst þrjú hundruð óbreyttir borgarar hafi leitað sér skjóls frá sprengjuregninu. Frá því Rússar hertóku Maríupól hefur nöfnum á götum verið breytt og hafa þær fengið sömu nöfn og þær höfðu á tímum Sovétríkjanna. Þar að auki hefur minnisvarði um Holodomor, manngerða hungursneyð frá 1932 til 1933, verið rifinn niður. Milljónir Úkraínumanna dóu úr hungri vegna ástandsins sem leiðtogum Sovétríkjanna er kennt um. Sjá einnig: Pútin heldur upp á ólöglega innlimun Krímskaga Hersveitir Rússa náðu snemma að Maríupól í innrás þeirra í Úkraínu en hún er um fjörutíu kílómetra frá landamærum Rússlands og er mikilvæg hafnarborg við Asóvhaf. Við það hófst 86 daga umsátur þar sem gerðar voru linnulausar stórskotaliðs- og loftárásir á borgina. Borgin var svo gott sem lögð í rúst en óljóst er hvort raunverulegt mannfall meðal óbreyttra borgara muni nokkurn tímann líta dagsins ljós. Eftir vettvangsferðina til Maríupól mun Pútín hafa farið til Rostov-on-Don og heimsótt þar stjórnstöð fyrir innrás Rússa í Úkraínu. Dómarar Alþjóðlega sakamáladómstólsins gáfu á föstudaginn út handtökuskipun á hendur Pútín en hann er sakaður um að bera ábyrgð á því að fjölmörgum börnum hafi rænt í Úkraínu og þau flutt til Rússlands. Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Vladimír Pútín Tengdar fréttir Biden segir augljóst að Pútín sé sekur um stríðsglæpi Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, fagnar því að dómarar Alþjóðlega sakamáladómstólsins (ICC) hafi í gær gefið út handtökuskipun á hendur Vladimír Pútín, forseta Rússlands, fyrir stríðsglæpi í Úkraínu. Pútín er sakaður um að bera ábyrgð á því að fjöldi barna hafi verið flutt frá Úkraínu til Rússlands en Biden sagði augljóst að svo væri. 18. mars 2023 09:57 Xi heimsækir Pútín eftir helgi Xi Jinping Kínaforseti mun halda í opinbera heimsókn til Rússlands í næstu viku þar sem hann mun meðal annars eiga fundi með Vladimír Pútín Rússlandsforseta. 17. mars 2023 07:45 Sagðir ætla að höfða mál gegn Rússum fyrir stríðsglæpi Saksóknarar Alþjóðlega sakamáladómstólsins (ICC) ætla að höfða tvö mál gegn Rússum vegna ódæða þeirra í Úkraínu. Saksóknarar vilja leggja fram nokkrar handtökuskipanir vegna stríðsglæpa en rannsakendur dómstólsins hafa um mánaða skeið verið að störfum í Úkraínu. 13. mars 2023 15:23 Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Af hverju vilja Úkraínumenn halda Bakhmut? Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, segir að framtíð Úkraínumanna muni ráðast á víglínunum í austurhluta landsins. Hann segir stöðuna þar vera mjög erfiða en það þurfi að gera út af við hernaðarmátt Rússa og það muni Úkraínumenn gera. 14. mars 2023 14:01 Mest lesið Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Fleiri fréttir Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Sjá meira
Ríkismiðlar Rússlands hafa sýnt myndbönd af heimsókn Pútíns og segir fréttaveitan RIA, sem er í eigu rússneska ríkisins, að hann hafi farið til Maríupól með þyrlu í nótt. Þar heimsótti hann tónleikahús og ræddi við embættismenn og íbúa um það hvernig verið er að endurreisa borgina í kjölfar þess að hersveitir Rússa jöfnuðu hana við jörðu. RIA segir einnig að Pútín hafi hitt íbúa Maríupól út á götu í nótt og að þau hafi boðið honum að heimsækja þau, sem hann hafi gert. And here Putin visits some locals who tell him they were praying for him and say Russia built them a little piece of heaven to replace their destroyed apartments. pic.twitter.com/pXtUhalSKx— max seddon (@maxseddon) March 19, 2023 Blaðamaður Wall Street Journal deildi einnig myndbandi af Pútín hitta fólkið og segir litlar líkur á því að um raunverulega íbúa borgarinnar sé að ræða. Um ár er síðan Rússar gerðu loftárás á leikhús í Maríupól þar sem talið er að minnst þrjú hundruð óbreyttir borgarar hafi leitað sér skjóls frá sprengjuregninu. Frá því Rússar hertóku Maríupól hefur nöfnum á götum verið breytt og hafa þær fengið sömu nöfn og þær höfðu á tímum Sovétríkjanna. Þar að auki hefur minnisvarði um Holodomor, manngerða hungursneyð frá 1932 til 1933, verið rifinn niður. Milljónir Úkraínumanna dóu úr hungri vegna ástandsins sem leiðtogum Sovétríkjanna er kennt um. Sjá einnig: Pútin heldur upp á ólöglega innlimun Krímskaga Hersveitir Rússa náðu snemma að Maríupól í innrás þeirra í Úkraínu en hún er um fjörutíu kílómetra frá landamærum Rússlands og er mikilvæg hafnarborg við Asóvhaf. Við það hófst 86 daga umsátur þar sem gerðar voru linnulausar stórskotaliðs- og loftárásir á borgina. Borgin var svo gott sem lögð í rúst en óljóst er hvort raunverulegt mannfall meðal óbreyttra borgara muni nokkurn tímann líta dagsins ljós. Eftir vettvangsferðina til Maríupól mun Pútín hafa farið til Rostov-on-Don og heimsótt þar stjórnstöð fyrir innrás Rússa í Úkraínu. Dómarar Alþjóðlega sakamáladómstólsins gáfu á föstudaginn út handtökuskipun á hendur Pútín en hann er sakaður um að bera ábyrgð á því að fjölmörgum börnum hafi rænt í Úkraínu og þau flutt til Rússlands.
Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Vladimír Pútín Tengdar fréttir Biden segir augljóst að Pútín sé sekur um stríðsglæpi Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, fagnar því að dómarar Alþjóðlega sakamáladómstólsins (ICC) hafi í gær gefið út handtökuskipun á hendur Vladimír Pútín, forseta Rússlands, fyrir stríðsglæpi í Úkraínu. Pútín er sakaður um að bera ábyrgð á því að fjöldi barna hafi verið flutt frá Úkraínu til Rússlands en Biden sagði augljóst að svo væri. 18. mars 2023 09:57 Xi heimsækir Pútín eftir helgi Xi Jinping Kínaforseti mun halda í opinbera heimsókn til Rússlands í næstu viku þar sem hann mun meðal annars eiga fundi með Vladimír Pútín Rússlandsforseta. 17. mars 2023 07:45 Sagðir ætla að höfða mál gegn Rússum fyrir stríðsglæpi Saksóknarar Alþjóðlega sakamáladómstólsins (ICC) ætla að höfða tvö mál gegn Rússum vegna ódæða þeirra í Úkraínu. Saksóknarar vilja leggja fram nokkrar handtökuskipanir vegna stríðsglæpa en rannsakendur dómstólsins hafa um mánaða skeið verið að störfum í Úkraínu. 13. mars 2023 15:23 Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Af hverju vilja Úkraínumenn halda Bakhmut? Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, segir að framtíð Úkraínumanna muni ráðast á víglínunum í austurhluta landsins. Hann segir stöðuna þar vera mjög erfiða en það þurfi að gera út af við hernaðarmátt Rússa og það muni Úkraínumenn gera. 14. mars 2023 14:01 Mest lesið Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Fleiri fréttir Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Sjá meira
Biden segir augljóst að Pútín sé sekur um stríðsglæpi Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, fagnar því að dómarar Alþjóðlega sakamáladómstólsins (ICC) hafi í gær gefið út handtökuskipun á hendur Vladimír Pútín, forseta Rússlands, fyrir stríðsglæpi í Úkraínu. Pútín er sakaður um að bera ábyrgð á því að fjöldi barna hafi verið flutt frá Úkraínu til Rússlands en Biden sagði augljóst að svo væri. 18. mars 2023 09:57
Xi heimsækir Pútín eftir helgi Xi Jinping Kínaforseti mun halda í opinbera heimsókn til Rússlands í næstu viku þar sem hann mun meðal annars eiga fundi með Vladimír Pútín Rússlandsforseta. 17. mars 2023 07:45
Sagðir ætla að höfða mál gegn Rússum fyrir stríðsglæpi Saksóknarar Alþjóðlega sakamáladómstólsins (ICC) ætla að höfða tvö mál gegn Rússum vegna ódæða þeirra í Úkraínu. Saksóknarar vilja leggja fram nokkrar handtökuskipanir vegna stríðsglæpa en rannsakendur dómstólsins hafa um mánaða skeið verið að störfum í Úkraínu. 13. mars 2023 15:23
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Af hverju vilja Úkraínumenn halda Bakhmut? Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, segir að framtíð Úkraínumanna muni ráðast á víglínunum í austurhluta landsins. Hann segir stöðuna þar vera mjög erfiða en það þurfi að gera út af við hernaðarmátt Rússa og það muni Úkraínumenn gera. 14. mars 2023 14:01