Hjálpar fólki að missa ekki af strætó Bjarki Sigurðsson skrifar 20. mars 2023 11:02 Benjamín Julian er sá sem sér um vefsíðuna seinn.is. Aðsend/Vísir/Vilhelm Á vefsíðunni seinn.is geta notendur séð hvar strætisvagn þeirra er staddur og hversu langt er í hann. Fjölmargir nota síðuna á hverjum degi til þess að sjá til þess að missa ekki af vagninum sínum. Benjamín Julian er maðurinn á bakvið seinn.is en hann setti hana fyrst í loftið fyrir nokkrum árum síðan. Þá hafði hann tekið eftir því að Strætó bauð upp á forritunarviðmót sem hægt er að nota til þess að lesa út staðsetningargögn og fleira. „Þannig ég bjó bara til einhverja síðu um það sem að ég lagði síðan niður. Fyrir nokkrum mánuðum datt mér í hug, bæði út af því að eitthvað fólk vildi nota hana og líka því að ég fann skynsamlegri leið til þess að keyra hana. Þannig ég setti hana af stað aftur og hún varð vinsælli í þetta skiptið. Betur smíðuð og svoleiðis,“ segir Benjamín í samtali við fréttastofu. Nýlega lagði Strætó niður gamla smáforritið sitt og hófu notkun á Klappinu umdeilda. Forritið þykir ekki vinsælt meðal notenda, þrátt fyrir að hafa unnið til alþjóðlegra verðlauna nýlega. Klapp app liggur alveg niðri. Hægur rúntur í strætó þar sem á hverri stopp ætlar einhver að reyna útskýra fyrir bílstjóra að appið sé bilað eða það eru tilvonandi yngri farþegar alveg stjarfir af panik að komast ekki leiðar sinna haldandi sími sinn sé vandamálið. pic.twitter.com/NIdx2gJ3yH— Ragnar Eyþórsson (@raggiey) February 10, 2023 Í gamla forritinu var mjög auðvelt að sjá hvar strætisvagnar voru í rauntíma en það er ekki sama sagan með Klappið. Mörgum þykir það afar flókið að finna hvar vagnar eru. „Það er sennilega ástæðan fyrir því að fólk er spenntara fyrir því að nota þetta núna. Mér fannst gamla strætó appið mjög fínt, sérstaklega því maður gat séð þetta. Og á heimasíðunni er þetta allt opið. En ég veit ekki alveg þau hafa sleppt því. En það er bara ærið tilefni til þess að leika sér að búa þetta til,“ segir Benjamín. Notendur slá inn nafn stoppistöðvar þeirra og sjá þá hvar strætisvagnarnir eru staðsettir.Seinn.is Hann segir Strætó vera vel búið að svona gögnum. Til að mynda fengu þau Tómas Ponzi til að smíða fyrir sig GPS-senda í alla vagnana. „Þeir eru með mjög góðan bakenda fyrir það allt saman en eina sem vantar er að hann sé nýttur betur. Ég held að það sé hægt að gera fullt af skemmtilegum hlutum með þetta. Þetta er bara pínulítið sýnisdæmi,“ segir Benjamín. Samgöngur Strætó Tækni Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Réttindalaus dreginn af öðrum Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Endurskoða varðveislu á upptökum lögreglu eftir að gögnum var eytt Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Sjá meira
Benjamín Julian er maðurinn á bakvið seinn.is en hann setti hana fyrst í loftið fyrir nokkrum árum síðan. Þá hafði hann tekið eftir því að Strætó bauð upp á forritunarviðmót sem hægt er að nota til þess að lesa út staðsetningargögn og fleira. „Þannig ég bjó bara til einhverja síðu um það sem að ég lagði síðan niður. Fyrir nokkrum mánuðum datt mér í hug, bæði út af því að eitthvað fólk vildi nota hana og líka því að ég fann skynsamlegri leið til þess að keyra hana. Þannig ég setti hana af stað aftur og hún varð vinsælli í þetta skiptið. Betur smíðuð og svoleiðis,“ segir Benjamín í samtali við fréttastofu. Nýlega lagði Strætó niður gamla smáforritið sitt og hófu notkun á Klappinu umdeilda. Forritið þykir ekki vinsælt meðal notenda, þrátt fyrir að hafa unnið til alþjóðlegra verðlauna nýlega. Klapp app liggur alveg niðri. Hægur rúntur í strætó þar sem á hverri stopp ætlar einhver að reyna útskýra fyrir bílstjóra að appið sé bilað eða það eru tilvonandi yngri farþegar alveg stjarfir af panik að komast ekki leiðar sinna haldandi sími sinn sé vandamálið. pic.twitter.com/NIdx2gJ3yH— Ragnar Eyþórsson (@raggiey) February 10, 2023 Í gamla forritinu var mjög auðvelt að sjá hvar strætisvagnar voru í rauntíma en það er ekki sama sagan með Klappið. Mörgum þykir það afar flókið að finna hvar vagnar eru. „Það er sennilega ástæðan fyrir því að fólk er spenntara fyrir því að nota þetta núna. Mér fannst gamla strætó appið mjög fínt, sérstaklega því maður gat séð þetta. Og á heimasíðunni er þetta allt opið. En ég veit ekki alveg þau hafa sleppt því. En það er bara ærið tilefni til þess að leika sér að búa þetta til,“ segir Benjamín. Notendur slá inn nafn stoppistöðvar þeirra og sjá þá hvar strætisvagnarnir eru staðsettir.Seinn.is Hann segir Strætó vera vel búið að svona gögnum. Til að mynda fengu þau Tómas Ponzi til að smíða fyrir sig GPS-senda í alla vagnana. „Þeir eru með mjög góðan bakenda fyrir það allt saman en eina sem vantar er að hann sé nýttur betur. Ég held að það sé hægt að gera fullt af skemmtilegum hlutum með þetta. Þetta er bara pínulítið sýnisdæmi,“ segir Benjamín.
Samgöngur Strætó Tækni Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Réttindalaus dreginn af öðrum Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Endurskoða varðveislu á upptökum lögreglu eftir að gögnum var eytt Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Sjá meira