Hákon Arnar samdi aftur við FCK: „Einn sá áhugaverðasti sem ég hef séð í mörg ár“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. mars 2023 12:32 Hákon Arnar Haraldsson fagnar hér marki fyrir FC Kaupmannahafnarliðið. Hann er nú með samning við danska félagið til ársins 2027. Getty/Lars Ronbog Hákon Arnar Haraldsson kemur til móts við íslenska A-landsliðið með nýjan samning í vasanum. Lið hans, FCK frá Kaupmannahöfn, tilkynnti á heimasíðu sinni í dag að Hákon Arnar hafi endurnýjað samning sinn við félagið. Nýi samningurinn hjá þessum nítján ára strák nær nú til ársins 2027 og er hann því á samning hjá félaginu næstu fjögur árin eða þar til að hann verður 23 ára gamall. Hákon varð í vetur fjórði Íslendingurinn frá upphafi til að skora í Meistaradeildinni þegar hann skoraði í 1-1 jafntefli FCK á móti þýska liðinu Dortmund á Parken. „Hákon er einn af áhugaverðustu ungu leikmönnum sem ég hef séð í Danmörku í mörg ár,“ sagði Peter Christiansen, íþróttastjóri FCK, í viðtali á heimasíðu danska félagsins. „Þetta eru stór orð en augljóslega trúum við því að hann sé afar hæfileikaríkur leikmaður. Hann hefur ekki aðeins sýnt að hann getur gert útslagið í dönsku úrvalsdeildinni heldur einnig í Meistaradeildinni og með landsliðinu sínu,“ sagði Christiansen. Hákon kom til FCK þegar hann var aðeins sextán ára gamall en hefur síðan unnið sig upp í stórt hlutverk hjá aðalliði félagsins. Á síðasta ári þá hjálpaði hann FCK að vinna danska meistaratitilinn. View this post on Instagram A post shared by F.C. København (@fc_kobenhavn) Danski boltinn Mest lesið Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Åge Hareide látinn Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Fótbolti Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Körfubolti Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Fótbolti Setti heimsmet fyrir mömmu sína Sport Fleiri fréttir Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Fótboltamaður skotinn til bana Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Sjá meira
Lið hans, FCK frá Kaupmannahöfn, tilkynnti á heimasíðu sinni í dag að Hákon Arnar hafi endurnýjað samning sinn við félagið. Nýi samningurinn hjá þessum nítján ára strák nær nú til ársins 2027 og er hann því á samning hjá félaginu næstu fjögur árin eða þar til að hann verður 23 ára gamall. Hákon varð í vetur fjórði Íslendingurinn frá upphafi til að skora í Meistaradeildinni þegar hann skoraði í 1-1 jafntefli FCK á móti þýska liðinu Dortmund á Parken. „Hákon er einn af áhugaverðustu ungu leikmönnum sem ég hef séð í Danmörku í mörg ár,“ sagði Peter Christiansen, íþróttastjóri FCK, í viðtali á heimasíðu danska félagsins. „Þetta eru stór orð en augljóslega trúum við því að hann sé afar hæfileikaríkur leikmaður. Hann hefur ekki aðeins sýnt að hann getur gert útslagið í dönsku úrvalsdeildinni heldur einnig í Meistaradeildinni og með landsliðinu sínu,“ sagði Christiansen. Hákon kom til FCK þegar hann var aðeins sextán ára gamall en hefur síðan unnið sig upp í stórt hlutverk hjá aðalliði félagsins. Á síðasta ári þá hjálpaði hann FCK að vinna danska meistaratitilinn. View this post on Instagram A post shared by F.C. København (@fc_kobenhavn)
Danski boltinn Mest lesið Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Åge Hareide látinn Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Fótbolti Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Körfubolti Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Fótbolti Setti heimsmet fyrir mömmu sína Sport Fleiri fréttir Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Fótboltamaður skotinn til bana Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Sjá meira