Snörp orðaskipti á þingi um meint ærumeiðandi ummæli Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 20. mars 2023 15:47 Helga Vala Helgadóttir og Inga Sæland tókust á á Alþingi í dag. Vísir/Vilhelm Það kom til snarpra orðaskipti á Alþingi á dag á milli Ingu Sæland, formanns Flokks fólksins, og Helgu Völu Helgadóttur þingmanns Samfylkingarinnar. Inga sakaði samflokksmann Helgu um ærumeiðandi ummæli í sinn garð og kom Helga Vala félaga sínum til varnar. Inga notaði tækifærið í fundarliðnum um fundarstjórn forseta til að greina frá því að hún hafi sent inn kvörtun til forsætisnefndar þingsins vegna ummæla Þórunnar Sveinbjarnardóttur, þingmanns Samfylkingarinnar, á þingi í síðustu viku. Taldi Inga að ummæli Þórunnar, sem látin voru falla í umræðu um breytingartillögu Flokks fólksins á útlendingafrumvarpinu svokallaða, hafi verið ærumeiðandi í sinn garð. „Ég kem hér upp til að bera af mér sakir því þann 15. mars síðastliðinn þá vændi háttvirtur þingmaður, Þórunn Sveinbjarnardóttir, mig um útlendingaandúð,“ sagði Inga. Sagðist hún hafa ákveðið að leggja umrædd ummæli fyrir forsætisnefnd. Þau hafi verið sérstaklega til þess fallin að kasta rýrð á hana persónulega. Ummælin hafi verið einstaklega særandi fyrir Ingu og fjölskyldu hennar Umrædd ummæli Þórunnar sem Inga kvartaði yfir Hæstv. forseti. Þegar ég hélt að þetta frumvarp gæti ekki orðið verra þá kom breytingartillaga frá hv. þingmanni, formanni Flokks fólksins, sem bætir um betur. Það eina sem er hér á ferðinni er ódýr og ógeðfelldur popúlismi sem byggir ekki á staðreyndum, sem byggir á útlendingaandúð. Og það gleður mig að sjá að það er verið að fella þessa tillögu. Birgir Ármannsson forseti staðfesti á þingfundi að umrætt erindi Ingu til forsætisnefndar hafi borist nefndinni og yrði tekið fyrir á næsta fundi hennar. Bætti hann þó við að líta bæri svo á að það væri hlutverk sitjandi forseta að meta hvort að ummæli sem látin væru falla úr ræðustól færu yfir strikið hverju sinni. „Oft getur verið mjótt á skilsmununum á milli harkalegrar pólitískrar umræðu og þess sem telja má meiðandi fyrir einstaka þingmenn. Verður í raun og veru mat forseta á staðnum við þær aðstæður að ráða hvað það varðar,“ sagði Birgir. Inga steig þá aftur í pontu og sagði að ummæli Þórunnar hafi ekki verið beint gegn stjórnmálaflokki, heldur henni persónulega. Ræða Þórunnar Sveinbjarnardóttur var í eldlínunni á Alþingi í dag.Vísir/Vilhelm Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, steig þá í pontu og kom samflokksmanni sínum til varnar. Vitnaði hún beint í ræðu Þórunnar og hvatti Ingu til að lesa umrædda ræðu betur. „Vegna orða háttvirts þingmanns Ingu Sæland, er rétt að vekja athygli hennar á því að háttvirtur þingmaður Þórunn Sveinbjarnardóttir, sagði ekki að háttvirtur þingmaður væri rasisti.“ Hún hafi sagt að breytingartillaga Flokks fólksins bætti um betur. „Ekki þingmaðurinn,“ sagði Helga Vala. „Æi, hættu nú alveg,“ skaut Inga þá inn úr sæti hennar. „Það eina sem væri á ferðinni væri ódýr og ógeðfelldur popúlismi sem byggði ekki á staðreyndum, sem byggði á útlendingaandúð,“ sagði Helga með tilvísun í ræðu Þórunnar. „Formaður Flokks fólksins, er það ekki ég, háttvirtur þingmaður Helga Vala?“ skaut Inga aftur inn í. „Ég óska eftir því að háttvirtur þingmaður og formaður Flokks fólksins, lesi ræðu háttvirts þingmanns, Þórunnar Sveinbjarnardóttur, því að þar sér hún að það er ekki verið að vísa til persónunnar Ingu Sæland, heldur tillögunnar sem persónan og þingmaðurinn Inga Sæland var að leggja fram,“ sagði Helga Vala ákveðnum tón og bætti við eftirfarandi á leið úr ræðustól. „Tillögunnar. Það er alveg skýrt og það er hægt að lesa þetta á heimasíðu Alþingis“ „Ég hvet alla til að gera það,“ skaut Inga inn að lokum. „Þetta er hérna,“ heyrðist þá Helga Vala segja, sem var þó komin úr mynd í útsendingunni frá Alþingishúsinu. Horfa má á beina útsendingu frá Alþingi í fréttinni hér að neðan. Alþingi Flokkur fólksins Samfylkingin Tengdar fréttir Bein útsending: Katrín svarar fyrir rafbyssumálið Sérstök umræða um samráðsleysi dómsmálaráðherra við ríkisstjórnina varðandi rafbyssur verður í dag á Alþingi klukkan 15.45. Horfa má á umræðuna í beinni útsendingu hér að neðan. 20. mars 2023 14:45 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Innlent Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Innlent „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Innlent Fleiri fréttir Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Sjá meira
Inga notaði tækifærið í fundarliðnum um fundarstjórn forseta til að greina frá því að hún hafi sent inn kvörtun til forsætisnefndar þingsins vegna ummæla Þórunnar Sveinbjarnardóttur, þingmanns Samfylkingarinnar, á þingi í síðustu viku. Taldi Inga að ummæli Þórunnar, sem látin voru falla í umræðu um breytingartillögu Flokks fólksins á útlendingafrumvarpinu svokallaða, hafi verið ærumeiðandi í sinn garð. „Ég kem hér upp til að bera af mér sakir því þann 15. mars síðastliðinn þá vændi háttvirtur þingmaður, Þórunn Sveinbjarnardóttir, mig um útlendingaandúð,“ sagði Inga. Sagðist hún hafa ákveðið að leggja umrædd ummæli fyrir forsætisnefnd. Þau hafi verið sérstaklega til þess fallin að kasta rýrð á hana persónulega. Ummælin hafi verið einstaklega særandi fyrir Ingu og fjölskyldu hennar Umrædd ummæli Þórunnar sem Inga kvartaði yfir Hæstv. forseti. Þegar ég hélt að þetta frumvarp gæti ekki orðið verra þá kom breytingartillaga frá hv. þingmanni, formanni Flokks fólksins, sem bætir um betur. Það eina sem er hér á ferðinni er ódýr og ógeðfelldur popúlismi sem byggir ekki á staðreyndum, sem byggir á útlendingaandúð. Og það gleður mig að sjá að það er verið að fella þessa tillögu. Birgir Ármannsson forseti staðfesti á þingfundi að umrætt erindi Ingu til forsætisnefndar hafi borist nefndinni og yrði tekið fyrir á næsta fundi hennar. Bætti hann þó við að líta bæri svo á að það væri hlutverk sitjandi forseta að meta hvort að ummæli sem látin væru falla úr ræðustól færu yfir strikið hverju sinni. „Oft getur verið mjótt á skilsmununum á milli harkalegrar pólitískrar umræðu og þess sem telja má meiðandi fyrir einstaka þingmenn. Verður í raun og veru mat forseta á staðnum við þær aðstæður að ráða hvað það varðar,“ sagði Birgir. Inga steig þá aftur í pontu og sagði að ummæli Þórunnar hafi ekki verið beint gegn stjórnmálaflokki, heldur henni persónulega. Ræða Þórunnar Sveinbjarnardóttur var í eldlínunni á Alþingi í dag.Vísir/Vilhelm Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, steig þá í pontu og kom samflokksmanni sínum til varnar. Vitnaði hún beint í ræðu Þórunnar og hvatti Ingu til að lesa umrædda ræðu betur. „Vegna orða háttvirts þingmanns Ingu Sæland, er rétt að vekja athygli hennar á því að háttvirtur þingmaður Þórunn Sveinbjarnardóttir, sagði ekki að háttvirtur þingmaður væri rasisti.“ Hún hafi sagt að breytingartillaga Flokks fólksins bætti um betur. „Ekki þingmaðurinn,“ sagði Helga Vala. „Æi, hættu nú alveg,“ skaut Inga þá inn úr sæti hennar. „Það eina sem væri á ferðinni væri ódýr og ógeðfelldur popúlismi sem byggði ekki á staðreyndum, sem byggði á útlendingaandúð,“ sagði Helga með tilvísun í ræðu Þórunnar. „Formaður Flokks fólksins, er það ekki ég, háttvirtur þingmaður Helga Vala?“ skaut Inga aftur inn í. „Ég óska eftir því að háttvirtur þingmaður og formaður Flokks fólksins, lesi ræðu háttvirts þingmanns, Þórunnar Sveinbjarnardóttur, því að þar sér hún að það er ekki verið að vísa til persónunnar Ingu Sæland, heldur tillögunnar sem persónan og þingmaðurinn Inga Sæland var að leggja fram,“ sagði Helga Vala ákveðnum tón og bætti við eftirfarandi á leið úr ræðustól. „Tillögunnar. Það er alveg skýrt og það er hægt að lesa þetta á heimasíðu Alþingis“ „Ég hvet alla til að gera það,“ skaut Inga inn að lokum. „Þetta er hérna,“ heyrðist þá Helga Vala segja, sem var þó komin úr mynd í útsendingunni frá Alþingishúsinu. Horfa má á beina útsendingu frá Alþingi í fréttinni hér að neðan.
Hæstv. forseti. Þegar ég hélt að þetta frumvarp gæti ekki orðið verra þá kom breytingartillaga frá hv. þingmanni, formanni Flokks fólksins, sem bætir um betur. Það eina sem er hér á ferðinni er ódýr og ógeðfelldur popúlismi sem byggir ekki á staðreyndum, sem byggir á útlendingaandúð. Og það gleður mig að sjá að það er verið að fella þessa tillögu.
Alþingi Flokkur fólksins Samfylkingin Tengdar fréttir Bein útsending: Katrín svarar fyrir rafbyssumálið Sérstök umræða um samráðsleysi dómsmálaráðherra við ríkisstjórnina varðandi rafbyssur verður í dag á Alþingi klukkan 15.45. Horfa má á umræðuna í beinni útsendingu hér að neðan. 20. mars 2023 14:45 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Innlent Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Innlent „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Innlent Fleiri fréttir Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Sjá meira
Bein útsending: Katrín svarar fyrir rafbyssumálið Sérstök umræða um samráðsleysi dómsmálaráðherra við ríkisstjórnina varðandi rafbyssur verður í dag á Alþingi klukkan 15.45. Horfa má á umræðuna í beinni útsendingu hér að neðan. 20. mars 2023 14:45