Segir þjálfara ítalska Íslendingaliðsins hafa ítrekað kallað sig skítuga hóru Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. mars 2023 10:30 Leikmenn Fiorentina liðsins brotnuðu oft niður á miðri æfingu og voru síðan grátandi inn í klefa eftir æfingar. Getty/Lisa Guglielmi/ Sænsk knattspyrnukona segir ömurlega sögu af upplifun sinni sem leikmaður ítalska félagsins Fiorentina. Íslenska landsliðskonan Alexandra Jóhannsdóttir spilar með ítalska liðinu. Hin 25 ára Ronja Aronsson ákvað að yfirgefa ítalska félagið eftir aðeins hálft ár og hefur nú samið við Piteå IF í Svíþjóð. Aronsson sagði frá reynslu sinni í hlaðvarpsþættinum Fotbollfridag. Aftonbladet sagði frá. „Ef þú gerðir einhver mistök þá kölluðu þeir á þig skítuga hóran þín,“ sagði Ronja Aronsson. Aftonbladet Aronsson kom til Fiorentina í janúar 2022 en hálfu ári síðar snéri hægri bakvörðurinn aftur til Svíþjóðar. „Ég ákvað það eftir aðeins tvo mánuði að ég vildi ekki vera þarna áfram,“ sagði Aronsson. Aronsson segir að þjálfaraðferðirnar hjá Fiorentina snúist aðallega um blótsyrði, refsingar og stress. „Ef þú gerir einhver mistök í að rekja boltann eða ferð út úr stöðu, þá kalla þeir á þig skítuga hóran þin. Það voru fyrstu orðin sem ég lærði í ítölsku,“ sagði Aronsson. Hún lýsir þjálfara liðsins sem mjög skapbráðum manni. Leikmenn sem kvörtuðu undan honum voru settar í bann og oft þurfti að stoppa æfingar af því að leikmenn brotnuðu niður á vellinum. „Það var svo mikið í gangi sem átti ekkert skilið við fótbolta. Það voru líka ummæli um að leikmenn væri of feitir og það væri ástæðan fyrir að liðið tapaði leikjum. Þú sást leikmenn sitja grátandi í búningsklefanum,“ sagði Aronsson. Hún segir að leikmenn hafi reynt að losna við þjálfarann en eigandinn vildi ekki heyra á það minnst. „Forsetinn sagði að þetta væri eitthvað kvennavandamál og að við réðum ekki við þetta andlega. Það gekk því ekkert að tala við hann. Hann hafði tekið ákvörðun og hún var að þetta væri okkur leikmönnunum að kenna,“ sagði Aronsson. Alexandra Jóhannsdóttir hefur leikið með Fiorentina síðan í ágúst í fyrra og kom því til félagsins eftir að Ronja Aronsson yfirgaf ítalska félagið. Fiorentina er komið með sautján nýja leikmenn síðan að Aronsson spilaði þar en þjálfarinn er þarna ennþá. Hún heitir Patrizia Panico og er ein frægasta knattspyrnukonan í sögu Ítalíu með 107 mörk í 196 landsleikjum frá 1996 til 2014. Hún tók við Fiorentina liðinu árið 2021. Ítalski boltinn Mest lesið Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Handbolti Ballið ekki búið hjá Breiðabliki Fótbolti Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Fótbolti „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Fótbolti Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Enski boltinn Dagskráin í dag: Skytturnar fá drengina frá Mílanó í heimsókn Sport Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Fótbolti Xhaka of mikilvægur til að selja til Sunderland Fótbolti Fleiri fréttir Fer ekki á stórmót án þess að fara í úrslit Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Brynjar Ingi í þýsku B-deildina Xhaka of mikilvægur til að selja til Sunderland Ballið ekki búið hjá Breiðabliki „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu „Við viljum meira“ Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Enskar í úrslit eftir dramatík Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni KR í markmannsleit eftir meiðsli Davíð Snorri aðstoðar Frey og félaga Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Fyrrum leikmaður Liverpool og Chelsea látinn „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Frá Inter til Serbíu og gæti mætt Blikum Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira „Við erum ekki á góðum stað“ Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Sjá meira
Hin 25 ára Ronja Aronsson ákvað að yfirgefa ítalska félagið eftir aðeins hálft ár og hefur nú samið við Piteå IF í Svíþjóð. Aronsson sagði frá reynslu sinni í hlaðvarpsþættinum Fotbollfridag. Aftonbladet sagði frá. „Ef þú gerðir einhver mistök þá kölluðu þeir á þig skítuga hóran þín,“ sagði Ronja Aronsson. Aftonbladet Aronsson kom til Fiorentina í janúar 2022 en hálfu ári síðar snéri hægri bakvörðurinn aftur til Svíþjóðar. „Ég ákvað það eftir aðeins tvo mánuði að ég vildi ekki vera þarna áfram,“ sagði Aronsson. Aronsson segir að þjálfaraðferðirnar hjá Fiorentina snúist aðallega um blótsyrði, refsingar og stress. „Ef þú gerir einhver mistök í að rekja boltann eða ferð út úr stöðu, þá kalla þeir á þig skítuga hóran þin. Það voru fyrstu orðin sem ég lærði í ítölsku,“ sagði Aronsson. Hún lýsir þjálfara liðsins sem mjög skapbráðum manni. Leikmenn sem kvörtuðu undan honum voru settar í bann og oft þurfti að stoppa æfingar af því að leikmenn brotnuðu niður á vellinum. „Það var svo mikið í gangi sem átti ekkert skilið við fótbolta. Það voru líka ummæli um að leikmenn væri of feitir og það væri ástæðan fyrir að liðið tapaði leikjum. Þú sást leikmenn sitja grátandi í búningsklefanum,“ sagði Aronsson. Hún segir að leikmenn hafi reynt að losna við þjálfarann en eigandinn vildi ekki heyra á það minnst. „Forsetinn sagði að þetta væri eitthvað kvennavandamál og að við réðum ekki við þetta andlega. Það gekk því ekkert að tala við hann. Hann hafði tekið ákvörðun og hún var að þetta væri okkur leikmönnunum að kenna,“ sagði Aronsson. Alexandra Jóhannsdóttir hefur leikið með Fiorentina síðan í ágúst í fyrra og kom því til félagsins eftir að Ronja Aronsson yfirgaf ítalska félagið. Fiorentina er komið með sautján nýja leikmenn síðan að Aronsson spilaði þar en þjálfarinn er þarna ennþá. Hún heitir Patrizia Panico og er ein frægasta knattspyrnukonan í sögu Ítalíu með 107 mörk í 196 landsleikjum frá 1996 til 2014. Hún tók við Fiorentina liðinu árið 2021.
Ítalski boltinn Mest lesið Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Handbolti Ballið ekki búið hjá Breiðabliki Fótbolti Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Fótbolti „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Fótbolti Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Enski boltinn Dagskráin í dag: Skytturnar fá drengina frá Mílanó í heimsókn Sport Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Fótbolti Xhaka of mikilvægur til að selja til Sunderland Fótbolti Fleiri fréttir Fer ekki á stórmót án þess að fara í úrslit Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Brynjar Ingi í þýsku B-deildina Xhaka of mikilvægur til að selja til Sunderland Ballið ekki búið hjá Breiðabliki „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu „Við viljum meira“ Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Enskar í úrslit eftir dramatík Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni KR í markmannsleit eftir meiðsli Davíð Snorri aðstoðar Frey og félaga Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Fyrrum leikmaður Liverpool og Chelsea látinn „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Frá Inter til Serbíu og gæti mætt Blikum Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira „Við erum ekki á góðum stað“ Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Sjá meira