Þingfesta ákæru gegn 25 mönnum vegna árásarinnar á Bankastræti Club Kjartan Kjartansson skrifar 21. mars 2023 08:51 Hluti sakborninga í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Vísir/Vilhelm Ákæra á hendur 25 karlmönnum á aldrinum átján til 36 ára vegna árásarinnar á skemmtistaðnum Bankastræti Club í nóvember verður þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Nítján ára karlmaður er ákærður fyrir tilraun til manndráps og tíu félagar hans fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás. Hópur grímuklæddra karlmana ruddist inn á Bankastræti Club við Bankastræti 5 í miðborg Reykjavíkur að kvöldi fimmtudagsins 17. nóvember. Þar réðst hersingin á þrjá karlmenn á neðri hæð staðarins. Málið vakti óhug í samfélaginu og hafði lögregla aukin viðbúnað í kjölfarið. Karlmaðurinn sem er ákærður fyrir tilraun til manndráps var nýorðinn nítján ára gamall þegar árásin var gerð. Honum er gefið að sök að hafa veist að fórnarlömbunum þremur með hnífi. Einn manninn stakk hann tvisvar í öxlina, tvisvar í brjóstkassann, tvisvar í læri og einu sinni í framhandlegg. Annan stakk hann í vinstri síðuna og þann þriðja einu sinni í framhandlegg og einu sinni í hægra lægri. Margir sakborninganna huldu andlit sín með grímum, sólgleraugum og hettupeysum.Vísir/Vilhelm Spörkuðu og slógu mennina í gólfinu Tíu félagar hans eru ákærðir fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás. Þeir létu högg og spörk dynja á fórnarlömbunum þremur og stöppuðu á þeim þar sem þau lágu í gólfinu. Einn árásarmannanna var vopnaður hafnaboltakylfu samkvæmt ákærunni. Fjórtán manns til viðbótar eru ákærðir fyrir hlutdeild í ofbeldisbrotum félaga sinna ellefu. Þeir eru sagðir hafa ruðst inn á staðinn vitandi hvað til stóð og tekið þátt í að ógna fórnarlömbunum með því að vera viðstaddir á meðan á atlögunni stóð. Þannig hafi þeir veitt félögum sínum liðsinni í verki og verið liðsauki við þá. Árásin náðist á upptöku úr öryggismyndavél á skemmtistaðnum sem lekið var úr upplýsingakerfi lögreglu. Einn þessara fjórtán er jafnframt ákærður fyrir brot á vopnalögum og ávana- og fíkniefnabrot. Við húsleit á heimili hans í Árbæ fundust hnífar af ýmsu tagi, hnúajárn, hafnaboltakylfa, úðavopn og loftskammbyssa auk kókaíns. Fórnarlömb árásarinnar krefja árásarmennina um skaðabætur upp á fimm milljónir króna hvert. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu stendur til að þingfesta málið í fjórum hollum. Það fyrsta byrjar klukkan 10, svo 11:30, aftur klukkan 13 og að lokum klukkan 15. Sakborningar í málinu eru á þriðja tug. Þeir elstu eru á fertugsaldri en þeir yngstu eru aðeins átján ára gamlir.Vísir/Vilhelm Hnífstunguárás á Bankastræti Club Dómsmál Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Landris hafið á ný Innlent Fleiri fréttir „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Sjá meira
Hópur grímuklæddra karlmana ruddist inn á Bankastræti Club við Bankastræti 5 í miðborg Reykjavíkur að kvöldi fimmtudagsins 17. nóvember. Þar réðst hersingin á þrjá karlmenn á neðri hæð staðarins. Málið vakti óhug í samfélaginu og hafði lögregla aukin viðbúnað í kjölfarið. Karlmaðurinn sem er ákærður fyrir tilraun til manndráps var nýorðinn nítján ára gamall þegar árásin var gerð. Honum er gefið að sök að hafa veist að fórnarlömbunum þremur með hnífi. Einn manninn stakk hann tvisvar í öxlina, tvisvar í brjóstkassann, tvisvar í læri og einu sinni í framhandlegg. Annan stakk hann í vinstri síðuna og þann þriðja einu sinni í framhandlegg og einu sinni í hægra lægri. Margir sakborninganna huldu andlit sín með grímum, sólgleraugum og hettupeysum.Vísir/Vilhelm Spörkuðu og slógu mennina í gólfinu Tíu félagar hans eru ákærðir fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás. Þeir létu högg og spörk dynja á fórnarlömbunum þremur og stöppuðu á þeim þar sem þau lágu í gólfinu. Einn árásarmannanna var vopnaður hafnaboltakylfu samkvæmt ákærunni. Fjórtán manns til viðbótar eru ákærðir fyrir hlutdeild í ofbeldisbrotum félaga sinna ellefu. Þeir eru sagðir hafa ruðst inn á staðinn vitandi hvað til stóð og tekið þátt í að ógna fórnarlömbunum með því að vera viðstaddir á meðan á atlögunni stóð. Þannig hafi þeir veitt félögum sínum liðsinni í verki og verið liðsauki við þá. Árásin náðist á upptöku úr öryggismyndavél á skemmtistaðnum sem lekið var úr upplýsingakerfi lögreglu. Einn þessara fjórtán er jafnframt ákærður fyrir brot á vopnalögum og ávana- og fíkniefnabrot. Við húsleit á heimili hans í Árbæ fundust hnífar af ýmsu tagi, hnúajárn, hafnaboltakylfa, úðavopn og loftskammbyssa auk kókaíns. Fórnarlömb árásarinnar krefja árásarmennina um skaðabætur upp á fimm milljónir króna hvert. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu stendur til að þingfesta málið í fjórum hollum. Það fyrsta byrjar klukkan 10, svo 11:30, aftur klukkan 13 og að lokum klukkan 15. Sakborningar í málinu eru á þriðja tug. Þeir elstu eru á fertugsaldri en þeir yngstu eru aðeins átján ára gamlir.Vísir/Vilhelm
Hnífstunguárás á Bankastræti Club Dómsmál Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Landris hafið á ný Innlent Fleiri fréttir „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Sjá meira